Feykir


Feykir - 06.04.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 06.04.2005, Blaðsíða 7
13/2005 Feykir 7 Árgangur: 1947. Fjölskylduhagir: Maki Elísabet Kemp. Starf: Skólameistarí. Bifreið: Japanskur jepplingur. Hestöfl: Dugar upp flestar brekkur. Hvað er í deiglunni: Heitt járn. Hvernig hefurðu það? Bærilegt miðað við aldur og fyrri störf, les ekki gleraugnalaust en fylgi klæðum, hef fótavist og get ráfað um að vild. Hvernig nemandi varstu? Erfiður, skrifaði þýska stíla með gotn- eskri stafagerð og varð kennarinn minn að vísa deilum við mig til þýska sendiráðsins til að fá úr því skoríð hverjar sagnaendingar skyldu vera í tilvísunarsetning. Kennarinn var prófessor í þýsku við Háskólann og því erfitt að sætta sig við að þrasgjarn menntskælingur hefði rétt fyrír sér. Hvað er eftirminnilegast frá fermin- gardeginum? Skuldbindingin. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? 120 kg. Hvað hræðistu mest? Hræðsluna sjálfa. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Píanókonsert Rachmaninófs. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Óðinn til gleðinnar. Hverju missirðu helst ekki af í sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Þáttum um klassiska tónlist. Besta bíómyndin? Being there með Peter Sellers. Bruce Willis eða George Clooney/An- gelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Eru þetta ekki nöfnin á folöldum Sveins Guðmundssonar frekar en sauðunum hans Gunnars Þórðarsonar bónda í Smiðsgerði? Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Harðfiskur og smér. Hvað er í morgunmatinn? Góð áform um megrun sem breytast er líður á daginn. Uppáhalds málsháttur? In re difficuli spem bonam habere debes. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Ferdinand. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhús- inu? Hreinir diskar að málsverði loknum. Hver er uppáhalds bókin þín? Sturlunga eða Njála til skiptis. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðirhvert hún færi, þá færirðu... ...upp og niður og í hring þegar vel viðrar. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Fullkomnunaráráttan og skortur á lítillæti. Hvað fer mest I taugarnar á þér í fari annarra? Skorturínn á því sem er galli í fari mínu. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manstu eftir Siddý? Vegna þess ég man ekki eftirhenni. Hvaða dómara hefurðu mestar mæt- urá? Þess er getið er í Bíflíunni. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal. Lifi Dalamenn. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Einstein. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? GPS-tæki, fullbúinn vélbát fullhlaðinn af nauðsynjum til langsiglinga og gervihnattasíma. Hvað er best i lieimi? Heima er bezt hvat. Hvað er skagfirskast? Sveitarstjórn sem er við það að springa án málefnaágreinings án þess að vita það...(þ.e.a.s að þeir búi ekki við málefnaágreining). íþróttafréttir Sævar Birgisson stóð sig með glæsibrag á Skíðamóti íslands $tefnir á HM og Olympíuleikana „Það gekk mjög vel, sérstaklega í hefðbundnu göngunni og sprettinum. Ég kom út með tjögur verðlaun, 1 gull, 1 silfúr og tvö brons." - Hvernig metur þú þína stöðu eftir mótið, ertu kominn í röð ffemstu manna? „Ég lít ekkert öðruvísi á stöðuna núna en fyrir landsmótið, nema ég er alltaf að færast nær þeim allra bestu. Eins og td. Jakobi frá Isafirði sem ég varð aðeins 3 sekúndum á eftir í hefðbundnu göngunni. Þannig