Feykir


Feykir - 29.06.2005, Page 6

Feykir - 29.06.2005, Page 6
6 Feykir 25/2005 ffómsætt&gott ® híásJónúVW 1 ® Feykir hefiir fengið Jón Daníel á Kaffi Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifendur setji upp kokkhúfuna og reyni sig við uppskriftir Jóns. Frá markaðsdegi í Varmahlið. Markadsdagur í Varmahlíð______________ Allir gátu fundið eitt- hvað við sitt hæfi Að þessu sinni er ég með auðveldan fiskrétt fyrir grillið ásamt grilluðu grænmeti sem passar vel með fiskréttinum. Hráefnið ætti að vera hægt að nálgast í Skagfirðingabúð. Grillaður fiskur fyrir jjórci oggrillað grœnmeti Ýsa -1 kg. roð og beini Smurostur-ein dós, t.d. blaðlauks Sveppir, ca.6stk. Niðursneyddir Blaðlaukur, 1 stk í sneyðum (bara nota hvíta hlutann) Saltog pipar Álpappír Rífin er góð örk af álpappír, leggið fiskinn á álpappírinn og kryddið með salti og pipar. Næsta skref er að smyrja smurostinum yfir fiskinn og þá eru sveppa- og blaðlaukssneiðarnar lagðar ofan á og álpappírnum lokað. Grillað á heitu grilli í 10-12 mínútur. Borið fram með fersku salati, hrísgrjónum og ekki skemmir að hafa grillað grænmeti sem að saman- stendur af: 1 stk. Eggeldin 1 stk. Kúrbítur (zuccini) Hvítlauksolía og salt og pipar Skerið eggaldin og kúrbítinn í 2-3 sentimetra breiðar sneiðar og kryddið með salti og pipar. Látið standa í ca. hálfa klukkustund. Síðan er penslað með hvítlauksolíunni og grillað í u.þ.b. 2-3 mínútur á hvorri hlið. Síðan er trikkið að allt afgangsgrillað grænmeti má leggja í ólífuolíu og geyrna til síðari nota og rná þá hita með öðrum mat eða nota kalt í salat, Kveðja, Grilljón Hráefnið sem Jón Dan notar er hægtaðnálgastí Skagfirðingabúð. Markaðsdagur var haldinn í Upplýsinga- miðstöðinni í Varmahlíð þann 19. júní sl. Ýmislegt var í boði og má þar helst nefna markað þar sem í boði var ýmis konar handverk, fiðlu- og harmo- nikkuleikur, andlitsmálun og blöðrur fyrir börnin ásamt því að hægt var að skella sér á hestbak eða gefa öndunum. Þrátt fyrir óspennandi veður var fjölmenni á svæðinu þar sem einnig var verið að af- hjúpa minnisvarða um látna bifhjólamenn á sama tíma í tenglsum við 100 ára afmæli biflijólsins. Markaðsdagurinn tókst með eindæmum vel og ekki spillti fyrir tilboð hjá ýmsum fyrirtækjum í Varmahlíð. 13 ára og yngri fengu frítt í sund og í Kaupfélaginu var boðið upp á ís úr vél á tilboði. Allir aldurshópar gátu því fúndið eitthvað við sitt hæfi í og vonandi að enn fleiri sjái sér fært að mæta á næstu markaðs- daga en þeir verða haldinir 10. júlí, 21. ágúst og 18. sept., hvort heldur sem er með sölu eða uppákomum. Heimamenn jafnt sem ferðalangar eru hvattir til þess að kíkja við í Varmahlíð þessa daga og upplifa alvöru markaðsstemmningu. Kristín Una Sigurðardóttir skrifar Eru mínir peningar ekki jafn mikils virði? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að hafa orð fyrir þeim unglingum á aldrinum 16-18 ára sem fóru á dansleik með hljómsveitunum Von og Týrol sem haldinn var í Reiðhöllinni þann 18. júní s.l. Aldurstakmark inn á um- ræddan dansleik var 16 ár og var hann vel sóttur af ung- mennum allt þar uppúr sem og fullorðnum. Fyrir dansleikinn var sýndur rokksöngleikur en vegna aldurs átti undirrituð þess ekki kost að sjá hann, en aldurstakmark inn á hann var 18 ár. Vegna þessa brá mér heldur í brún þegar ég var rukkuð um 2500 krónur inn á dansleikinn, þar sem ég vissi að inná bæði rokksöngleikinn og dansleikinn kostaði miðinn einnig 2500 krónur. Glöggir menn átta sig fljótt á því að þarna er verið að mismuna fólki á grundvelli aldurs og er það tilefni þessara skrifa. Þar sem ég er ekki orðin 18 ára fékk ég ball fyrir mínar 2500 krónur en þeir sem orðnir eru 18 ára gátu fengið sama ball auk rokksöngleiks fýrir sínar 2500 krónur. Ég var nú ekki á þvi að sætta mig við þessa mismununun þegjandi og hljóðalaust og leitaði því svara hjá forsvarsmanni og aðstandanda sýningarinnar. Þar fékk ég þau svör að fólk vildi vera með glas í hönd á rokksöngleiknum og áfengi þvi selt þar, og þar af leiðandi 18 ára aldurstakmark á hann, en til að koma í veg fýrir vesen hafi verið ákveðið að hafa sama gjald inná bæði söngleikinn og dansleikinn. Það væri ekkert athugavert við þessa gjaldtöku, á hvaða grundvelli svo sem hún er sett upp á, ef ekki væri fýrir mismunandi aldurstakmörk, og er ég viss um að öllum unglingum á aldrinum 16-18 þætti lítið mál að leggja á sig það vesen sem komið var í veg fýrir með þessu svo ekki væri þeim mismunað svona. Dæmi hver fýrir sig, en ég er viss um að gróðinn af bæði áfengis- og miðasölu var í hámarki þetta kvöld og leyfi ég ntér að efast um vesenið sem hafi sparast á þessu f)TÍrkomulagi. Að minnsta kosti trúi ég að mínusinn á kortareikningum unga fólksins hafi verið stærri. Þó ég, ásamt svo mörgum öðmm ungmennum, hafi látið þetta yfir mig ganga í þetta sinn þá geri ég það ekki hljóðalaust og veit ég að margir hugsuðu það sama og ég gerði. Ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta aftur og vona að önnur ungmenni geri slíkt hið sarna. Að lokum vil ég þakka fýrir annars góða skemmtun. Þrátt fýrir þennan svarta blett á framkvæmd hennar þá skemmti ég mér ljómandi vel. Kristín Una Sigurðardóttir Þakka þérfyrirbréfið Niðurstnða okknr sem að Hei þúí stóðum var að hafa eitt verð jýrir baU ogskemmtun. Það varúkveðið 2500 krónur sem er verð ú aðgöngumiða á venjulegan dans- ieik. Vegna þess að leyfö var sala á áfengum bjór í andyri reiðhall- arinnar tii kl. 12 á miðnœtti var okkur ckki heimilt að selja yngri en 18 ára inn á söngleikinn. Þessar rcglur eru áki'eðnar aflöggjafanun. Þœreru óréttlátar í Ijósi þess að ekki cr aldurstakmark inn á íþróttaleiki ýmiskonar, landsmót hestamanna, útihátíðir ogfleiri viðburði þarsem seldir eru áfengir drykkir og engin aldurstakmörk meðal gesta. Þú hefur sagt skoðun þína og ég hvet þá sem setja lögogleikreglur til að hlusta á þín sjónarmið. Varð- andi bjórinn þá treysti ég mér jj'llilega til þess að hleypa inn á sýningu sem þessa ungu fólki og taka á b)rgð á þvi að þeim verði ekki seldur áfengur bjór. Hittfinnst mérjafn sjálfsagt að þcir sem hafa aldur til og rilja kaupa sér bjór á staðnum eigi þess kost. Ámi Gunnarsson > Ólafshússmótarööin í gotfi 06 á Sauöárkróki 30. júní > Fornleifarölt kl. 17.00 aö Hólum í Hjaltadal 1. JÚIÍ > Guðröður Jóhannesson opnar sýningu á teikninum og olíumálverkum á kaffihúsinu Við Árbakkann á Blönduósi > Landsbankamót Tindastóls fyrir 4. fl. stúlkna og drengja í knattspyrnu á Sauðárkróki > Opnun sýningar um strandmenningu í kaffihúsinu Kaffi Viðvík á Skagaströnd > Knattspyrna á Hofsósi. M.fl. karla, Neisti - Skallagrímur, kl. 20.00 > Steaknightá Kaffi Krók, kl 18-22 > Opnun kaffihúss í Hamarsbúð á Vatnsnesi og sýningar um strandmenningu. Kaffihúsið er opið til 31. júli > Opnun sýningar um Hólarannsóknina í Bláu stofu kl. 17.00 - Gengið til móts við Galdra-Loft kl. 22.00 á Hólum í Hjaltadal 2. júlí > Opna DHL mótið í golfi á Sauðárkróki > íslandsmót í Enduro-keppni í þolakstri, 3. og 4. umferð kl. 10-16 á Blönduósi > Gönguferð með Ferðafélagi Skagfirðinga. Gengið frá Hafragili á Laxárdal ytri að Hafragilsseli og Bjarnarvötnum > Knattspyrna á Blönduósi M.fl. karla - 3. deild, Hvöt — Afríka, kl. 14.00 > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Fornleifarölt á Hólum kl. 13.00 - Kaffi- hlaðborð á veitingastaðnum Undir Byrðunni frá kl. 18.00 3. júlí > Fjölskyldudagur á hestaleigunni, Lýtingsstööum í Skagafirði > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Helgistund i bænhúsinu að Gröf í Skagafirði kl.21.00. Boðið uppá kaffisopa og meðlæti undir kirkjuveggnum að athöfn lokinni. > Guðsþjónusta í Hóladómkirkju kl. 11.00. Tónleikar í Hóladómkirkju kl. 14.00 > Helgistund að Þingeyrum í Austur-Húna- vatnssýslu > Kirkjudagur í Húnaþingi vestra Allar kirkjur á svæðinu opnar gestum milli kl. 10 -18 4. júlí > Skotfélagið Ósmann með opinn skotvöll- inn, frá kl 18-21 við Sauðárkrók > Knattspyrna á Blönduósi. 2. fl. kvenna. Hvöt - Álftanes kl. 20:00 5. júlí > Fjallaskokk þvert yfir Vatnsnesfjallið í boði USVH:: Húnaþing vestra > Barnadagar á Hólum í Hjaltadal, dagskráin hefst kl. 15.00 6. júli > Ólafshússmótaröðin í golfi 07 á Sauðárkróki 6. - 7. júlí > Hérðasmót USAH í frjálsum íþróttum á Blönduósi söffn & sýningar Á NORDURLANDIVESTRA Glaumbær - opið alla daga frá 9-18 Minjahúsið á Sauðárkróki - opið alla daga frá 14-17 Víðimýrarkirkja - opið alla daga frá 9-18 Vesturfarasetrið - opið alla daga frá 11-18 Vatnalífssýningin á Hólum - opið alla daga frá 10-18 Samgönguminjasafn Skagafjarðar - opið aila daga 13-18 Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi - opið alla daga frá 10-17 Byggðasafnið á Reykjum - opið alla daga frá 10-18 upplysingar@skagafjordur.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.