Feykir - 29.06.2005, Qupperneq 4
4 Feykir 25/2005
Kynnisför starfmanna skólanna austan Héraðsvatna
Norskir skólar
Hér er allur hópurinn staddur uppi við Stalheim þaðan sem útsýnið er óviðjafnaniegt.
Dagana 3.-10. júní sl. hélt starfsfólk austanvatna
skólanna fjögurra: Sólgarðaskóla, Grunnskólans í
Hofsósi, Grunnskólans á Hólum og Akraskóla í náms-
ferð til Noregs. Markmið ferðarinnar var að skoða
nokkra fámenna samkennsluskóla í Voss, fræðast um
norskt skólakerfi og ekki síst að kynnast og koma á
persónulegum tengslum við skólafólk á svæðinu.
Þessir sömu skólar, auk
Steinsstaðaskóla sem þá var
enn starfræktur, fóru saman í
námsferð til Skotlands árið
2001 og hafa síðan átt nreð sér
formlegtsamstarfum námskeið
og endurmenntun starfsfólks.
Noregsferðin var farin nteð
styrk frá viðkonrandi stéttar-
félögum, Sveitarfélaginu
Skagafirði og Akrahreppi og
kunnum við þeim bestu þakkir
fyrir liðveisluna.
Hópurinn var 20 inanns og
taldi bæði matráða, skólaliða
og kennara skólanna, auk eins
ómissandi harmonikuspilara
og Þóru Bjarkar á Skóla-
skrifstofunni sem var fararstjóri
hópsins. Eftir góða daga í
Bergen þar sem menn fóru í
skoðunarferðir af ýmsu tagi,
horfðu á rómaða sýningu á
Pétri Gaut, hlýddu á venjulega
norska messu og frumflutning
á jazzntessu og kíktu aðeins í
búðir svo eitthvað sé talið, var
haldið til Voss. Voss er 14.000
manna sveitarfélag norðaustan
við Bergen. I sveitarfélaginu
eru 17 skólar af ýmsum
stærðum. Við skoðuðum 4
þeirra auk þess sem við hlýdd-
um á fýrirlestra um sveitar-
félagið, um norskt menntakerfi
og um mat á skólastarfi. Þessi
tegund skólamats, sem er
eiginlega blanda ytra og innra
mats oger ákaflega athyglisverð,
er í notkun á svæðinu kringum
Harðangursfjörðinn og hafa 8
sveitarfélög á svæðinu með sér
samstarf um matið.
Skólarnirsemviðskoðuðum
áttu það allir sammerkt að vera
fámennir, eða með nemenda-
fjölda frá 25 nemendum upp í
125 nemendur og í öllum
skólunum var árgöngum kennt
saman að einhverju eða öllu
leyti.
Sá minnsti sem taldi 25
nemendur í 1.-7. bekk heitir
Rongen og er í litla bænum
Bólstaðareyri. Lítill skóli, lilý-
legur, lieimilislegur og snyrti-
legur. Yngri deild skólans er
heima á miðvikudögum. Það
má segja að þessi skóli sé hjarta
sinnar byggðar og hann á hlut í
flestu sem frarn fer í byggð-
arlaginu. Skólinn hefur gott
samband við eldri kynslóðina í
nágrenninu og býður henni
gjarnan í heimsókn og var
síðasta ár með í gangi svokallað
“kaffihúsaverkefni” eða Skule-
kafeen. I náminu er mikil
áhersla lögð á nýtingu um-
hverfisins sem kennslustaðar
auk þess sem afmörkuð,
þematengd verkefni eru mikið
notuð og þykja vel til þess fallin
að stuðla einmitt að því sem
Rongen Skule leggur svo mikla
áherslu á, þ.e. samstarfið við
eldri borgara, heimilið og aðra
samfélagsþegna héraðsins.
Stutt frá, í bæ sent heitir
Evanger og hefur 400 íbúa er
Evanger barne- og ungdoms-
skule. Hann er með 75
nemendur í 1.-10. bekk og
tekur við nemendum frá
Rongen í 8. bekk. Þetta var
athyglisverður skóli sem tekur
þátt í þróunarvinnu nieð
leiðsögn frá Högskulen í Sogn
og Fjordene og hefur fengið til
þess styrki síðustu t\'ö árin.
Vinnan snýst unt breytta
kennsluhætti, innri skipu-
lagningu og tölvuvæðingu með
hjálp breiðbands. Það er t.d.
stefna skólans að ekki sé
sérstakt tölvuver í skólanum
heldur séu allar tölvur staðsettar
í skólastofum og þá á skólinn
fartölvusett sem allir geta nýtt
sér. Þarna sáum við ýmislegt
athyglisvert, t.d. vel útfærðar
vinnuáætlanir nemenda og
skemmtilega hópavinnu eldri
nemenda þar sem þeir nýttu
tölvur og skjávarpa markvisst.
