Feykir - 11.05.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 18/2005
Samið um leigu á Víðidalsá
Tímamótasamningur
Björn Magnússon formaður Veiöifélags Víðidalsár og Stefán Sigurösson sölustjóri
innanlands hjá Lax-á ehf. handsala 52 milljón króna samning milli H&S ísland ehf. og
veiðifélagsins um leigu á Vididalsá frá og meö næsta ári. Síðari hluti fréttaskýringar
um laxveiðiár I Húnavatnssýslum birtist i næsta tölublaði Feykis.
Sauðárkrókur
Tengill í tölvugeirann
Um síðustu áramót sam-
einuðu Tengill og Rafsjá
krafta sína.
Nú er unnið að því að öll
starfsemi verði flutt í hús-
næði Tengils að Aðalgötu 24
á Sauðárkróki en þar standa
yfir umtalsverðar breytingar á
húsnæði.
Auk þjónustu á sviði ra-
feindavirkjunar bætist nú við
þjónusta og viðgerðir á töl-
vum og tölvubúnaði, en slík
þjónusta hefur ekki verið fyrir
hendi á Sauðárkróki síðustu
misserin.
Einnig hefur Tengill ráðið
til sín starfsmann í raflag-
nahönnun. Starfsmenn Teng-
ils eru nú 15 talsins en verkef-
nastaða fyrirtækisins er góð og
ágætar horfur fyrir sumarið.
Leidari
Ég berst á fáki fráum
Það verður aldeilis tilkomumikil sjón á veginum frá
Varmahlíð að Sauðárkróki að kveldi 16. júní. Fimm
hundruð mótorhjól í halarófu með öllu er því tilheyrir.
Hávaðinn hlýtur að verða talsverður og líklega vissara að
vera ekki á hestbaki í nágrenninu þetta sumarkvöld. Ég
minnist þess að eitt sinn mættum við Skjóna mín einum
vélhjólamanni dálítið óvænt. Ég hélt að það yrði mitt siðasta
og sennilega hryssan líka.
Þess vegna er sennilega vissara að vera ekki á baki og jafnvel
að hafa hross og annan fénað Ijarri umræddum vegi þetta
kvöld. Hávaðinn jafnast á við flugeldasýningu að sögn
þeirra sem skipuleggja mótið.
Ánii Gunnarsson
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Útgefandi:
Feykir hf
Skrifstofa:
Aðalgötu 21,
Sauðárkróki
Blaðstjórn:
Árni Gunnarsson, Áskell
Heiðar Ásgeirsson,
Guðbrandur Þorkell
Guðbrandsson, Herdís
Sæmundardóttir og Jón
Hjartarson.
Ritstjóri &
ábyrgðarmaður:
Árni Gunnarsson
arnig@krokur.is
Simi 455 7100
Blaðamenn:
ÓliArnar Brynjarsson
PéturIngi Björnsson
feykir@krokur.is
Sími 453 6001
Póstfang Feykis:
Box 4,550 Sauðárkrókur
Askriftarverð:
210 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
250 krónur með vsk.
Setning og umbrot:
Hinirsömu sf.
Prentun:
Nýprentehf
Sungið aflífi og sál á kóramóti á Löngumýri.
Kóramót á Löngumýri__________________________
„Þegar ég heyri söng,
þá man ég eftir þér"
„Söngurinn er ein mesta gleðin í lífinu og hann
sameinar og tengir okkur sérstökum böndum,"
sagði Gróa Hreinsdóttir, tónlistarstjóri og kórstjóri á
kóramóti á Löngumýri laugardaginn 7. maí.
Kóramótið stóð allan dag- vatns- og Skagafjarðarpró-
inn og í lok dags var boðið til fastsdæmi stóðu fyrir nám-
tónleika. Prófastarnir í Húna- skeiðinu og til þess var boðið
barna- og æskulýðskórum á
svæðinu. Auk þess voru þar
nokkur ungmenni úr kór Gróu
í Kópavogi.
Efnisskráin var tvíþætt;
annars vegar trúarleg lög frá
ýmsum löndum og hins vegar
veraldleg. Söngurinn varþrótt-
mikill og glaðlegur og athygli
vakti að eftir svo stuttan tíma,
söng hópurinn þríraddað. Þar-
na eru efnisbörn á ferð, eins og
við vitum reyndar, sem heyrt
höfum söng þeirra í kirkju-
num .
