Feykir - 11.05.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 18/2005
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS í viðtali við Feyki
Veltan aukist um 4
milljarða á 7 árum
Kaupfélag Skagfirðinga hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum á sama
tíma og önnur kaupfélög hafa hætt starfsemi eða dregið verulega úr
starfsemi sinni. Áætluð velta þessa árs hjá KS er 9 milljarðar en þá hefur
veltan aukist um 4 milljarða frá árinu 1998 og er fyrirtækið þá orðið það
stærsta í Norðvesturkjördæmi. Á aðalfundi á dögunum var tilkynnt
besta afkoma félagsins frá upphafi. Ritstjóri Feykis settist niður með
Þórólfi Gísasyni, kaupfélagsstjóra KS.
- Það hefur vakið athygli
aðila í viðskiptalífun að KS
hefur styrkt sig og vaxið
jafnt og þétt á undanförnum
árum á meðan rekstur
annarra kaupfélaga hefur átt
í vök að verjast og víða verið
hætt. Hver er ástæðan?
„Við höfum unnið markvisst
að því á síðustu árum að efla og
styrkja rekstur fyrirtækisins,”
segir Þórlólfur. “Áhersla hefur
verið lögð á að bæta rekstur
þeirrar starfsemi sem félagið
byggir á frá fyrri tíð sem er
úrvinnsla landbúnaðarafurða
og verslun í héraði. En það
sem skiptir mestu í þessurn
efnum er nrikil aukning í
sjávarútvegsstarfsemi félags-
ins. Hyrir áratug kom 10% af
veltu KS úr sjávarútvegi en
áætlað er að þetta hlutfall fari
yfir 50% á þessu ári.
Önnur starfsemi hefur
einnig vaxið á sarna tíma. Það
var meðvituð ákvörðun og
stefna fyrirtækisins að fjárfesta
og vaxa verulega í sjávarútvegi
þrátt fyrir að sjávarútvegurinn
hafi ekki spilað lykilhlutverk
í atvinnulífi hér í gegnum
tíðina. Við lítunr á að vöxtur
í sjávarútvegi hafi verið
raunhæfasti möguleikinn til
að auka starfsemi félagsins í
héraði. Eftir að þessi stefna var
mörkuðhefurfyrirtækiðmeðal
annars keypt Hraðfrystihúsið
á Hofsósi, Hraðfr>'stihús
Grundarfjarðar, tvo togara frá
Keflavík, frystitogarann Sjóla
(Málmey), Hraðfrystihúsið
Skjöld og togarann Drangey
í eigu Skjaldar, togarann
Sölva Bjarnason frá Bíldudal
og Skagstrending hf. á
Skagaströnd.
í dag er sjávarútegur
félagsins allur reikinn undir
merkjum FISK-Seafood,
sem er með starfsemi á
Sauðárkróki, Skagaströnd
og Grundarfirði og gerir
félagið út 3 frystitogara og 2
ísfisktogara. Ársafli síðasta
árs var urn 25.000 tonn af
bolfiski.
Á sama tíma og þessari
stefnu í sjávarútvegi hefur verið
fylgt eftir hefur
félagið fjárfest fyrir
unt einn milljarð
í úrvinnslu- og
framleiðsluein-
ingum landbún-
aðarins. Má þar
nefna endur-
byggingu og
tæknivæðingu slát-
urhússins þar sent
slátrun hefur vaxið
mikið á síðustu
árurn, stækkun
og tæknivæðingu
mjólkursamlags-
ins samhliða aðstoð við
bændur við aukningu
mjólkurkvóta í héraði
sem skilað hefur yfir 30%
aukningu í framleiðslurétti á
tímabilinu, byggingu nýrrar
fóðurblöndunarverksmiðju
í Vallhólnri og kaupurn
á fóðurblöndunarstöð á
Gránumóum.
