Feykir


Feykir - 31.05.2006, Blaðsíða 4

Feykir - 31.05.2006, Blaðsíða 4
4 Feykir 21/2006 Fjárma^nið leitar alltaf uppi goða stjórnendur Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri heimsóttur Einn þeirra manna sem setti svip á samfélagið á Sauðárkróki og í Skagafirði fyrir ekki svo ýkja mörgum árum er Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Þótt allmörg ár séu liðin síðan hann hvarf til annara starfa sunnan heiða eru þeir án efa margir sem enn muna vel þau glæsilegu og hugþekku hjón Jón og Maríu og kvöddu þau með hlýjum hug og nokkrum söknuði er þau yfirgáfu Sauðárkrók. Af fyrri kynnum, að vísu óverulegum, kom erindismanni Feykis það ekki á óvart að Jón vékst glaðlega undir þá bón hans að setjast með honum á spjall og bauð til sætis á skrifstofu sinni í Húsi atvinnulífsins við Borgartún. Mér var vel kunnugt að Jón sækir að nokl<xu uppruna sinn í Skagafjörð og bað hann því í upphafi að gera lesendum stutta grein fyrir ætt sinni og uppvaxtarárum. „Móðurforeldrar mínir voru Jón Jónsson bóndi á Hofi á Höfðaströnd og Sigurlína Björnsdóttir kona hans. Þau voru Skagfirðingar langt fram í ættir bæði tvö, næstum eins langt og raluð verður þó afi minn blandist raunar dálítið líka inn í Reykjahlíðarætt. Og ég var alltaf í sveit hjá þeim á sumrin svo tengslin við héraðið eru nokkuð rík þó reyndar sé ég fæddur á ísafirði og uppalinn þar til ellefu ára aldurs.Ég á reyndar stundum svolítið erfitt með að ákveða þetta þegar ég er spurður en vel nú yfirleitt að segjast frekar vera Skagfirðingur en ísfirðingur. Faðir minn Ásberg Sigurðsson fluttist til ísafjarðar mjög ungur, ráðinn þangað sem bæjarstjóri og rak svo jafnframt bæjarútgerðina Isfirðing í nokkur ár en sú útgerð var nú reyndar hlutafélag þó hún væri að mestu eða öllu í eigu bæjarfélgsins. Þarna vorum við til ársins 1961 en fluttumst þá til Kaupmannahafnar í tvö ár en þá var hann sldpaður sýslumaður á l’atreksfirði. Nema hvað Pálmi móðurbróðir minn, jafnan kenndur við Hagkaup hann fer að skipta sér af atvinnurekstri á Sauðárkróki og stofnar ásamt fleirum Sút- unarverksmiðjuna Loðskinn og um svipað leyti ásamt Reyni Þorgrímssyni Sokkabuxna- verksmðjuna Gleym mér ei. Og þegar ég er svo nýbúinn ljúka námi í viðsJdptafræði og lítillega byrjaður að starfa í Hagkaup þá kemur hann að máli við mig og biður mig að taka við sútun- arverksmiðjunni á Króknum meðan þeir séu að leita að ffamlcvæmdastjóra. Þetta var í byrjun árs 1975. Þráinn Þorvaldsson sem byrjaði þarna sem framkvæmdstjóri var hættur og horfinn til annara starfa, annar sem kom í staðinn entist stutt og mitt hlutverk var að brúa bilið þar til nýr maður yrði ráðinn. Og þessir mánuðir urðu síðan 10 ár.Auðvitað ætlaði ég mér aldrei að verða svonalengi, hafðijafnvel hugsað mér eitthvert framhald í námi. En svo fór ég að flækjast inn í bæjarmálapólitíkina og þetta vatt svona einhvernveginn upp ásig." - Og þú komst nú ekld einn. „Nei, konan kom með mér, María Dagsdóttir heitir hún og telur sig nú vera Reykvíldng en hún á ættir til Akureyrar og austur í Þingeyjarsýslu. Þarna má segja að við höfúm stofnað okkar fýrsta eiginlega heimili í Raftahlíð 20 og þar fæddust okkur þrír drengir með stuttu millibili. Seinna keyptum við svo af Árna Þorbjörnssyni og Siddý húsið á Smáragrund 1. ...svo lentum við í krísu þegar pólski markaðurinn hrundi... Loðskinn var nú ekki stórt fýrirtæki þarna, eitthvað ellefu eða tólf karlar sem unnu þarna þegar ég byrjaði. Viðskiptin við Pólland með forsaltaðar gærur voru þá að byrja. En fýrirtækinu óx fljótlega fiskur um hrygg og ég held að starfsmennirnir hafi verið um 45 þegar ég hætti. Það gelck á ýmsu; við stækkuðum fýrirtækið og vélvæddum það en svo lentum við í nokkurri krísu þegar pólski markaðurinn hrundi í kjölfarið á öllum þeim pólitísku átökum sem þar urðu og þeir áttu bara ekki gjaldeyri til að kaupa af okkur. Og Loðskinn fór nú eiginlega á hausinn þá svona tæknilega séð. Og hefði gert það ef ekki hefði Búnaðarbankinn hlaupið