Feykir - 11.05.2005, Blaðsíða 6
6 Feytdr 18/2005
yy\
BÚSTA&UK
FASTEIG NASALA
Á LANDSBYGGÐINNI
sími 545 4100 www.bustadur.is
Sýnishorn úr söluskrá:
Sauðárkrókur:
Til sölu við Skógargötu er einbýlishús,
hæð og kjallari alls 83,6. Endurnýj-
að þak, gluggar, hitakerfi ofl. Laust
fljótlega. Nánari upplýsingar veitir
fasteignasalan.
Starfsmenn og þjónustufulltrúar
Jón Sigfús Sigurjónsson
lögg. fasteignasali, Reykjavík, 893-3003
Jóhanna Halldórsdóttir, sölustjári, Reykjavík, 868-4112
Magnea Guðmundsdóttir, Reykjavik, 897-0204
Védís E. Torfadóttir, Sauðárkróki, 867-5019
Kristján Guðmundsson, Grundarfirði, 896-3867
Jóhannes Erlendsson, Hvammstanga, 894-0960
Kristján Runólfsson, Hveragerði, 897-7822
Fagmennska eykur öryggi I fasteignavidskiptum
Varmahlíð:
Höfum í einkasölu fasteignina Lund, sem
er einbýlishús, tvær hæðir og ris, alls
298 m2 auk geymslu/iðnaðhúsnæðis,
um180m2. Gróin og skjólgóð lóð sun-
nan við húsið með háum trjám. Nánari
upplýsingar veitir fasteignasalan.
Til seljenda:
Skoðun, verðmat, gagnaöflun, skjalagerð ofl. er innifalið
í söluþóknun. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar
okkur eignir á söluskrá.
Til kaupenda:
Gerið kröfur um þjónustu löggilts fasteignasala við
fasteignaviðskipti ykkar.
Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar - fyrri hluti_
Hólaskóli - stór-
iðja Skagafjarðar
Á liðnum vetri voru fluttir á Rás 1 tveir útvarpsþættir
í umsjá Karls Eskils Pálssonar,fréttamanns,þar sem
fjallað var um nám í Hólaskóla - Háskólanum á Hólum,
á mjög greinargóðan hátt. Þættirnir báru heitið
Hólaskóli - stóriðja Skagafjarðar. í Hólaskóla er sem
kunnugt er boðið upp á nám á þrem brautum: ferðam
álabraut,fiskeldisbraut, og hrossabraut.
Á hverri braut er nú boðið viðskiptafræði, rekstri og hvers
upp á 1 -3 ára nám á háskólastigi kyns tæknibúnaði við fiskeldið.
sem veitir ýmis réttindi.
þáttunum var
rætt við kennara
og nemendur
hverrar deildar
fyrir sig. Athygli
vakti hve margir
nemendur báru
skólanum og
náminu vel sög-
una og töldu það
hafa opnað þeim
nýjan hcim á sínu
fræðasviði. Guð-
rún Þóra Gunnarsdóttir.deilda
rstjóri ferðamálabrautar.gat
þess að lögð væri áhersla á að
byggja upp ferðaþjónusfu-
rekstur í dreifbýli með nátt-
úruna og umhverfið að
leiðarljósi. Menningartengd
ferðaþjónusta hefur farið
vaxandi. Hún býður upp á
ýmis sóknarfæri hér í Skagafirði
sem er ríkur af sögustöð-
um.nánast h\'ar sem farið er.
Þá var nefnt hugtakið
matartengd ferðaþjónusta,tilra
unaverkefni á vegum skólans
sem Lauféy Haraldsdóttir veitir
forstöðu. Ýmsir ferðamenn
sækjasteftir að upplifa einhvers
konar staðbundna matar-
menningu. Verkefnið felst í því
að matarmenning í Skagafirði
verði gerð sýnilegri f\TÍr
ferðafölk t.d með því að
sérmerkja skagfirska rétti.
Sannarlega áhugavert verkeliii.
Hér við má bæta að nú nýverið
var gerður samningur milli
atvinnu- og ferðamálanefndar
Sveitarfél. Skagafjarðar og
ferðamáladeildar Hólaskóla
þess efnis að ferðamáladeildin
taki að sér umsjón með gerð
stefnumótunar f\TÍr ferða-
þjónustu í Skagafirði fyrir árin
2006-2010. Þar með er skólinn
orðinn virkur þátttakandi í
atvinnuuppbyggingu héraðsins
á sviði ferðaþjónustu.
Á fiskeldisbraut stendur yfir
mikil uppbygging að því er
fram kemur í viðtali við Helga
Thorarensen deildarstjóra.
Grunnur þess náms er nám í
fiskeldi.allt er lVTur að líffræði,
Mikil áhersla er lögð á verklega
hlið námsins, að
nemendur kom-
ist í bein kynni
við störf í
fiskeldisstöðv-
um. Verið er að
taka í notkun
stórt kennslu-
húsnæði á Sauð-
árkróki í gömlu
frystihúsi fyrir
verklega kennslu
sem Fiskiðjan
Skagfirðingur hefur látið
innrétta fyrir deildina. Er
kennslan hafin þar og aðstaða
öll hin besta.
Kaupfélag Skagfirðinga
sýnir stórhug með því að leggja
til þetta húsnæði fyrir fisk-
eldisnámið.
Á Hólum er sem kunnugt
er starfrækt bleikjueldi og þar
er einnig staðsett útibú frá
Veiðimálastofnun sem Bjarni
Jónsson veitir torstöðu.
Hrossarækt og hestamennska
er mjög vaxandi atvinnugrein í
landinu ekki síst hér í
Skagafirði. Kom fram í viðtali
við Víking Gunnarsson
deildarstjóra brautarinnar að
öll aðstaða til kennslu í þeirri
grein er orðin góð á Hólum
m.a. myndarleg reiðhöll.
I viðtali við Skúla Skúlason
rektorHólaskólaífyrrgreindum
þætti kom fram að í vetur
stunda 100 nemendur nám í
skólanum þar af um 40 í
íjarnámi. Flestir eru nemendur
á hrossabraut. Koma þeir frá
ýmsum löndum enda sam-
félagið á Hólum orðið
alþjóðlegt en skólinn hefur nú
þegar samstarf við erlenda
búnaðarháskóla bæði á
Norðurlöndum, Kanada og
víðar. Á liðnu hausti voru
teknar í notkun um 20 nýjar
nemendaíbúðir, aðrar 20 eru í
byggingu og verða væntanælega
tilbúnar með hausti enda stefnt
að því að tjölga nemendum
skólans verulega á næstu árum
að sögn rektors.
Ólafitr Þ. Hallgiimsson