Feykir - 08.11.2006, Síða 1
Hvað uhgur nemur
ma *
gamall temur
..: - . .
Tíðindamaður Feykis rakst á þessa galvösku sjósóknara þar sem þeir voru að leggja frá bátabryggjunni á Hvammstanga á dögunum.
Hversu langt var farið skal ósagt látið en hér gildir hið fornkveðna; hvað ungur nemur gamall temur.
Umdeilt mál á þingi sem skiptir miklu máli fyrir Skagafjörð
Nýsköpunarmiðstöðin
komin til kasta Alþingis
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram
á Alþingi í gær frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð íslands.
Valgerður Sverrisdóttir, lagði fram frumvarp um Nýsköpun-
armiðstöð fyrr á árinu en málið hlaut ekki afgreiðslu vegna
þess að stjórnarflokkarnir voru ekki samstiga í málinu.
Væntanleg starfssemi Ný- lýsti því yfir opinberlega í vor
sköpunarmiðstöðvarinnar að höfuðstöðvar hinnar nýju
byggir á grunni Byggðastofn- stofnunar yrðu á Sauðárkróki.
unar á Sauðárkróki og Impru Hjá Nýsköpunarmiðstöð
- nýsköpunarmiðstöðvar í íslands skulu, auk annarra
Reykjavík. Iðnaðarráðherra verkefna, starfrækt tvö megin
Auglýsing um hluthafafund Feykis
Fundur á Kaffi Krók
Boðað ertil hluthafafundar rins og er það samningur \ið
í Feyki ehf. miðvikudaginn Nyprent ehf. um útgáfu blað-
8. nóvember kl. 17:00. sins á árinu 2007. Fundurinn
Eitt mál er á dagskrá fúnda- verður á Kaífi Krók.
fagsvið, ráðgjafarsvið og
íslenskar tæknirannsóknir.
Stjórnun þessara sviða skal
vera á hendi sérstakra fram-
kvæmdastjóra sem forstjóri
ræður.
Stefnt er að afgreiðslu
málsins á þessu þingi en
búast má við fjörlegum
skoðanaskiptum í umræðum
um það á Alþingi. Fram komu
fyrr á árinu skiptar skoðanir
um staðsetningu höfúðstöðva
Nýsköpunarmiðstöðvar á
Sauðárkróki en ljóst er að
málið er afar brýnt enda
vinna um 25 manns hjá
Byggðastofnun þar, sem
verður lögð niður er hin nýja
stofnun tekur til starfa.
Skagafjörður
Akrahreppur skuldlaus
í ársreikningi fyrir
Akrahrepp í Skagafirði fyrir
árið 2005 kemur fram að
lokið var við að greiða upp
langtímaskuldir á árinu.
Halli varð á rekstrinum
en hreppurinn á 65 milljónir
króna handbærar á bankabók.
Hallann má rekja til þess
að Akrahreppur greiddi
Skagaíjarðarveitum 33 mill-
jónir króna í styrk vegna
hitaveituframkvæmda á árinu
2005.
Norðurland vestra
Skýrsla um vaxtar-
samning tilbúin
Nefnd um gerð vaxtar-
samnings fyrir Norðurland
vestra hefur lokið við gerð
tillagna fyrir svæðið en
heimamenn munu kynna
þærfyrir iðnaðarráðherra í
næstu viku.
Tillögur nefndarinnar um
einstök verkefiti og samstarfs-
aðila og ábyrgðaraðila við að
hrinda þeim í framkvæmd
liggja fiair í ítarlegri skýrslu
sem er nýkomin úr prentun.
Vaxtarsamningsnefndin, skip-
uð fúlltrúum víða úr kjördæm-
inu, lagði ásamt starfsfólki
iðnaðanúðuneytisins talsverða
vinnu í gerð tillagnanna, en
þáði þó ekki laun fyrir starf sitt.
Framvindan mála varðandi
einstaka tillögur og væntan-
legan vaxtarsamning skýrast að
öllum líkindum eftir fLmd með
ráðherra í næstu viku.
Óveðrið um helgina
Ekki mikið tjón
Ekki er kunnugt um að mikið
tjón hafi orðið á Norðurlandi
vestra af völdum óveðursins
sem gekk yfir landið á
laugardag.
Talsverður erill var hjá
björgunarsveitum við að hjálpa
fólki að festa hluti sem hröktust
undan veðrinu. Nokkuð var um
að þakplötur losnuðu af
húsþökum, þannig varð t.d. að
gera ráðstafanir til að festa
þakjám hjá Sauðskinni á
Sauðárkróki.
Vindhraðinn náði hámarki
um hádegi á laugardag og var á
Þetta stóra lerkitré brotnaði í óveðrinu á
bænum Flatatungu íAkrahreppi.
tímabili ekkert ferðaveður. í
Skagafirði var veðurhæðin meiri
í héraðinu framanverðu þar sem
stór tré brotnuðu í verstu
vindhviðunum.
Almenn raftækjaþjónusta /- tölvu- og rafeindaþjónusta ( \ fl - frysti- og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn \ W/M nCIW ~ v®'a' °9 verkfæraþjónusta —ICTe^ll ehj3— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun 'Qs yHlTtbílaverkstæði
v“'/ Æj. mwm.
Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141