Feykir


Feykir - 31.05.2006, Blaðsíða 8

Feykir - 31.05.2006, Blaðsíða 8
Brúnastaðir i Fliótum, túnin öll undir snjó en mokuð hefur verið rás i snjóinn fyrir féð að vera á,en gámurinn er kindaskjól. Mynd ÖÞ: Dökkt útflit hjá sauðfjárbændum I norðan áhlaupinu á dögunum kingdi niður miklum snjó í Fljótum. Var talið að um eins meters janfallinn snjór hafi verið í Austur-Fljótum þegar veðrinu loks slotaði. Talsvert var kornið út af sauðfé þegar byrjaði að snjóa. Var óhjákvæmilegt að taka það á hús aftur og heygjöf á ný. Hafa allar skepnur verið á fullri fóðurgjöf síðan. Þrátt fyrir ágæta veðráttu síðustu daga er enn gríðarlega mikill snjór og á nokkrum bæjum var varla kornin lófastór blettur af túnum uppúr. Þetta ástand kemur verst við sauðfjárbændur sem eru með bústofninn heima, ýmist inni eða á einhverjum smá blettum sem þeir hafa rnokað snjónum af til að láta fé standa á. Má segja að ef ekki bregður snögglega til hins betra með tíðarfar séu mjög dökkar horfur hjá bændum því við svona aðstæður er hætta á að afföll bæði á lömbum og fuliornu fé verði mun meiri en við eðlilegar aðstæður. í samtali sem fréttaritari átti við aldraðan bónda í Fljótum á dögunum sagði hann að þetta væri mesti snjór sem hann myndi eftir á þessunr árstíma í sveitinni, en sagði að vond áhlaup hefðioft gertogjafnvel mun seinna en nú. Ekki liggur enn fyrir hvaða áhrif þetta ástand hefur á varp fugla ,en hefðbundnar varpstöðvar æðarfugls hafa verið að koma undan snjó síðustu daga. Skolli lá Viðar Ágústsson á Bergsstöðum i Skagafirði ersnjall veiðimaður. Er tiðindamann Feykis bar að garði varhann nýbúinn að fella ref á landareignsjnn[,Aðjögnh«endaermikió --~-~~uni ref en minkur sjaldséðarí en undanfarin ár. it. SHELL SPORT SKAGFIRDINGABRAUT 29 SAUDARKROKI SIMI 453 6666 Shellsp^ Tveir góðir kostir til aoávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 3,7% vexti, bnndin í 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, naínvextir 8.5%, ársávöxtun 8.68% Hafið þið séð betri vexti? A5“ Innlánsdeild KS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.