Feykir


Feykir - 19.10.2005, Side 2

Feykir - 19.10.2005, Side 2
2 Feykir 39/2005 Brynjar og Bjarni fá kveðjur í bundnu máli Rúnar yrkir um umboðsmenn Brynjar og Bjarni. Fyrir nokkru birti Feykir á forsíðu mynd af kolleg- unum Brynjari Pálssyni, tryggingasala og Bjarni Haraldssyni, nýlendu- vörukaupmanni. Báðir stunda rekstur sinn við Aðalgötu á Sauðárkróki. Efni fréttarinnar var að Einar Kr. Guðfinnsson varð sjávarútvegsráðherra á dög- unum en eins og margir vita eru þeir Bjarni og Einar frændur og vinir. Þar með stóð Bjarni loks jafnfætis Brynjari sem umboðsmaður ráðherra en Brynjar hefur verið kallaður skagfirskur umboðsmaður Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra. Þetta varð Rúnari Kristjáns- syni á Skagaströnd að yrkis- efni. Bjami Har og Brynjar Páls birta duginn sanna. Eru samkvæmt eðli máls umbar ráðherranna. Eða: Brynjar Páls og Bjarni Har birta duginn sanna. Eru á Króknum alrœmt par, umbar ráðherranna. Leiðari Bændur Bœndur hafa ígegnum tíðina sinntfjöbreyttum störfum með- fram búskapnum ogjafnvel orðið þekktari fyrirþau verksín en hefðbundin bústörf. Má til dœmis nefna sagnaritara úr röðum bœnda alltfrá lattdnámsöld. Nú hefur bóndinn á Skeftlstöðum á Skaga tekið að sérþjálfiin landsliðsins og Baltasar Kormákur sinnir kvikmyndagerð í Hollywood meðfram hrossarœkinni á Hofi á Höfðaströnd, tveir bcendur í Akrahreppi starfa sem lœknar í Reykjavík ogsvo má lengi áfram telja? Eftil vill erþetta vegna þess að íslenski bóndinn hefur ráð utidir rifi hverju og erfljótur að tileinka sér nýjungar. Hitt erþó líklegra að sveitin sé aftur kominn í tísku. Ártti Gunnarsson Óháö fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgefandi: Feykir hf Skrifstofa: Aðalgötu2i, Sauðárkróki Biaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & óbyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Simi 4S3 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöiuverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinirsömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Billin af gerðinni Bange Rover í vegkantinum skammt frá Saurbæ i Fljótum. Mynd ÖP. Skagafjörður__________________________ Bflvelta í Fljótum Umferðaróhapp varð á Ólafsfjarðarvegi fyrir neð- an bæinn Saurbæ í Fljótm á dögunum. Ung kona frá Akureyri missti stjórn á jeppabiffeið sem hún ók fram sveitina með þeinr afleiðingum að bíllinn valt útí skurð. Bleituhríð og myrkur var þegar óhappið varð og bíllinn illa búinn til vetrar- aksturs og hafa það eflaust verið ástæður óhappsins. Konunni tóks hjálparlaust að komast út úr flakinu og ganga heim að bæ í nágrenninu. Fólkið þar ók henni á sjúkrahúsið á Siglufirði en meiðsli hennar munu þó ekki hafa verið alvarleg. Það vakti hinsvegar athygli Fljótamanna að bifreiðin var á slysstað í heila viku eftir að óhappið varð. Ilún var að vísu dregin uppúr skurðinum í sambandi við rannsókn lög- reglu, en var svo loks fjarlægð um síðustu helgi. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir var bíllinn illa farinn og að líkindum gjör- ónýtur. ÖÞ. Formaður kúabænda á Kaffi Krók Bændur funda um mjólkurkvóta Nýr samningur ríkisins við kúabændur, staða og horfur í framleiðslu og sölumálum nautgripabæn- da verður til umræðu á þriðjudag. Gestur fundarins verður Þórólfur Sveinsson formaður Landssambands kúabænda. Búist er við góðri fundar- Kaffi Krók næstkomandi sókn og líflegum umræðum en skortur á mjólk til vinnslu hefur valdið tímabundinni lækkun á mjólkurkvóta og hefur Þórólfur m.a. beint þeim tilmælum til bænda að selja ekki kvóta undir þessum kringumsætðum. Fundurinn hefst kl. 13:30. Þá heldur Ólafur Jóns- son forstöðumaður Bústólpa erindi á sama stað miðviku- daginn 2. nóvember. Ólafur tjallar um fóðrun og heilsu mjólkurkúa, geldstöðu, undirbúning fyrir burð, júgurheilsu, klaufhirðu og meðferð ungkálfa. Samevrópsk vinnuverndarvika framundan Niður með hávaðann! „Niður með hávaðann" er þemaefni evrópskar vinnuverndarviku sem stendur yfir dagana 24.- 28. október. Það er Vinnueftirlitið sem sér um framkvæmd vinnu- verndarvikunnar hér á landi. Að sögn Stefáns P. Stefáns- sonar, umdæmisstjóra Vinnu- eftirlitsins á Norðurlandi vestra, verða vinnustaðir heimsóttir og haldin kynnig um hávaða og hávaðavarnir. „Við heimsækjum íý'rirtæki og stofnanir á okkar starfs-svæði að eigin frumkvæði en einnig er mjög æskilegt að starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja hafi samband við okkur og óski eftir að við komum. Reiknað er með að fá vinnustaði til að sækjast eftir þessum heimsóknum með því að auglýsa og bjóða mælingar efdrlitsmanna í vinnuverndarvikunni. Ef fjTÍr- tæki sækjast ekki í nægilegum mæli eftir slíkum heimsóknum veljum við einnig vinnustaði sem við teljum að falli vel að efni virmuvemdarvikunnar”, segir Stefán. Ekki er gert ráð fyrir að gefin verði skrifleg fjTÍrmæli um úrbætur í þessum heimsóknum, heldur eru þær fjrst og fremst hugsaðar sem fræðsluátak um hávaða og varnir gegn honum. Þá veitir Vinnueftirlitið sér- stakar viðurkenningar til fyrirtækja fyrir góð fordæmi hvað varðar lausnir á hávaðavandamálum hjá fyrir- tækjum. Viðurkenningarnar verða veittar á morgun- verðarfundi þann 25. október næstkomandi.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.