Feykir


Feykir - 31.05.2006, Blaðsíða 7

Feykir - 31.05.2006, Blaðsíða 7
21/2006 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson skrifar_ Vísnaþáttur 430 Heilir og sælir lesendur góðir. Játað skal að einni vísu tókst mér að ldúðra í síðasta þætti. Þrátt fyrir gott skref í þá átt að leiðrétta ágætu hringhenduna hans Jóns Bergmanns varð síðasta hendingin ekki rétt og skal nú reynt að bæta þar um. Að mér hrapar háð og spé hrekkjum napurt glapinn. Ég hef tapað frœgð ogfé fyrir gapaskapinn. ÞaðerlngólfurÓmarÁrmannsson, sem yrkir þessa heilræðavísu. Geymdu það sem göfugt er gakktu á drottins vegi. Þá mun farsœld fylgja þér fram að hirnsta degi. Gaman að fá aðra ágæta vísu eftir Jón S. Bergmann, sem hann mun hafa ort á efri árum. Sendu hjarta helgan svala halt mér Guð í nánd við þig, upp til þinna sólarsala sigurhönd þín leiði mig. Margir sem eldri eru , að minnsta kosti Skagfirðingar, muna eftir Isleifi Gíslasyni, sem mun hafa flutt ti! Sauðárkróks 1903 og farið að versla þar ári síðar. Eitt sinn mun hann hafa auglýst svo. Þú sem hefur lent í Ijótri klípu lœkna mœtti þig. Þú sem týndir tóbakspípu talaðu við mig. Mikil ös var í búð ísleifs næstu daga og höfðu margir tapað pípum. Lét kaupmaður alla lýsa sínum grip og passaði það alls ekki við þá sem fannst. Töldu gárungar síðar að skáldið hefði aldrei fundið pípu en notað þessa brellu til þess að fá fleiri í búðina. Um gamlan mann sem lengi vann við svarðartekju fyrir Sauðár- króksbúa orti Isleifur. Ellin vinnur mörgutn tnein margir verða linir. En það er ekki svo tneð Svein hann serðir eins og hinir. Halldór Halldórsson, skósmiður á Sauðárkróki, var hamhleypa til vinnu og stundaði vel sitt starf. Þó kom fyrir að hann lokaði stofunni og fór á drykkjutúr. Urn slíka reisu yrkir Isleifur. Fœr sér bjór ogfaðmar víf frœgðasljór en spakur. Nú er þjór og nautnalíf Nú er Dóri rakur. Gaman er að halda áfram með vísur er tengjast Skagafirði. Það er hinn snjalli Móskóga Stebbi, sem yrkir svo eftir góða veislu. Kátt var ittná knœputmi ég kynntist ungfrú Þuríði, þá máttifá allt hjá meyjunni tnikil er íslensk gestristti. Nokkuð kátt hefúr einnig verið hjá Benedikt Valdemarssyni frá Þröm er hann yrkir svo. Heitt í ceðunt blóðið brann breytti nceði í vökur. Ótal þræði andinn spattn ástarkvæði ogstökur. Löngutn víttið lífgar brá lætur dvítta harnta. Sé égskína bjarta brá brositt þín og arma. Ljúft blæritm leika kantt lækur hlœr í runni, blótnið kcera kysir hantt krystalstærum muttni. Þá finn ég í drasli rnínu eina vísu í viðbót, sem skrifað er við að sé eítir Benedikt. Er ég nú í vafa um að það sé rétt og bið lesendur að gefa mér upplýsingar ef þeir vita hvað satt er í því rnáli. Öls við bikar andi skýr á sér hiklaust gamatt. Augttabliksins œvintýr endist vikum saman. Kunn er þessi vísa Egils Jónssonar. Þessi skræku hrundarhljóð heimurinn vill ég banni. En þeirra rödd er þýð oggóð þegar þær hvísla að mantti. Sama má segja um næstu vísu Gríms Sigurðssonar ffá Jökulsá. Eg er bergmál, æ til taks ástardís og Ijóða. Kallirðu á tnig kem ér strax -kallaðu ekki góða. Oft höfum við landsins börn orðið að lifa við kulda og vosbúð, þrátt fyrir væntingar um annað á vortímanum. Kannski hefur verið kalt þegar hinn snjalli Jón Þorsteinsson á Arnarvatni orti svo. Ég heflöngu þráreynt það þegar kólu blómin, að vottitt mín í vettlings stað vertndi fmgurgóminn. Langar að biðja lesendur að styrkja líf þáttarins með smávegis af efhi. T el gott að enda með þessari fallegu vorvísu Jóns Ingvars Jónssonar. Veðurfarið okkar á engu nýju lutnar. Nú er Esjan orðin grá enda komið sumar. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir 3. deildin í knattspyrnu_ Hvöt byrjar með stæl Tindastóll spilaði fyrsta leik sinn í 3. deildinni við Kára frá Akranesi á sunnudaginn. Ekki riðu Stólarnir feitum hesti frá viðureigninni því lið Kára sigraði 2-1 en leikurinn ku hafa verið bæði leiðinlegurog Ijótur. Það er auðvitað ekki glæsileg byrjun að tapa fyrsta leiknum í 3. deildinni en þetta var hins vegar aðeins fyrsti leikurinn af 15 í sumar og ekki neinn heimsendir að vera með 0 stig eftir fyrstu umferð - það skiptir meira máli hversu mörg stigin verða að 15. umferð lokinni. Samkvæmt frásögn á heimasíðu Tindastóls léku Stólarnir illa í leiknum og náðu ekki upp spili. Ebbe Nygaard skoraði engu að síður fyrsta mark leiksins fyrir Stólana á 16. mínútu eftir mistök hjá markmanni Kára. Eftir markið náðu Ska- gamennirnir )Tirhöndinni og pressuðu stíft. Staðan var 0-1 í hálfleik. I síðari hálfleik skoruðu leikmenn Kára tvö mörk og voru þau bæði af ódýrari gerðinni. Leikmenn Tinda- stóls fengu nokkur færi en nýttu þau illa, þeir voru annars hugar allan leikinn og fundu sig alls ekki, þetta var ekki þeirra dagur - kannski ætti að banna að spila knattspyrnu daginn eftir kosningar? Hvöt með 5 mörk Hvöt hóf keppni í 3. deild- inni með miklum glæsibrag en Blönduósingar fengu Skallagrím í heimsókn. í tilefni þess að Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd á 80. ára afmæli á þessu ári fengu nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd boli að gjöf síðastliðinn föstudag. Það var stjórn U.M.F Fram sem að stóð fyrir framtakinu en félagið naut Aron Bjarnason komu heimamönnum yfir með marki á 28. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Hvöt gerði síðan fjögur mörk á 22. mínútna kafla í síðari hálfleik. Fyrst gerði Helgi Hafsteins annað mark liðsins á 58. mínútnu og í kjölfarið fylgdu mörk frá Ivan Stefanovic, Ólafi Jónssyni og Dejan Djuric innsiglaði 5-0 sigur Hvatar með marki á 80. mínútu. Eitt stig til Neista Þá gerði Neisti Hofsósi ágæta ferð til Ólafsvíkur en þar gerði liðið jafntefli við lið Snæfells, 1 -1. liðsinnis frá FISK Seafood og Landsbankanum. Nem- endurnir voru að vonurn þakklátir og ánægðir með gjöfina og staðráðnir að taka virkan þátt í sumarstarfi félagsins sem reynt verður að hafa með líflegasta móti í surnar. www. skagastrond. is Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd 80 ára Fengu afhenta boli f ATVINNA 1 Óskum eftir að ráða mann með meirapróf og vinnuvélaréttindi sem fyrst. Upplýsingar hjá Steypustöð Skagafjarðar og í síma 453 5581 smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is rn söiu WJ Vento árgerð 1998, keyrður 125 þúsund km, sóllúga, filmur, spoiler. Beinskiptur, vetrar- og sumardekk á felgum, álfelgur. Einnig á sama stað bláyrjóttur svefnsófi, sófaborð með 2 gler- plötum og isskápurmeð frysti. Upplýsingar í síma 846 9198. Óskað eftir íbúð til leigu Óskað er eftir þriggja herbergja íbúð til leigu á Sauðárkróki frá 1. ágúst. UpplýsingargefurAnna i síma 453 7918 eða 846 6684. Móðuhreinsun glerja Ódýr, einföld og varanleg lausn. Verð á ferðinni frá 9.-11. júní. Upplýsingar veitir Magnús Már i sima 899-4665. Heyrúllur til sölu Tilsölu 50 heyrúllur, árgerð 2005 afnýlegu túni. Upplýsingar í síma 453 8257 eða 8648257. WV til sölu Tilsölu WV Passat 1.8 turbo árg 1998 ekinn 149 þkm, sjálfskiptur, dráttarkúla, álfelgur. Upplýsingar i síma 894 3395/453 8895. Veski tapaðist Blátt Harvest galla-peningaveski týndistsl. fimmtudag eða föstu- dag á leið frá ShellSportniðurá Hólaveg eða íkringum Varma- hliðarskóla Iföstudag). Veskið er ómerkt en innihélt þónokkra peninga. Skilvís finnandi vinsamlega hafið samband í sima 8616922 eða við lögreglu. Fundarlaun.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.