Feykir


Feykir - 28.09.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 28.09.2005, Blaðsíða 8
Frá vinstri til hægri, HalldórArnarsson, Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir og Hjalti Arnarsson. Tombóla Söfnuðu til styrktar Rauða krossinum Þessir þrír hressu krakk- ar tóku sig til á dögun- um og héldu tombólu til styrktar Rauða kross- inum. Halldór, Hrafn- hildur og Hjalti söfnuðu kr. 10.300 og geri aðrir betur. Karl Lúðvíksson hjá Rauða krossinum segir það vera til fyrirmyndar hversu mörg tombólubörn séu “starfandi” í Skagafírði og láti Rauða krossinn njóta góðs af. Hann segir stjórnarfólk Skagafjarðardeildar Rauða krossins afar þakklátt fyrir óeigingjarnt og mikilvægt starf tombólubarnanna í þágu mannúðar. Slys af völdum óveðurs og hálku síðustu daga Fólk sakaði ekki Fólksbíll með tveimur konum innanborðs fór út af þjóðveginum um Vatnsskarð aðfararnótt laugardags síðastliðins. Konunar sem voru í bílnum sakaði ekki en aðstoð lögreglu þurfti til að ná þeim út úr bíl- num. Annað óhapp tveggja bíla varð aðfararnótt laugardags á sömu slóðum en telst minni- háttar. Á Skagaströnd fauk stórt hjólhýsi og valt á tjaldstæðinu á mánudag. Það er mikið skern- mt og jafnvel talið ónýtt. Að sögn lögregu var veður hvasst á þessum slóðum sem og víðar á Norðvesturlandi. Tveir bátasjómenn sem gera út frá Skagaströnd bjuggu í hjólhý- sinu. Þá sakaði ekki. RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki BÚSTAÖ CJ R F=A.SXEIGMA.SAL.A A LANDSBVGGÐINNI « 455 5300 AUKIN ÞJÓNUSTA Frá 3. október ver&ur starfandi þjónusturáðgjafi í afgreiSslunni í Skagfiróingabúb. KB BANKI -krafturtil þínl SKAGFIRÐINGABRAUT 29 SAUÐARKROKI SÍMI453 6622 Byggðasafn Skagfirðinga Hitaveituframkvæmdir fletta ofan af fomleifum Fornleifar hafa komið í Ijós við hitaveitufram- kvæmdir í Akrahreppi. Á um 250 metra kafla, í skurði fyrir hitaveitu- lögnina, sitt hvoru megin við bæjarlækinn á Stóru- Ökrum, hafa fundist leifar áður óþekktra bygginga. Upp undir húsum, norðan við afleggjarann að Stóru- Ökrum, greindi Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra leifar mannabústaðar undir öskulagi frá Heklu frá árinu 1104. Þettavorutorfleifar og móöskulag, vitnisburður urn mannabústað, sem vel gæti verið leif elsta bæjarins á Ökrum. f kjölfarið fengu fram- kvæmdaaðilar aðstoð Forn- leifaverndar ríkisins við að leggja út línuna áfram til að lágmarka áhættu á að lenda á minjum. Vegna grunsemda um að fleira kynni að leynast í sléttum túnum Akrahreppinga fengu þeir Guðnýju Zoéga fornleifafræðing hjá forn- leifadeild Byggðasafns Skag- firðinga til að fylgjast með skurðgreftri á viðkvæmustu svæðunum og framhjá bæjum. í sama skurði sunnan við bæjarlækinn á Ökrum, í landi Höskuldsstaða, ofan á öskulaginu frá 1104, fann hún leif annars mannabústaðar sem hún telur geta verið frá um 1300. Greinilegar voru hleðslur, gólfskán og öskuhaugur, sem farið var í gegn um. Það má því með sanni segja að hitaveitu- framkvæmdirnar hafi flett ofan af merkilegum heimildum um áður óþekkt bæjarstæði í Akratorfunni, og þarna hefur komið vel í ljós hvernig hagsmunir framkvæmdaaðila og minjavörslunnar geta farið saman. Á báðum stöðum voru snið teiknuð og mæld og minjarnar staðsettar, en nánari rannsóknir bíða framtíðarinnar. - Fréttatilkynning . ..kvkb^ 0 b\töí/Y\A/\ Cheerios Appelsínur loney Nut Cherrios :ood line cornflakeSÍ Cocoa Puffs laxwell House Ka Uppþvottalöaur Effect 1Q V 500 ml kr. JJ Makkarónur Food Line 1C . 500qrkr. Gillette m3 powek rakvéHOQO \ Gillette m3 powei rakvélablono V 4st. kr. OJO Grand Crue ofnstei Colgate Karies controf^ eða blue mint <1 OQ < K 70ml kr. I C.U

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.