Feykir


Feykir - 13.07.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 13.07.2005, Blaðsíða 3
27/2005 Feykir 3 Mælifellskirkja Fékk gefins mynd af grafletursspjaldi í tilefni af 80 ára afmæli Mælifellskirkju, sem minnst var með hátíðarmessu sunnudaginn 5. Júní, var kirkjunni færð að gjöf innrömmuð mynd af grafletursspjaldi prófastshjónanna á Mælifelli, sr. Ara Guðmundssonar og Ingunnar Magnúsdóttur, sem sátu staðinn 1662-1707. Grafletursspjald þetta hékk á vegg í Mælifellskirkju í hartnær tvær aldir, en algengt var að gera slík spjöld yfir heldri menn og láta hanga í þeim kirkjum sem þeir voru grafnir að. Á spjaldinu eru tveiraflangir afmarkaðir reitir með útskornum myndum og texta. í reitnum til vinstri eru mynd af Kristi upprisnum en neðst eftirfarandi texti: „Hér hvílir sá æruverðugi, mjög vel lærði, heiðarlegi guðs ástvin og prófastur Hegranessýslu síra AriGuðmundssonsóknarherra Mælifells og Reykja kirkna hvör farsællega burtsofnaði Anno 1707 þann 25. Julii.” í reitnum til hægri er efst mynd af Jóhannesi guð- spjallamanni, en neðst á myndinni skorin út orðin: „Hér hvílir sú æruverðuga og dyggðum prýdda heiðurs- kvinna Ingunn Magnúsdóttir ektakvinna heiðarlegs prófasts síra Ara Guðmundssonar hvör farsællega hér við skildi Anno 1706.” Ekki er vitað hver skar út grafletursspjaldið, en trúlega hefur hann verið hér í héraði, greina má svipmót barokk- tímans. Þess má geta að sr. Ari Guðmundsson var merkur klerkur á sinni tíð og mjög fyrir prestum í sýslunni. Kom rneðal annars til álita sem biskupsefhi eftir lát Gísla Þorlákssonar, Hólabiskups, 1684. Séra Ari ritaði svo kallaðann Mælifellsannál (1678-1702), sem varðveist hefur. Hann var borinn til grafar af 10 émbættismönnum og lagður sunnanfram karlmannamegin í Mælifellskirkju. Þau hjón urðu kynsæl mjög og fjöldi Islendinga frá þeim kominn. Grafletursspjald hinna dyggðum prýddu prófastshjóna é Mælifelli. Kennimerkið skal vera einkennandi fyrir starfssvið SSNV. Öll sveitarfélög á vestanverðu Norðurland sem ekki eru aðilar að öðrum landshlutasamtökum sveitarfélaga eru aðilar að samtökunum. Starfsvæði samtakanna er allt Norðurland vestra. Helstu markmið samtakanna eru fólgin iþvi að stuðla að hagsmunum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og styrkja þjóðfé- lagslega stöðu landshlutarins. Verkefni og verksvið samtakanna eru margvísleg. Meðal helstu verkefna samtakanna eru: Opin hönnunarsamkeppni • viðamikil atvinnuþróunarstarfsemi þar sem stadandi eru fjórir atvinnuráðgjafar. • umsjón með málefnum fatlaðra þarsem starfandi verkefnisstjóri leiðir sér skipaðan þjónustuhóp • fjármál og bókhald Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra eru einnig á höndum samtakanna um kennimerki (lógó) ssnv Hugmyndum að kennimerki skal skila full frágengnum. Öllum áhugasömum er frjálst að taka þátt í samkeppninni. Tillögur skal senda til skrifstofu SSNV á Hvamstanga undir dulnefni og nafn hönnuðar skal fylgja með i lokuðu umslagi. Til- lögur á tölvutæku formi skulu vera á JPG, TIF, BMP eða PDF formi og vistaðar á geisladisk. Tillögur þurfa aðhafa borist fyrir 22. ágúst 2005. Vinsamlegast merkið umslagið með SSNV, lógó. Góö verölaun fyrir bestu tillöguna Dómnefnd tilnefnd af stjórn SSNV mun velja verðlaunamerkið úr innsendum tillögum. Verðlaunamerkið (lógóið) verður alfarið eign samtakanna að samkeppni lokinni og geta þau þvi nýtt sér merkið eða breytt eftir þörfum. Dómnefndin áskilur sér þann rétt að hafna öllum tillögum efsvo ber undir. Samtök sveitafélaga á Norðurlandi vestra, skammstafað (SSNV), Sú tillaga sem valin verður hlýtur kr.100.000 í verðlaunafé. standa fyrir opinni hönnunarsamkeppni um kennimerki (lógó) sambandsins Frekari upplýsingar veitir Gudrun Kloes gudrun@ssnv.is og isímum s. 455-2515 eða 898 5154 eða Jakob Magnússon í sima 895 0730 og lýsa hér með eftir tillögum. Samband sveitafélaga á Norðurlandi vestra Höfðabraut 6 530 Hvammstangi www.ssnv.is ssnv@ssnv.is netkönnun Flestum finnst sennilega það vera fyndið og sætt að börn séu í krumma eða með mjólkur- skegg. Hvað afeftirtöldu er hallærislegasthjá fullorðnum? Vera með opna buxnaklauf! (15.5%) Mjólkurskegg! (8%) Götóttir sokkar! (10.4%) Úttroðin efrivör af munntóbaki! (51.4%) Sorgarrandir undir nöglum! (3.6%) Segja mig eða mér hlakkar til í stað ég hlakka til! (11.2%) Hægt erað taka þátt í könnunum sem birtast í Feyki með þvíað fara inn á Skagafjörður.com og kjósa þar. ítrekað skalað könnunin er meira tilgamans og taka skal niðurstöðurnar með fyrirvara. molar Strandaði við Skagaströnd Sjómann sakaði ekki þegar 4 tonna bátur hans strandaði við Skagaströnd á fjórða tlmanum þann 6. júlí sl. en maðurinn var einn um borð. Björgunarskipið Húnbjörg var kallað út ásamt björgunarsveit Skagastrandar sem voru komin á vettvang um klukkan 17. KB banki tekur í notkun hraðbanka á Hólum Nú um mánaðarmótin síðustu opnaði KB banki hraðbanka í anddyri Háskólans á Hólum. Starfsfólk KB banka vonast til að þessi aukna þjónusta mælist vel fyrir og er ólíklegt annað þar sem mörg þúsund ferða- menn sækja Hóla heim hvert sumar. Þá hefur fólki með fasta búsetu á Hólum fjölgað og því full þörf á þjónustu sem þessari fyrir gesti og gangandi. Hilmirsvarar Hilmir Jóhannesson gat ekki orða bundist þegar vísað var til hans í síðasta Feyki. Tilefnið var grein hans um hunda, hræðslu konu hans \ið blessaðar skepnumar og sú hótun Hilmis að skjóta þær, og svararsvona: Alltafverður Hilmir heppiim, haim efgcrirstutta sögu. Keinur - eigandi - eða scppinn ogyrkirþar uni snjalla bögu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.