Einnig hefur flutninga-
starfsemi aukist verulega á
síðustu árum með sameiningu
flutningafyrirtækja á Sauðár-
króki og síðan með kaupum
Vörumiðlunar á Húnaleið á
Skagaströnd og Tvistinum
á Blönduósi og santeiningu
félaganna. Er nú svo komið
að fyrirtækið er þriðja stærsta
landflutningafyrirtækið í land-
inu nteð um 30 flutningabíla
og flutningatæki í notkun.”
- Þú talaðir um á aðalfundi
að fyrirtækið væri reiðubúið
fyrir stærri verkefni. Til
hvaða verkefna ert þú að
vísa?
„Þar á ég við verkefni sem
byrjað var að
undirbúa fyrir
nokkrum árunt
sem er nýting
virkjunarmögu-
leika í fallvötnum
Skagafjarðar.
Kaupfélagið og
sveitarfélögin í
Skagafirði tóku
höndum saman
með stjórnvöldum
um stofnun
Héraðsvatna sem
eru að hálfú í eigu
ríkisins og að hálfu í eigu
heimaaðila í Skagafirði.”
- Á sama fundi sagðir
þú að þú teldir það svik
við skagfirska hagsmuni
að láta Landsvirkjun
hafa virkjunarrétt við
Skatastaði og brýndir
sveitarstjórnamenn að
standa gegn öllum áformum
um að Landsvirkjun næði
hér virkjunarrétti.
„Ég stend fullkomlega við
það sem ég sagði
á aðalfundinum,
en þar sagði
ég orðrétt,
„það flokkast
undir tilræði
við framtíðar-
hagsmuni Skag-
firðinga að
veita öðrum en
heimaaðilum
virkjunarrétt
fallvatna í Skaga-
firði. Þeim
ráðamönnum
hér, sem dettur
í hug að stuðla að því að
virkjunarréttur verði færður
til Reykjavíkurborgar og
Akureyrarbæjar ber þegar að
segja af sér trúnaðarstörfum
fyrir Skagfirðinga. Ég vona að
enginn sveitastjórnarmaður
leggist svo lágt að sitja á
svikráðunt varðandi þessi
mál.
Það er mín bjargfasta trú
að forræði þessa máls sé best
kornið í höndum heimaaðila,
hvenær svo sem kemur að
ákvarðanatöku varðandi
nýtingu þessarar auðlindar.
Það vekur furðu mína ef
einhver sveitarstjórnarmaður
tekur þetta til sín. Ég hef gert
þessi mál að umræðuefni á
síðustu aðalfundum Kaup-
félags Skagfirðinga enda
er hér um að ræða eitt af
grundvallaratriðum varðandi
búsetuskilyrði í Skagafirði
og þ.a.l. samkeppnishæfni
héraðsins til framtíðar”.
- Hér er um milljarðaverk-
efni að ræða. Ertu með
þessu að segja
að Kaupfélag
Skagfirðinga
hafi burði til
þess að taka
þátt í verkefni
af þessari
stærðargráðu?
„Já, ég tel KS eiga
fullt erindi í að
vera þátttakandi
í Ijarfestingu af
þessari stærðar-
gráðu. En fram-
tíðarsýn mín
persónulega varðandi þessi
rnál er að einstaklingum og
fyrirtækjum í Skagafirði gefist
kostur á að vera hluthafar í
uppbyggingu raforkuvera í
„Það varmeðvit-
uð ákvörðun og
stefna fyrirtækis-
ins að fjárfesta
og vaxa verulega
í sjávarútvegi
þráttfyrirað
sjávarútvegurinn
hafi ekki spilað
lykilhlutverk í
atvinnulífi hér í
gegnum tíðina."
„Éggetekki
neitað því að
ég hefverulegar
áhyggjur af því
að eiginfjárstaða
sveitarfélagsins
Skagafjarðar
rýrnarmilli
áranna 2002 og
2003 um 200
milljónir."