Feykir


Feykir - 19.10.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 19.10.2005, Blaðsíða 1
Fyrsta skófíustungan I gær var tekin fyrsta Igröfu/skóflustungan að nýju einbylishúsi við Iðutún á Sauðárkróki. Það er Hagnhildur Þórðardóttir sem byggir með góðrí aðstoð bróður sins og fóður, Jóhanns og Þórðar Hansen. Með Ragnhildi á myndinni sonur hennar Þórður Hólm. MyndÁG Skagafjarðaraeitur kaupa Hitaveitu Hjaltadals Jarðboranir á Reykjum og í Kýrholti Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. hefur samþykkt samning milli fjármálaráðuneytisins og Skaga- fjarðarveitna ehf. um kaup á 96% hlut Ríkissjóðs í Hitaveitu Hjaltadals sf. og yfirtöku á vatnsveitu að Hólum. Skagaíjarðarveitur skuld- binda sig með þessum samningi til að fullnægja vatnsþörf Hitaveitu Hjaltadals sf, sem er skuldbundin til að sjá Hólaskóla fyrir nægjanlegu heitu vatni til frambúðar. Einnig skuldbinda Skaga- fjarðarveitur ehf. sig til að vatnsveitan að Hólum fullnægi þörfum Hólastaðar og kröfum heilbrigðiseftirlits og bruna- varna. Samningurinn verður undirritaður að hálfu seljanda með fyrirvara um heimild Alþingis til sölunnar. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar Skagafjarðarveitna sl. föstudag. Þar var einnig heimilað að heíja boranir á nýjan leik að Reykjum í Hjaltadal og hefur verið samið við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða urn borun á vinnsluholu, sem verður staðsett um 50 m. frá núverandi vinnsluholu að Reykjum. Þá verður að sögn Páls Pálssonar, veitustjóra Skaga- fjarðanæitna, að öllum líkind- um boruð ný tilraunahola í landi Kýrholts í Viðvíkursveit í beinu framhaldi af borun- inni á Reykjum. Endanlegar niðurstöður rannsókna á borholunni í Hrolllaugsdal hafa staðfest að vatnsmagnið er nægjanlegt fýrir hitaveitu á Hofsósi. Það er hins vegar í höndurn stjórn- ar Skagafjarðarveitna að taka ákvörðun um hversu hratt verður ráðist í framkvæmdir. Byggingariðnaður í Skagafirði_ Aukið framboð af lánsfé skiptir sköpum Töluverð þensla hefur verið á byggingarmarkaði í Skagafirði undanfar- in misseri og skortur á iðnaðarmönnum eins og víðar á landinu. Viðmælendur Feykis eru almennt sammála um að bætt aðgengi að lánsfé til bygginga hafi hleypt lífi í markaðinn. Mest hefur verið byggt á Hólum í Hjaltadal en þar he- fur dótturfélag KS, Þrá ehf., byggt 40 íbúðir og áformar byggingu á 22 til viðbótar. Þá hafa húsnæðissam- vinnufélög á Sauðárkróki byggt tugi íbúða en þessar framkvæmdir eru að lang mestu leyti fjármagnaðar með hagstæðum langtímalánum frá Ibúðalánasjóði. Sjá nánar fréttaskýringu á blaðsíðu 3. Hlýindi í upphafi rjúpnavertíðar__________ Veiði fer rólega af stað „Ég held að þetta hafi farið Sarna segja veiðimenn í frekar rólega af stað, samt Fljótum og Húnavatnssýslum. hafa allir fengið eitthvað, frá Veiðin fer rólega af stað vegna einni upp í tíu á mann, en ég rigninga og hlýinda. Almennt hef ekki heyrt stórar tölur,” eru menn þó sammála um að segir Jón Pálmason, skot- mikið sé af rjúpu og til dæmis veiðimaður á Sauðárkróki um hafi gangnamenn séð talsvert rjúpnaveiðina. af fugli í haust. Kirkjumiðstöð á Akureyri í tilefni 9 alda afmælis Hóla „Undarleg afmælisgjöf" A Kirkjuþingi í Reykjavík á laugardag er áætlað að lögð verði fram tillaga um stofnun kirkjumiðstöðvar á Akureyri í tilefni af níu alda afmæli biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal. Séra Gísli Gunnarson, for- seti sveitarstjórnar í Skagafirði segir það undarlega afmælis- gjöf að flytja störf er tengist vígslubiskupsembættinu til Akureyrar. „Á sínum tíma var tekist á um það, hvar aðsetur vígslubiskups skyldi vera og var ákveðið að biskup yrði á Hólum”, sagði Gísli í samtali við Feyki. Gísli segir að síðan þá hafi orðið mikil uppbygg- ing á Hólum og störf eins og umsjónarmaður kirkjugarða og prestssetra eigi þar vel heima í tengslum við embætti vígslubiskups. „Ef kirkjuþing ætlar að byggja þessi störf upp á Akureyri, finnst mér ekki rökrétt að tengja það 900 ára afmæli Hóla. Ég hefði vænst þess að kirkjustjórnin mundi nota þessi tímamót til þess að efla Hólastað, sem hefur verið höfúðstaður Norðurlands um aldir.” Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTewytll ehj3— Bílaviðgerðir hj ólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun ÆrW*'Wbílaverksfæ<ji Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.