Feykir - 26.04.2006, Page 2
2 Feykir 16/2006
SoroptimistaklúbburSkagafjarðar__
Góð stemning á
alþjóðlegu kvenna-
kvoldi í varmahlíð
Stjórn Soroptimista-
klúbbs Skagafjarðar
hefur aflað upplýsinga
um fjölda þeirra erlendu
kvenna sem eiga
lögheimili í Skagafirði.
bær reyndust vera liðlega
30 sem hafa hcr fasta búsetu.
Til að bjóða þær velkomnar
og fá örlitla innsýn í þeirra
reynslu- og menningarheim
ákvað stjórnin að bjóða þeirn
í kvöldverð á Hótel Varmahlíð
í byrjun mars.
Um það bil helmingur
þeirra hafði tök á að mæta
þetta kvöld og er skemst frá
því að segja að sú
samverustund var öll hin
ánægjulegasta. Dagskráin var
fremur óformleg og vildum
við ffemur blanda við þær
geði í léttu spjalli fremur en
að vera með stíft prógram og
var mikið spjallað
Konur í Soroptimista-
klúbbi Skagafjarðar telja
einsýnt að þetta sé einungis
fyrsta skrefið að frekari
kynnum og var bundist
fastmælum að gera þetta að
árlegum viðburði að hittast
og njóta samvista við þær
erlendu konur sem hafa kosið
að setjast að í Skagafirði.
Soroptimistaklúbbur
Skagafjarðar er einn af 16
samsvarandi klúbbum hérl-
endis eri Soroptimistaklúbb-
arnir á íslandi eru hluti af
alþjóðlegri hreyfingu kvenna.
Þessir klúbbar hafa það
meðal annars að markmiði
að vcita þjónustu í sinni
heimabyggð og landi og á
alþjóðavettvangi. Einnig að
vinna að mannréttindum
öllum til handa og að bættri
stöðu kvenna.
Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra
Ekki fyrirsjáanlegar breytingar
á starrseminni á Saudárkróki
Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra segir að fyrirhugaðar
breytingar á íbúðalánasjóoði og fyrirkomulagi lána hafi
ekki í för með sérfyrirsjáanlegar breytingar eru á starfsemi
sjóðsins á Sauðarkróki.
Ekki er ennþá ljóst hvenær
Alþingi tekur endanleg afstöðu
til þeirra breytinga sem lagðar
verða til en ef slíkar ákvarðanir
verða teknar þá kemur málið
væntanlega til kasta þingsins á
fýrstu dögum þess næsta haust.
I febrúar sl. setti þáverandi
félagsmálaráðherra á fót þriggja
manna stýrihóp sem falið var
að efna til víðtæks samráðs um
framtíðarstefriumótun um
hlutverkogaðkomu stjórnvalda
að íbúðalánamarkaðnum.
Stýrihópnum var falið að
skipuleggja og sinna formlegu
samráði við hagsmunaaðila um
kosti og galla óbreytts fyrir-
komulags Ibúðalánasjóðs og
hugsanlegar nýjar leiðir í
aðkomu hins opinbera að
húsnæðismarkaðnum. Jafri-
framt var hópnum falið að
vinna skýrslu og móta tillögur
til ráðherra á grundvelli
samráðsins. Hópurinn skilaði
af sér áfangaáliti, nú fyrir
skemmstu.
„Stýrihópurinn hefur unnið
eftir þeirri stefnumörkun að
við breytingar á íbúðalána-
kerfinu verði í engu fórnað
markmiðum húsnæðisstefnu
stjórnvalda sem Ibúðalána-
sjóður sinnir í dag,” segir Jón
Kristjánsson, félagsmála-
ráðherra, í viðtali við Feyki.
„I álitinu kemur fram það
mat hópsins að rétt sé að þróa
hlutverk íbúðalánasjóðs í þá átt
að hann dragi sig út af
smásölumarkaði en hafi það
hlutverk að vera bakhjarl fyrir
lánveitingar til almennings.
Slíkt myndi áfram tryggja
stærðarhagkvæmni, auka á
fjármálalegan stöðugleika,
styðja við samkeppni á íbúða-
lánamarkaði, tryggja jafnræði í
aðgangi landsmanna að hús-
næðislánum og draga úr
notkun ríkisábyrgða í hús-
næðislánakerfmu.