myndarlega undir bagga og ég stend í eilífri þakkarskuld við minningu Ragnars Pálssonar fýrir það að halda áffam að trúa á fýrirtækið og þá jafnframt að ég væri að fara með rétt mál. Hann er nú einn af þeim sem mér eru hvað minnisstæðastir frá þessuni árum mínum á Króknum en þar er nú alltaf fremstur vinur minn Kári Jónsson sem varð strax minn mentor á staðnum og augu mín og eyru inn í þetta nýja samfél- ag. En Ragnar var alveg einstaklega magnaður og minnisstæður karakter. Þetta var svona upphafið. Nú, svo fer ég að dragst inn í bæjarmálin. Það eru bæjarstjórnarkosningar 1978 og þá er ég einhversstaðar neðarlega á lista sjálfstæðis- manna en tek svo að mér að verða fornraður skólanefndar. Svo fer ég inn í bæjarstjórnina í kosningunum 1982." Er þá Guðjón Sigurðsson í forystu fýrir Sjálfstæðis- mönnum? „Nei, það var Þorbjörn Árnason. En Guðjón var auðvitað allt í öllu, alveg stórkostlegur maður og allt þetta Bakarísfólk alveg stórkostlegar persónur. Ólína var ekld siðri, einstök manneskja og stórbrotin. Þessi hjón eru mér hreint ógleymanleg. Ef þessi karl hefði haft stærra svið hefði hann getað gert hvað sem var. Og Kári vinur minn sem var tengdasonur þeirra og hafði þennan brennandi áhuga á pólitík og svo leikarahæfileikana og mælskulistina hefði getað náð langt í pólitíkinni hefði hann haff metnað til þess." Hvernig leist þér svo annars á þetta samfélag aðfluttum úr öllu stærra umhverfi? „Mér fannst þetta bara áhugavert og einhvernveginn duttum við hjónin inn í þetta fýrirhafnarlaust. Ég átti þarna ágæta frænku í grenndinni, Ingibjörgu Hafstað í Vík en við erum systldnabörn í föðurætt mína. Og gegnum þau hjón lentum við fljótt inn í hjóna- ldúbb. Eins þekkti ég frá sumarárum mínum á Hofi þá bræður Sigurð og Þórhall Þorvaldssyni frá Þrastastöðum. María kona mín fór að \’inna á sjúkrahúsinu og kymntist þar ágætis fólki svo við soguðumst bara óafvitandi inn í samfélagið. En þarna 1978 fer ég að vasast í skólamálunum og þá var aðal- málið að koma Fjölbrauta- skólanum á laggirnar. Það lenti svo á mér sem skólanefndar- formanni að ráða Jón Hjart- arson sem skólameistara. ...við soguðumst óafvitandi inn í samfélagið... Það varð nú svolítið sögulegt því meirihluti skólanefiidar studdi annan umsækjanda. En Ragnar Arnalds studdi Jón og ástæðu þess vildu nú einhverjir rekja til stjórnmálaskoðana. Slíkt skipti mig auð\átað engu í þessu efni en við Ragnar lentum í dálitlum þrengingum þarna, einkum þó Ragnar sem einhverjir rifjuðu upp að hefði skönnnu áður staðið að umdeildri ráðningu í Grindavík sem ýmsir vildu meina að hefði verið pólitísk. En Jón fékk eitt atkvæði í skólanefndinni og það var ekki mitt atkvæði. Við vildum hinsvegar ekki deila lengi við ráðherran sem hvort eð er hafði veitingavaldið og þar með setja skólastarfið og framtíð skólans í uppnám. Við skoðun kom svo í ljós að maðurinn var að öllum líkind- um ekki snortinn borgaraleg- um dvggðum. Ég var búinn að kanna það eftir öruggum leiðum að Jóni væri treystandi og tel að það hafi fljótt komið í ljós að þetta var mikill happa- fengur fýrir héraðið. Og hann gekk strax til verks af miklum kjarld við að ýta þessum skóla úr vör. Reyndar held ég að Jón hafi seinna lýst því yfir á einhverjum fúndi að hann væri algerlega hlutlaus í pólitík og eiginlega óflokksbundinn Al- þýðuflokksmaður!" Svo þetta er kannsld það sem þú ert einna ánægðastur með að hafa komið til leiðar á þínum ferli í bæjarmála- pólitíldnni? „Sko, ég er alveg sannfærður um að það hafi alveg skipt sköpum fyrir Sauðárkrók að fá þennan skóla. Ekki bara að þetta er stórt at\'innufyrirtæki, heldur ekld síður að fá allt þetta menntaða fólk og aðra starfsemi sem þessu fylgir inn í bæjar- félagið. Það held ég að hafi breytt þessu samfélagi alveg gríðarlega. Ég var auðvitað stoltur af þessu fýrirtæki sem ég rak, en þegar maður horfir á þessa starfsemi í kringum þennan skóla þá er ég afar ánægður með að hafa valið þar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.