að þetta er allt að koma eftir stífar æfingar." - Nú hefur frést að þú sért í þjálfun í Noregi, segðu okkur aðeins frá því. „Ég fór yfir áramótin til Lillehammer í Noregi og æfði þar í tíu daga og svo fer ég væntanlega í menntaskóla í Noregi næsta vetur þar sem ég get æft undir leiðsögn þjálfara við toppaðstæður." Hefúrðu verið að keppa erlendis? „Ég fór í keppnisferð í lok janúar til Sviss þar sem ég keppti á Ólympíudögum æskunnar ásamt fleiri íslendingum. Þarkepptiégí þremur göngurn og gekk þokkalega þó ég ætlaði mér stærri hluti. Besta sætið var 42. af 60 keppendum, gegn bestu göngumönnum í Evrópu á mínum aldri." Hvað er framundan hjá þér? „Framundan er, efallt gengur upp, skíðaskóli í Noregi næstu 3 vetur og svo fer eftir því hvernig þar gengur hvað tekur svo við, en ég stefni á að keppa á HM og Ólympíuleikum í frarn- tíðinni." Sævar Birgisson er 16 gamall skíðamaður og Króksari. Hann keppir fyrir Tindastól og vakti athygli á Skíðamóti íslands á dögunum þegar hann sigraði í 10 km skíðagöngu pilta á aldrinum 17-19 ára. Feykir lagði nokkrarspurningar fyrir kappann að mótinu loknu. - Hvernig gekk á Skíðamóti íslands? Sævar á fullri ferð á Skiðamóti íslands. Myndina tók Guðmundur Jakobsson. Getraunaleikur Tindastóls Úrslitin ráðin Þá er hinum magnaða Get- raunaleik Tindastóls lokið og þegar upp var staðið reynd- ist hópurinn Með sítt að af- tan hlutskarpastur með 38 stig út úr úrslitakeppninni. Þann hóp skipa bræðurnir AIli og Árni Öddasynir en þeir hófu úrslitakeppnina hrapalega, fengu sex stig, en fall reynd-ist þeim faraheill og þeir tippuðu af öryggi í síðustu þremur unrferðun- um. Þátttakendur í Getrauna- leiknum eiga eftir að mæta í lokahófið sem ffam fer á Kaffi Krók þriðjudaginn 12. apríl kl. 19:30. Menn eru hvattir til að mæta svangir og þokkalega snyrtilegir, en fjölmörg verðlaun verða veitt þetta kvöldið og nota- leg stemning í kjölfarið. Síðan er bara að mæta aftur að hausti og taka þátt í skemmtilegum leilc og horfa á ensku tuðruna. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Hvellur Nú dönsum við i Ljósheimum föstudagskvöldið 8. Apríl frá kl. 22-02. Kiddi Bjarna frá Selfossi sér um músíkina. Ath. Missið ekki afþessu einstæða tækifæri. Fjölmennum og skem- mtum okkur. Nefndin Til sölu Til sölu Toyota Rav4, árg. 99, ekinn 85.000 km. Gott viðhald, m.a. ný tímareim ofl. Verð 1.250.000 kr. Á sama stað til sölu Blizzard svigskíði 170 cm og skór, st. 39 Upplýsingar i síma 453 5808 eða 849-1813 Ólöf. Bíll til sölu Til sölu Toyota HiAce 4WD, árgerð 2000, ekinn 114 þúsund km. Ásett verð kr. 1.500.000,- Nánari upplýsingar í síma 453 5590/ 8930391 Spilakvöld! Spilakvöld verður í Ljósheimum, sunnudaginn 10. apríln.k. kl. 21. Kvenfélag Skarðshrepps Bifreið til sölu Til sölu Toyota LandCruiser VX árgerð 1997. Billinn erkeyrður 185 þúsund kilómetra. Góður bill og vel við haldið. Upplýsingar gefa Brynjari síma 453 5950 eðaJón Hallur í sima 4555300. Hefilbekkur til sölu Til sölu notaður hefilbekkur i góðu lagi. Verð kr 10.000,- Upplýsingar i síma 893 3607. Tapað - fundið Um páskahelgina hurfu sundföt heillarfjölskyldu afsnúru við Freyjugötu 42. Ef einhver hefur orðið þeirra var, vinsamtegast skilið þeim á sama stað eða hríngið i sima 847 8437 Nýtt símanúmer Trygginga- miðstöðvarinnar Umboð TM á Sauðárkróki hefur fengið nýtt simanúmer sem er 453 5343. Brynjar Pálsson umboðsmaður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.