Þökk sé þeim kórstjórum,
sem komu með kórana sína til
þessa móts og Gróu, sem un-
dir eins var reiðubúin að taka
verkefnið að sér.
Nú eru allir komnir til síns
heima og til nýrra verkefna,
en þegar við heyrum söng, þá
vaknar minningin um þenn-
an góða hóp, sem kom saman
þennan dag á Löngumýri.
Dalla Þórðardóttir
Ræðuklúbbur Sauðárkróks
íbúasamtök mikilvæg
Það var glimrandi mæting á fun Ræðuklúbbsins.
Síðastliðið mánudags-
kvöld stóð Ræðuklúb-
bur Sauðárkróks fyrir
fundi á Kaffi Krók þar
sem rætt var um hvort
það þyrfti íbúasamtök á
Sauðárkróki. Framsögu-
maður var Snorri Björn
Sigurðsson, fyrrverandi
bæjarstóri á Sauðárkróki
og sveitarstjóri Sveitar-
félagsins Skagafjarðar.
Feykir setti sig í sam-
band við Árna Ragnars-
son og innti hann eftir
því hvernig til tókst.
„Vel! Gott framsöguerindi hjá
Snorra Birni og rnargir tóku
til máls þannig að skemmti-
legar umræður urðu. Hann
taldi það mikilvægt að íbúar á
Sauðárkróki tækju til hendinni,
ekki síst í sveitarstjórnarmálum
- og helst fljótt - því nú drægi
að sveitarstjórnarkosningum."
- Hvers vegna var um-
ræðuefnið hvort það þurfi
íbúasamtök á Sauðárkróki?
„Ræðuklúbbur Sauðárkróks
var stofnaður 1894 til þess að
ræða mál Sauðárkróks. Á
fundum Ræðuklúbbsins voru
önnur framfaramál rædd en
þau sem sveitarstjórn hafði á
sinni könnu og eftir að klúb-
burinn hóf starf að nýju fýrir
síðustu aldamót gekkst hann
fyrir ýmsum list\riðburðum og
málþingum.
Á síðustu árum hefur
margt breyst. Hér eru nú nátt-
-úru- og fornleifastofnanir sem
gangast fyrir kvöldfundum um
áhugaverð mál, tónlistarfélag
hefur starfað af miklum krafti
og eftir sameiningu sveitarfél-
aganna hefúr það viðhorf verið
vinsælt að Krókurinn gleypi
allt, líka peningana. Spurning
er hvernig Ræðuklúbburinn á
að starfa og hvort einhver þörf
er fyrir hann og svarið er svona
að koma í ljós, að þó sveitar-
félög sameinist er mikilvægt
að hver byggð ræki menningu
sína, sögu og sjálfsmynd og
haldi fram hagsmunum sínum.
Að rnínu viti er Ræðuklúbbur-
inn því kominn aftur í gamla
farið...”
- Hver var helsta niðurstaða
fundarins?
„Að íbúasamtök væru
mikilvæg fyrir Sauðárkrók,
ekki til að efna til ófriðar hel-
dur til þess að ræða framfara-
og hagsmunamál og koma
þeirn á framfæri, efna þyrfti
til funda um hagsmunamál
Sauðárkróks, hvetja til opinn-
ar umræðu urn sveitarstjórn-
armál og virkja íbúa til starfs
og umræðu, að Sauðárkrókur
væri aflstöð Skagafjarðar sem
þ}Tfti viðeigndi athygli og at-
beina sveitarstjórnar.”
- Er eitthvað í deiglunni hjá
Ræðuklúbbi Sauðárkróks?
„Hann mun gangast fyrir
opnum fundum, reyna að fá
fleiri félaga til starfs og skipta
um stjórn á aðalfundi í haust.
Stjórnin sem nú situr á að
mörgu leyti erfitt með að taka
upp mál sem varða sveitar-
félagið því stjórnarmenn eru
starfstengdir því góða félagi.
Kannski getur Ræðuklúbbur-
inn unnið eins og íbúasamtök
ef félögum fjölgar og áhuga-
samir einstaklingar fást í stjórn.
Á fundinum kom franr áhugi á
umræðum um menningarhús,
skipulags- og umhverfismál,
atvinnumál og á íbúaþingum.
Að auki var það talinn álits-
hnekkir fyrir sveitarstjórn að
hafa hætt að útvarpa frá sveit-
arstjórnarfundum og líklegt að
Ræðuklúbburinn taki það mál
upp í Ráðhúsinu.”