Þá skoðuðum við Sundve skóla
en hann telur 125 nemendur
og er safnskóli á unglingastigi
fyrir 3 aðra skóla. Leikskóli
svæðisins er á skólalóðinni og
er skrifstofa skólans og
leikskólans sameiginleg. Til
stendur að stjórnandi skólans
verði einnig stjórnandi
leikskólans en þá þróun sáum
við víðar, t.d. í Oppheim skule.
Það vakti athygli okkar að
kennara- og
stjórnendaaðstaðan var mjög
glæsileg en það sarna var ekki
að segja um innra starf skólans
sem okkur virtist frekar
skipulagslaust og ómarkvisst,
það var t.d. frekar erfitt að fá
upplýsingar unt einstakar
hliðar starfsins eins og t.d.
sérkennslu og starfsáætlanir.
Húsnæði skólans var gott en
umgengni ekki hin besta og
skólabragurinn virtist einkenn-
ast dálítið af hirðuleysi.
Fjórði skólinn var Oppheim
skuie sem er fýrir 1 .-7. bekk og
hefur45 nemendur. Skólanum
tilheyrir annar skóli, Jordal
skule, sem aðeins hefur 4
nemendur og dvelja þeir í
Oppheim skule á hálfsmán-
aðarfresti svona upp á félags-
lega aðlögun að gera. Þessi
skólabygging var mjög “opin”
og skemmtilega innréttuð með
snjöllum lausnum, t.d. leiksviði
sem fellt var niður í gólfið þegar
ekki þurfti að nota það. Mesta
hrifningu vakti þó útisvæðið
með klifurvegg, kofa með
kamínu, skíðastökksrennu og
á sem rann við lóðarmörkin.
Þessi skóli notar umhverfið
mjög mikið við kennsluna,
bæði skóginn, ána og
stöðuvatnið. Útiskóli fyir 1.-4.
bekk er 1 sinni í viku og er þá
dvalið í skóginum rétt hjá
skólanum við ýrnis störf. Það
er eftirtektarvert að veðrið er
ekki látið stöðva útiskólann
eða útiveru yfirleitt; nemendur
fara út jafnt í góðu veðri,
snjókontu, hellirigningu sem
miklu frosti. Hjá eldri
nemendum er útiskólinn meira
þematengdur og læra t.d. allir
nemendur að róa bát, leggja
net og gera að afla. Innanhúss
vakti eftirtekt einstaklega góður
starfsandi, góðar vinnuáætlanir
nemenda og skemmtileg
svæðavinna sem skólinn er að
þróa.
í Voss fórum við í frábæra
skoðunarferð um svæðið,
meðal annars upp að staðnum
Stalheim þaðan sem útsýnið er
ægifagurt og alveg inn að
Gudvangen þangað sem einn
inníjörður Sognsfjarðarins
teygirsig. Þáhélduheimamenn
okkur menningarkvöld með
sameiginlegu borðhaldi,
tónlist, söng og upplestri. M.a.
spiluðu nokkur börn á
Harðangursfiðlur auk
hefðbundinna fiðla.
Unr gildi svona námsferða
til útlanda má eflaust lengi deila
og þykir sjálfsagt einhverjum
langt til seilst. Þessi ferð okkar
var mjög góð, ekki síst fýrir
pottþétt skipulag af hálfu
heimamanna og einstaklega
góðar viðtökur og gestrisni í
skólunum. Við vorum þarna
að sjá svipaða skólagerð og við
höfurn hér heima því norska
skólakerfið er ekki svo frá-
brugðið því íslenska. Skólarnir
sem við heimsóttum voru
svipaðir okkar skólum að stærð
og gerð og jók það mjög gildi
heimsóknanna. Þar var
allsstaðar samkennsla árganga
og forvitnilegt að sjá hvernig
hún er útfærð þar. Við sáurn
rnjög skemmtilega hluti í
sambandi við einstaklings-
rniðað nám, einstaklingsmat,
sjálfsmat nemenda, sjálfstætt
nám nemenda, frábært
samstarf foreldra og skóla og
nýtingu náttúru og umhverfis í
kennslu svo fátt eitt sé talið.
Þannig að hópurinn lærði
margt og við komum svo
sannarlega heim með margar
hugmyndir í farteskinu sem
við hyggjumst nýta okkur strax
næsta vetur í áframhaldandi
samstarfi þessarra fjögurra
skóla.
Fyrir áhugasama rná þess
geta að ítarleg skýrsla um
ferðina verður fý'rirliggjandi í
öllum skólunum 4 og einnig á
vef Skólaskrifstofunnar undir
Tenglar.
Fyrir hönd Noregsfara,
Sara R. Valdimarsdóttir,
Akraskóla.
i góðu yfirlæti.