Félagsmálaráðherra hefur
falið stýrihópnum að vinna
áfram að þróun framtíðarkerfis
á næstu vikurn, með aðkomu
sérfræðinga og í samráði við þá
sem hagsmuna eiga að gæta af
framtíðarfyrirkomulagi á
íbúðalánamarkaði. Gert er ráð
fyrirþvíaðtillögurstarfshópsins
liggir fyrir eigi síðar en í lok
maímánaðar nk.
I tillögunum verður tekið á
uppbyggingu hins nýja íbúða-
banka, þ.e. rekstrarformi,
fjármögnun og hvernig hagað
verði samskiptum hans og
samstarfsaðila á markaðnum.
Þá verður kynnt útfærsla á því
hvernig markmiðum stjórn-
valda um framboð lána á sömu
kjörum, óháð búsetu eða
félagslegri stöðu, verði náð.
Þegar þær tillögur liggja fyrir er
fyrst hægt að taka endanlega
afstöðu til þeirra breytinga sem
lagðar verða til.”
Leiðari
Nýbúar
Ekki eru allir hrifnir nffjölgun fólks af erlendum upprutm
hér á landi. Þó ber að haf í huga að um 27.000 íslend-
ingar búa um þessar mundir erlendis ogþeir erufleiri en
“nýbúarnir” hér heitna.
Stœrstur hluti íslendingatma flytur heim aftur og margir
taka með sér erlendan maka. Þessufólki höfum við ávalt
tekið vel enda hefur það á margan hátt auðgað samfélagið.
Sötnu leiðis höfum við tekið vel erlendu fólki er sinnir stör-
fum sem viðgetum ekki mannað sjálf.
Vonandi berum við áfram gœfu tilþess að taka vel á móti
þeim sem hér vilja búa til langframa og auðveldum þeim að
taka virkan þátt í íslensku samfélagi.
Árni Gunnarsson
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Útgefandi:
Feykirhf
Skrifstofa:
Aðalgötu2i,
Sauðárkróki
Blaðstjórn:
Árni Gunnarsson, Áskell
Heiðar Ásgeirsson,
Guðbrandur Þorkell
Guðbrandsson, Herdis
Sæmundardóttir og Jón
Hjartarson.
Ritstjóri &
ábyrgðarmaður:
Árni Gunnarsson
arnig@krokur.is
Simi 455 7100
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson
Pétur Ingi Björnsson
feykir@krokur.is
Sími 455 7175
Póstfang Feykis:
Box 4,550 Sauðárkrókur
Askriftarverð:
210 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
250 krónur með vsk.
Setning og umbrot:
Nýprent ehf.
Prentun:
Nýprent ehf.
Vélvirkjar
- bifvélavirkjar
Bifvéla- eða vélvirkja
vantar til starfa í Áhaldahúsi
Sveitarfélagsins Skagafjarðar
á Sauðárkróki
Starfið felst m.a. í viðhaldi og viðgerðum á
fasteignum, tækjum, áhöldum,
vélum, lögnum og fl.
Laun samkvæmt kjarasamningi
Launanefndar sveitarfélaganna og Öldunnar
eóa Starfsmannafélags Skagafjaróar.
Æskilegt er aó viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur Gunnar Pétursson í síma 894 7466.
il
Skagafjörður
RAÐHUSIÐ SKAGFIRÐINGABRAUT 21 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 6000
HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR
Sjúkraliðar
Okkur bráóvantar sjúkraliða til afleysinga og í fastar stöður á
hjúkrunardeildum. Starfshlutfall, starfstími samkomulag.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staönum og í síma 455 4011
Strákar og stelpur
Starfsfólk óskast til sumarafleysinga
Enn eru lausar stöóur viö aöhlynningu á hjúkrunardeildum í sumar. Vaktavinna, starfsh-
lutfall og starfstími samkomulag. Lágmarksaldur 18 ár.
Allar nánari upplýsingar veitir
Herdis Klausen hjúkrunarforstjóri á staðnum
og í síma 455 4011, netfang: herdis@hskrokur.is
Heimasiða HS: www.hskrokur.is
I Heilbrigðisstofnunin
Sauðárkróki