Feykir


Feykir - 06.04.2005, Qupperneq 8

Feykir - 06.04.2005, Qupperneq 8
Ferðatorg 2005 Bás Norðurlands valinn besti básinn Húsvíkingurinn Birgitta Haukdal synguríbás Norðurlands með Hofsós íbakgrunni. Sameiginlegur bás ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi, var valinn besti básinn á Ferðatorgi 2005, sýningu sem Ferðamálasamtök íslands stóðu fyrir í Smáralind um helgina. Markaðsskrifstofa ferða- mála á Norðurlandi annaðist uppsetningu bássins fyrir hönd Ferðamálasamtaka Norður- lands eystra og Ferðamál- asamtaka Norðurlands vestra. í Norðurlandsbásnum var dreift miklu af kynningarefni, m.a. bæklingi sem Markaðs- skrifstofa ferðamála hefur unnið fyrir komandi sunrar um viðburði á Norðurlandi sunrarið 2005, og ýmsu kynn- ingarefni einstakra ferðaþjón- ustufyrirtækja. Til að vekja athygli á básn- um tók Norðlendingurinn Birgitta Haukdal lagið oggestir gæddu sér á lostæti ffá Sælgætisgerðinni Mola á Dal- vík. Þá voru dregnir út 20 ferðavinningar, sem ferðaþjón- ustufyrirtæki á Norðurlandi gáfu gestum á sýningunni. „bað var greinilegur áhugi tólks á því sem Norðurland hefur upp á að bjóða í sumar og við fengum margvíslegar fyrirspurnir,” segir Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu férðamála. Hann segir að framundan sé frekari kynning á afþreyingu fyrir ferðamenn á Norðurlandi í sumar, annars vegar á Sumarið 2005 í Fífunni í Kópavogi um miðjan apríl og hins vegar á sýningunni Norðurland 2005 í Iþróttahöllinni á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Góðar fréttir af minkaskinnsuppboði í Köben Verðið hækkar og öll skinn seljast Minkaskinn hafa hækkað um 10% í verði í upp- boðshúsinu í Kaupmannahöfn þar sem uppboð stendur nú yfir. Öll minkaskinn sem í boði eru seljast. Loðdýrabændur á íslandi selja skinn sín á alþjóðlegum uppboðum. Eitt slíkt hófst í Kaupmannahöfn 4. apríl og stendur til 7. apríl. Þegar blaðið fór í prentun var uppboðið hálfnað. Endanlegar tölur lágu því ekki fyrir en að sögn Einars Einarssonar ráðunautar í loðdýrarækt hefur það sem af er uppboðinu gengið vonum framar. Reyndar gekk salan á refaskinnunum illa en undanfarna mánuði hefur markaðurinn ekki viljað taka við þeim. Að sögn Einars hefur hinsvegar salan á minkaskinnunum gengið mjög vel en þar selst allt upp sem boðið er til sölu og verðin hækka. Hvað sú hækkun verður mikil þegar upp er staðið er ekki ljóst en í nú er hún í kringum 10% að meðaltali. Þessi hækkun og það skinnaverð sem fyrir var gæti hinsvegar leitt til þess að skilaverð til bænda verði vel viðunandi árið 2005 þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar. í Skagafirði eru í dag starfandi 10 bændur sem stunda minkarækt, einn sem er með refarækt og ein sem rætkar bæði ref og mink. Ef fram heldur sem horfir má áætla að brúttótekjur þeirra vegna skinnasölunnar árið 2005 verði í kringum 150 milljónir og ársverkin gætu verið 25-30 eftir því hvernig menn reikna þau en til lengri tíma verður að taka verðsveiflur með í reikninginn. Leikfélag Hofsóss frumsýnir á föstudagskvöld Góðverkin kalla! Frá æfingu á Góðverkin kallal Leikfélag Hofsóss frum- sýnir leikritið Góðverk- in kalla! í leikstjórn Höllu Margrétar Jóh- annesdóttir næstkom- andi föstudagskvöld kl. 21:00. Leikritið er eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggva- son. Æft hefur verið á fullum krafti undanfarnar fimm vikur en nokkur fjöldi fólks kemur að sýningunni og þar ber ýmislegt skemmti- legt fyrir augu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var á æfingu. Nú er bara um að gera að skella sér í Höfðaborg og sjá afrakstur vinnu leikfélaga, en skcmmst er að minnast frábærrar sýningar Leik- félagsins á Bar-pari fyrir tveimur árurn. Hótel Tindastóll á Sauðárkróki Afi og amma seld Félagið Afi og amma ehf. sem á eignina Hótel Tindastól á Sauðárkróki var selt nú um mánaðar- mótin félagi sem heitir Nokk ehf og er í eigu Ágústs Andréssonar og Guðbjargar Ragnardótt- ur á Sauðárkróki og Svavars Ólafssonar og Þórkötlu Valdimarsdóttir í Hafnarfirði. Afi og amma var í eigu Sorin Lazars og Steinunnar Finnsdóttur og tjölskyldu, en þau hafa rekið hótelið með góðum árangri undanfarin ár. Svavar Ólafsson verður hótelstjóri í sumar og fram á haust, en að sögn Ágústs Andr- éssonar verður lögð áhersla á aukna markaðssetningu og nýtingu á þeim tækifærum sem fyrir hendi eru í ferðaþjó- nustunni. „Við stefnum að því í fram- tíðinni að reyna að stækka þessa einingu,” segir Ágúst. ® 455 5300 1 B KB BANKI -krafturtil þín! Kodak Pictures Flísar - flotgólf múrviðgerðarefni BÓKABÚÐ AÐALSTEINN J. BRYNJABS MARÍUSSON KADPANQSTOBQI1 • 660 SAUDÁRKRÓKHR • SlMI 463 6960 • PAX 463 6661 Sími: 453 5591 • 853 0391 • 893 0391

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.