Feykir


Feykir - 27.04.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 27.04.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 16/2005 Svenni og Gaui spurðir út í fótboltann_ „Farið í hvern leik til að sigra" Það styttist í að keppnis- tímabil knattspyrnu- manna hefjist fyrir alvöru. Lið Tindastóls spilar líkt og síðustu sumur í 2. deild íslands- mótsins en liðið lenti í fallslag á síðustu leiktíð en bjargaði sér með frábærum endaspretti. Sveinbjörn Jón Ásgrímsson og Guðjón Jóhannesson þjálfa Stólana í sunrar en þeir Svenni og Gaui tóku við liðinu urn mitt síðasta tímabil. Feylcir lagði nokkrar spurningar fyrir þá félaga en lið Tindastóls hefur nú effir árarnót tekið þátt í I’owerade-mótinu og Deildar- bikar KSl og hafa því þegar spilað á annan tug leikja á árinu. - Hverju breyta allir þessir leikir sem spilaðir eru áður en hið eiginlcga keppnis- tímabil hefst? „ Þetta eru einu skiptin sem við komust á fótboltavöll í fullri stærð frá september og frarn í maí. Þar rneð segir það sig sjálft að þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta gefur okkur kost á að nota nánast eingöngu heimamenn í þessa leiki. Þar með öðlast þeir dýrmæta reynslu. Við búum við það að flestir okkar eldri leikmenn eru ekki á staðnum á þessum tírna. Við erum með mikið af ungum og efnilegum strákum sem fá að spreyta sig og hafa staðið sig með stakri prýði í vetur. Til gamans nrá geta þess að yngsti leikmaðurinn í liði okkar núna eraðeins 15 ára.” - Eru þjálfararnir sáttir við gang mála á Powerade- mótinu og leikina í Deildarbikarnum? „Á heildina litið verðunr við að svara því að við séum nokkuð sáttir við það senr af er. Hins vegar höfum við gert kröfu á strákana að vinna hvern einasta leik sem við förum í og það hefur ekki gengið alveg eftir eins og þið hafið verið duglegir að benda á. Við teljum að sá hópur sem við höfum í höndunum núna eiga að geta bætt sig mikið bæði í surnar og lengri ffamtíð. Það kostar alltaf helling að verða bestir og við erum að blæða núna. Sjáum hvernig Islandsmótið fer.” - Eru einhverjar fréttir af leikmannamálum? „ Við misstum marga stráka frá því í fyrra, Þorsteinn Vigfusson, Kristinn T Björgvinsson og Kristmar G. Björnsson eru líklega hættir Halldór (Donni) Sigurðsson, fór í Víking, Elías Ingi Árnason fór í stórlið í Reykjavík, Ágúst Ingi Ágústsson fór í stórlið í Grenivík og Hafþór Atli Rúnarsson fór í stórlið á Egilsstöðum. Það senr við höfum fengið er fyrst og fremst stórefnilegir drengir úr yngri flokkum félagsins og Þorsteinn Gestsson hefur ákveðið að snúa heim á leið eftir að hafa verið á slóðum Leifs heppna sem sumir kenna við Kristófer Kólumbus. Svo er kannski einn júkki á leiðinni.” - Hver er stefnan fyrir sumarið? „ Stefnan er eins og áður segir að fara í hvern leik til að vinna og þetta lið getur unnið alla andstæðinga sína í þessari deild með réttu hugarfari og miklum vilja til að leggja sig fram. Hins vegar getum við tapað fyrir öllum andstæðingum ef þetta er ekki í iagi. Krafan frá okkur þjálfurunum er að sækja fleiri stig í ár en á síðasta ári. Ef það gengur eftir þá er allt á áætlun.” - Hverjir taka enska bikarinn? „ Arsenal að sjálfsögðu.” Á hliðarlínunni. Bókhald Bókhaldsþjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök Tökum að okkur almennt bókhald, færslur, uppgjör, launaútreikninga, framtalsgerð, stjórnun verkefna og framkvæmdastjórn fyrir rekstaraðila Góð þjónusta fagfólks á sanngjörnu verði Hafðu samband Leiðbeiningamiðstöðin Aðalgötu 21 > Sími 455 7100 > Fax: 455 7101 Þrir efstu i Stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar. Frá vinstri: Kristinn Björgvin Árdal sem varð þriðji, þá Davíð Þorsteinsson sem varð annar og loks sigurvegarinn Dagur Torfason. Um 500 manns sottu FN V heim sumardaginn fyrsta Dagur sigraði Stærðfræðikeppnina FNV-dagurinn var haldinn hátíðlegur á sumardag- inn fyrsta og var frábær mæting í skólann. Ekki þykir óvarlegt að áætla að um 500 gestir hafi sótt dagskrá skólans og þegið kaffiveitingar. Boðið varupp á kynningu á Fjölbrautaskólanum, sýnin- gar á stuttmyndum nemenda og tónlistarflutning nemenda úr Tónlistarskóla Skagafjarðar. Leikfélag Sauðárkróks sýndi atriði úr leikritinu Þrek og tár og nemendur FNV sungu lög úr söngleiknum Thriller. I bólcnámshúsi skólans fór fram kynning á námsfram- boði skólans auk kynningar á vegum Námsgagnastofnunar á efiii til stærðfræðikennslu í grunnskólum. Skátafélagið Eilífsbúar stóð fyrir keppni í kassaklifri við íþróttahúsið. I verknámshúsi skólans vor sýnd- ir munir nemenda í verknáms- deildum skólans og nemenda úr 9. og 10. bekk Árskóla sem sækja verklega kennslu í FNV. Þá voru sumarhús, sem nem- endur í húsasmíði hafa byggt, opin almenningi. Þá settu Bif- hjólamenn af Norðurlandi svip sinn á daginn. ÚrslitStærð- fræðikeppninnar Keppt var úrslitum í hinni árle- gu Stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar grunnskóla á Norður- landi vestra á FNV-deginum, en keppnin var nú haldin í átt- unda sinn. Sigurvegari í þetta skiptið var Dagur Torfason úr Varmahlíðarskóla en í öðru sæti varð Davíð Þorsteinsson og Kristinn Björg\án Árdal varð í þriðja sæti, en þeir koma báðir úr Árskóla á Sauðárkróki. Myndlistarsýning Þórhalls Filippussonar Þrjátíu og sex verk Þórhallur við málverk af huldufóki i Hegranesinu, til sýnis í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Myndlistarmaðurinn og flugkappinn Þórhallur Fili- pusson (74) hefur opnað sýningu á verkum sínurn í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þórhallur stundaði nám við Handíða- og myndlistaskóla Islands 1949-1950. Jafnframt myndlistinni stundaði hann verslunarrekstur og kenndi svifflug. Þórhallur flutti til Sauðárkróks árið 1981 oghe- frir haldið fjöhnargar sýnin- gar á verkum sínum víða um land. Þrjátíu og sex verk eru á sýriingunni í Safnaúsinu sem stendur til 1. maí

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.