Feykir


Feykir - 19.10.2005, Side 7

Feykir - 19.10.2005, Side 7
39/2005 Feykir 7 Nafn: Cudrun Kloes Nafn: Gudrun Anna Magdalena Marie Hanneck-Kloes - flott, ekki satt. Árgangur: Fyrri hluti síðustu aldar. Fjölskylduhagir og fæðingarstaður: Ein- stæð, 3 börn, 2 barnabörn, að örðu leyti ættlaus að sunnan Ifrá Rínarlandi). Starf/nám: Atvinnuráðgjafi SSNV. Bifreið: Mitsubishi Lancer. Hestöfl: Alveg nóg. Hvað er í deiglunni: Endurmenntun hins- vegar, Þýskalandsferð annarsvegar. Hvernig hefurðu það? Bara fínt. Hvernig nemandi varstu? Dugleg og samviskusöm. Hvað er eftirminnilegast frá fermingar- deginum? Twist-dans unga fóiksins sem fylgdi kaf- fiveislunni, á meðan þau eldri fengu sér sérriglas og vindilí stofunni. Hvað ætlaðir þú að verða þegarþú yrðir stór? Garðyrkjukona. Hvað hræðistu mest? Ofbeldi. Einnig er ég svakaiega lofthrædd. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fyrsta platan var smáplata í vínýi með Nana Mouskouri, hún er frábær söngko- na frá Grikklandi. Besta platan erÁgætis byrjun með Sigur Rós. Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Maria María. Klikkar aldrei. Hverju missirðu helst ekki afí sjónvarp- inu Ifyrir utan fréttir)? Biómyndum. Besta bíómyndin? Píánó eftir Jane Campion, Gullæði með Chaplin og auðvitað Lord ofthe Rings. Bruce Willis eða George Clooney/Ang- elina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Gwyneth Paitrow er alveg nóg. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Sælgæti handa syni mínum, fín sápa og baðolía, rándýr ostur, nýbakað brauð, bækur. Hvað er í morgunmatinn? AB-mjólk og svartte ílítravís. Uppáhalds málsháttur? Was gut ist kommt wieder. Gott kemur aftur. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? La Linea - þetta er glaðlegur en skap- stór náungi - ítali sennilega, sem hefur óheppnina með sér. Hann er teiknaður með einu pennastriki, blessaðurinn. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Það er tvímælalaust hilla ein sem ég kom þar fyrir. Hver er uppáhalds bókin þín? Sem stendur Múrinn í Kína eftir Huldar Breiðfjörð. Svo er sonur minn 15 ára að semja bók, hún heitir Ungi morðinginn og verður alveg örugglega uppáhaldsbókin þegar að því kemur. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Madrid. Þarhefég aldrei verið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég er samviskusöm. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar fólk gleymir að siökkva á far- símanum á viðkvæmum stöðum og á viðkvæmum stundum. Enski boltinn - hvaða lið og afhverju? Sko... þetta með þennan bolta... æ. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mæturá? Nicki Lauda gamli formúlu-meistari. Steffi Graf. En ínútímanum? Kristín Rós Hákonardóttir sundkona. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Það er eiginlega athyglisvert hvað ég hlusta sjaldan á tónlist. Hver var mikilvægasta persóna 20. ald- arinnar að þínu mati? Kennarinn og stofnandi SOS barnaþor- pa, Hermann Gmeiner, frá Austurríki. Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Nú, ég var búin að þaulhugsa þetta til- felli fyrír löngu, nefnilega réttáðuren ég flutti frá meginlandi Evrópu til íslands. Þá tók ég með tæpiega 200 ára gamlan sófa, fjölskyldualbúm og rítvél. En vænt- anlega er veríð að tala um eyju í Kyrra- hafinúna ? Sko... núna mundi ég ferðast með léttan poka. Ég tæki með mér 1000 blaðsíðna söngvabók til að æfa mig I söng, enda værienginn annará eyjunni til að gera athugasemdir. 1000 biað- síðna auða dagbók og skriffæri fylgdu einnig með. Og eldspýtur. Svo mundi ég reyna að smygla einni rauðvínsflösku, til að halda upp á eins árs afmæli dval- arinnar, og geta I kjölfarið sent flösku- skeyti mér til björgunar. Hvað er best i heimi? Aðfáað lifa undir kringumstæðum sem leyfa fólki að vera óáreytt, öruggt og ánægð heima hjá sér. How Do You Like lceland? Fifty-fifty þegar verst lætur, en langoft- astbaramjögvel. Hvað er likt og ólíkt með íslendingum og Þjóðverjum? Þessi er erfið. Segjum sem svo: Mér líkarmjög vel við islenskan húmor, hann bjargar fólki úr nánast hvaða klípu sem er. Þetta kunnum við Þjóðverjar ekki jafn vel. Hinsvegar kunna íslendingar stundum ekki að svara spurningum, þeir geta ekki ákveðið sig hvort svaríð á að vera já eða nei. En þetta kunnum við Þjóðverjar alveg prýðilega. Eins getum við þýskararlifað ágætu og jafnvelmjög góðu lífián aðstoðar stórfjölskyldunnar. Þetta trix þurfa íslendingar kannski al- drei að læra, ekki einu sinni þeir sem búa erlendis. Eða hvað finnst ykkur? íþróttafréttir Eyjólfur tendraði Landsmótseldinn á Sauðárkróki siðasta sumar. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari__________ „Fer fram á að menn leggi sig alla fram' JM Tindastóll__________ Tindastóll á sigurbraut Körfuknattleikslið Tinda- stóls gerðu góðar ferðir um helgina. Strákarnir spiluðu við Reyni Sandgerði og sigruðu 88-78 en staðan í hálfleik var 48-34. Stólarnir höfðu frumkvæðið allan tí- mann en Reynismenn voru aldrei langt undan. 1. DEILDIN íKÖRFUBOLTA íþróttahúsið á Sauðárkróki REYNIR S. 78 TINDASTÓLL 88 Stig Tindastóls: Svavar Birgis 34, David 14, Helgi 13, Ragnar Guðmunds 9, ísak 6, Kristinn Friðriks4,BjarniB 4, Magnús 2og Gísli 2. Stelpurnar með stór- sigurí Borgarnesi Stelpurnar rúlluðu mót- herjum sínum í Skallagrími upp í Borgarnesi, sigruðu 95-36. Annað kvöld er stórleikur í körfunni en þá mæta Tin- dastólsmenn lið ÍR í Hóp- bílabikarnum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Getraunaleikur Tindastóls í gang á ný Knattspyrnudeild Tinda- stóls fer nú á ný af stað með getraunahópleik Tindastóls sem vakti lukku síðasta ve- tur. Vallarhúsið opnar kl. 10:30 á laugardaginn og því um að gera fyrir áhugasama að hópast saman og mæta galvaskir til skemmtilegs leiks. Keppnin stendur fram í miðjan desember en þá verður haldið lokahóf og vegleg verðlaun veitt. Leikreglur eru þær sömu og síðast; tveir einstaklingar mynda hvern hóp og greiða í upphafi eina greiðslu sem er eingöngu notuð í vinninga og lokahóf kep- penda. Skráning fer fram á laugardaginn og alla næstu viku í síma 864 5305 og vonandi verður getrauna- leikurinn meira spennandi en enska úrvalsdeildin! „Nei það var ekki langur aðdragandi að þessu, þetta gekk mjög hratt fyrir sig", segir Eyjólfur Sverrisson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu. „Þetta var ákveðið á föstu- deginum eftir fjögurra klukkutíma viðræður við Eggert Magnússon og forsvarsmenn KSÍ." - Hvernig leggst í þig að þjálfa landslið íslands í knattspyrnu? „Þetta er ögrandi og spenn- andi verkefni og leggst vel í mig”, segir Eyjólfur. „Kreíj- andi og að mörgu leiti rnjög erfitt starf.” - Eigum við eftir að sjá breytingar? „Ég á eftir að skoða og velja leikmenn sem ég tel henta fyrir landsliðið og þá leik- aðferð sem ég legg upp nteð hverju sinni.” -Nú var þinn ferill þannig að þú fórst beint héðan frá Tindastóli á Sauðárkróki til Þýskalands í atvinnu- mennsku, er það eitthvað sem háir þér? „Nei það breytir engu fýrir mig. Fótboltinn er eins og við vitum í alþjóðlegu umhverfí og hvaðan menn koma úr íslensku deildinni skiptir ekki neinu máli.” -Færð þú þá leikmenn sem þú villt í landsliðið? „Ég vel leikmenn í liðið og ég reikna með að flestum leikmönnum sé heiður að því að halda uppi merkjum lands og þjóðar á knatt- spyrnuvellinum. Við eigum mikið af efnilegum leik- mönnurn sem ég mun skoða hvort að henti í landsliðið.” -Heyrst hefur haft eftir gömlum félögum þínum af Króknum að einn af þínum kostum sé for- ingjaeðli, að þú eigir mjög auðvelt með að koma fólki í skilning um hvað þú vilt. Er þetta rétt? „Ég dærni ekki um það en ég hef alltaf haft ákveðnar skoðanir og fylgt þeirn eftir. Aðalatriðið er að hafa trú á því sem maður er að gera hverju sinni. Á vellinum fær hver leikmaður skýr skilaboð um sitt hlutverk. Ég fer fram á að leikmenn hafi þor og dugnað og metnað fyrir því sem þeir eru að gera og leggi sig alla fram. Þannig reyndi ég að vinna sjálfur sem leikmaður.” -Þú keyptir jörðina Skefil- staði á Skaga og hefur verið orðaður við hestamennsk- una. Er eitthvað til í því? „Ég er eitthvað að fikta í hestamennsku en það er nú tæplega hægt að kalla mig rnikinn hestamann.” smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is n Orkubitar Veiðimenn / útivistarfólk! Orka er nauðsynleg, hafið þið prófað orkubitana frá Herbalife? www.heilsufrettir.is/sigrungrims Sigrún, s: 864 0538 Herbergi til leigu Herbergi til leigu í Irabakka I Reykjavík. Sjónvarps- og símatengi og aðgangur að WC og þvottavél. Leigt á kr. 15 þúsund á mánuði. Upplýsingar 453 5609. Orka / heilbrigði Herbalife breytti lífi mínu, langar þigað vita hvernig.? Afmælisafsláttur I október. www.heilsufrettir.is/sigrungrims Sigrún, s: 864 0538 Hwellur - Ljósheimar Nú dönsum við I Ljósheimum 1. vetrardag 22. október frá kl 23. Harmonikkuunnendur úr Húna- vatnssýslum sjá um fjörið tilkl. 03. Hittumst hress, góða skemmtun. Hvellur

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.