Feykir


Feykir - 31.05.2006, Blaðsíða 1

Feykir - 31.05.2006, Blaðsíða 1
Talsverð eftirspurn er eftir tóðum á Sauðárkróki um þessar mundir og eru nýjar götur að bætast við i Túnahverfi. Simon Skarphéðins- son og fétagar voru að skipta um jarðveg við Kleifartún i blíðviðrinu í gær. Hunaþmg irestra Líkur á nýjum meirihluta B og D Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í Húna- þingi hafa að undanförnu rætt saman um myndun nýs meirihluta í sveitarfélaginu. Stefnt er að niðurstöðu í dag eða á morgun. Ekki urðu breytingar á íjölda kjörinna fulltrúa fram- boðanna í sveitarstjórnar- kosningunum í Húnaþingi vestra, en sömu listar buðu þar fram og síðast. Framsóknarmenn og T - listi óháðra töpuðu þó fylgi til lista Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. B-listinn fékk 23,3% atkvæða og 2 fúlltrúa, D-listinn fékk, 28,7% og einnig tvo fulltrúa, S-listinn fékk 21,6% atkvæða og 1 fulltrúa kjörinn og T-listinn fékk 26,4% atkvæða og 2 fulltrúa. Sveitarstjórnarmeirihlut- inn í Húnaþingi vestra samanstendur af fúlltrúum framsóknarmanna og T-lista. Blönduós Samningur undirritaður í gærkvöldi Nýr meirihluti S og B lista í Skagafirði Framsóknarflokkur og Samfylkingin í Skagafirði undirrituðu á tíunda tímanum í gærkvöldi samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórninni til næstu fjögurra ára. Samkvæmt samkomulaginu verður forseti sveitarstjórnar frá Samfylkingu en formaður byggðarráðs frá Framsóknarflokki. Framsóknarflokkurinn var sigurvegari kosninganna í Skagafirði, hlaut 34,5% atkvæða og fjóra rnenn kjörna. Á síðasta kjörtímabili var Framsókn með 3 fulltrúa en sinn Qórða unnu þeir af Vinstri grænum. VG fengu nú 276 atkvæði eða 11,6% og einn mann kjörinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einnig fylgi en náði þó þremurmönnuminn,hlaut693 atkvæði eða 29,2%. Fráfarandi meirihluti samanstendur af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Frjálslyndir og óháðir fengu 197 atkvæði eða 8,3%. Pálma Sighvatz, sem var efstur á lista þeirra vantaði 8 atkæði upp á að ná kjöri og hefði hann þá fellt Sigurð Árnason 4. mann Framsóknar. Samfylkingin bætti við sig fygi en ekki nægilega miklu til að ná inn tveimur fulltrúum en Vanda Sigurgeirsdóttir, annar maður á listanum var í baráttusæti. Samfylkingin fékk 392 atkvæði og alls 16,5%. Skagaströnd Listi Adolfs sigraði Skagastrandarlistinn undir forystu Adolfs H. Berndsens vann nokkuð öruggan sigur í sveitarstjórnarkosningun- um á Skagaströnd. Listinn sem bauð fi'am undir listabókstafnum S, fékk 60,4% atkvæða og þrjá kjörna fulltrúa af fimm í sveitarstjórn. Lýðræðislistinn, er bauð fram undir listabókstafnum L, fékk 39,6% atkvæða og tvo kjörna fulltrúa. E-listinn og bæjar- stjórinn sigruðu E-listinn, Blönduóslistinn sigraði á Blönduósi. Náði hreinum meirihluta, en naumlega þó eða 51,78% greiddra atkvæða og fjóra bæjarstjórnarfulltrúa af sjö. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri var í baráttusæti. Jón Örn Stefánssson, annan niann á Á - lista Bæjar-málafélagsins Hnjúka vantaði 19 atkvæði til að fella 4 rnann E-lista. D-listi Sjálfstæðismanna tapaði einnig fylgi en hélt sínum tveimur fúlltrúum, nteð 25,64% atkvæða en Á-listinn, sem tapaði manni, fékk 22,58% greiddra atk\ræða og einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Menning Hei þú! 17. júní í undirbúningi er menning- arkvöld og dansleikur í Reiðhöllinni á Sauðárkróki að kveldi 17. júní undir yfirskriftinni Hei þú! Á síðasta ári var frumflut- tur rokksöngleikurinn Hei þú í Reiðhöllinni og léku hljóms- veitirnar Von og Týrol fyrir dansi á eftir. Ekki verður um rokksöngleik að ræða á þessu ári en að sögn aðstandenda verður flutningur tónlistar uppistaðan í skemmtidagsrká kvöldsins en á eftir leikur Von fyrir dansi líkt og í fyrra. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTeuflill ehp— Bílaviðgerðir hj ólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun ÆÞ bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauöárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.