Feykir


Feykir - 28.09.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 28.09.2005, Blaðsíða 1
Þeir báru sig vel verslunarmennirnir Brynjar Pálsson og Bjarni Haraldsson þegar Ijósmyndara Feykis bar að garði. Báðir reka þeir verslanir við Aðalgötuna á Sauðárkrúki. Brynjar er sem kunnugt er einn öflugasti stuðningsmaður Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra og Bjarni hefur staðið þétt við bakið á frænda sínum Einari Kr. Guðfinnssyni frá Bolungarvík. í gærtók Einarvið lyklavöldum I sjávarútvegsráðuneytinu og þvihefur Bjarni Har ástæðu til að brosa allan hringinn enda umboðsmenn ráðherranna við Aðalgötuna nú orðnir að minnsta kosti tveir. Mynd: ÁG Rætt um að Monty Roberts haldi sýningu í Skagafirði "Hestahvíslarinn" í Reiðhöllina Viðræður standa yfir um að Bandaríkjamaðurinn Monty Roberts haldi sýningu eða sýnigar í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki á næsta ári. Þetta var staðfest af forsvarsmönnum Reiðhallarinnar í gær. Monty Roberts, eða “hestahvíslarinn” eins og hann er stundum nefndur, er einn þekktasti tamningamaður heims. Hannerafindiánaættum og er þekktur fyrir að ná ótrúlegu valdi yfi r hrossum á skömmum tíma. Kjarninn í aðferðafræði hans er sóttur til arfleifðar forferðranna, þ.e.a.s. indiíána Norður Ameríku og aðferðafræði þeirra við að fanga og ternja villta hesta. Stjórnarformaður Flugu sagði í samtali við blaðamann Feykis að viðræður hafi staðið yfir við umboðsmann Monty Roberts um eina sýningu eða jafnvel fleiri í Reiðhöllinni Svaðastöðum næsta sumar. Málið hafi nýlega komið inn á hans borð og til dæmis ekki gefist tími til að ræða það í stjórn. Fyrir liggi að Monty Roberts hati áhuga á að koma til íslands og halda hér sýningar og jafnvel námskeið. Málið sé hins vegar ekki lengra komið og enn sem komið er hafi ekki verið rætt um kostnað og endanlegar tímasetningar. Verði af íslandsheimsókn kappans er fyrirhugað að halda nokkrar sýingar og jafnvel einnig námskeið. Það var Lilja Pálmadóttir á Hofi á Höfðaströnd sem benti umboðsmanni á að tala við forsvarsmenn Reiðhallarinnar en Lilja liefur sótt námskeið í skóla Monty Roberts í Bandaríkjunum. Lilja er sem kunnugt er dóttir Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaupa og börn Pálma stynktu á sínurn tíma byggingu Reiðhallarinnar og hafa sýnt starfinu þar velvind og áhuga. Slysið í Hrútatungu Gunnar á batavegi Gunnar Sæmunds- son, bóndi í Hútatungu í Hrútafirði, sem varð fyrir gaseitrun í síðustu viku er nú á batavegi. Hann komst til meðvitun- dar á Landsspítala/ Háskólas- júkrahúsi daginn eftir að hann var lagður inn og var líðan hans vonum ffamar. Gunnar var fluttur meðvi- tundarlaus með sjúkrabíl til móts við sjúkrþyrlu eftir óhap- pið í síðstu viku. Vonir standa til að hann nái sér að fúllu. Gunnar hefur tekið virkan þátt í félagsmálum bænda og er meðal annars varaformaður Bændasamtaka íslands. Til stóð að halda stjómarfúnd Bí í síðustu viku en honum var ffestað vegna slyssins. Tjón af völdum norðanhretsins___ Enn óljóst um skemmd- ir á komi og grænfóðri Enn er ekki hægt að segja til um hversu mikið tjón hefur orðið á korn- og grænfóðurs- ökrum í Skagafirði og Húnavatssýlsum undan- farna daga. Bændur halda í vonina um að unnt verði að ná sem mestu af korninu þó það hafi lagst undan veðri og úrkomu. Ljóst er að í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur orðið milljóna króna tjón á ko- rnökrum. Að sögn Þórarins Leifssonar, bónda í Keldudal og eins af forsvarsmönnum kornræktenda í Skagafirði höfðu menn þegar þreskt mikið af sex raða korni fyrir hretið í síðustu viku. Tveg- gja raða byggið er lágvaxnara og harðgert og standa vonir til að unnt verði að ná því þó að gróður hafi lagst undan veðrinu. Til þess að svo megi verða þurfa þó akrarnir að ná að þorna. Bændur sem tíðindamenn Feykis ræddu við í gær töldu að sumsstaðar hefði einnig orðið nokkurt tjón vegna skemmda á grænfóðursökrum þar sem stönglar hefðu brotnað undan snjóþunga. Veðurspáin fyrir næstu daga gefur þó ekki tiie- fni til sérstakrar bjartsýni hvað þetta varðar. Veðurspáin Sviptingar í veðrinu Veðurspáin fyrir vikuna er talsvert skaplegri nú en hún var um síðustu heigi. Þá leit allt út fyrir að Norðlendingar væru á leið inn í bullandi vetur. Gert er ráð fyrir norðan 13-18 m/s og éljum í dag og hita í kringum frostmark. Þá spáir Veðurstofan talsverðum sviptingum í veðrinu næstu daga. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTeHyill etijlí— Bílaviðgerðir hj ólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun ÆI bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.