Feykir


Feykir - 14.02.2007, Side 1

Feykir - 14.02.2007, Side 1
Láttu ekki vandræðin verða til vandræða Ibúðalánasjóður www.ils.is Úr verinu Sextíu tonna skip gert út frá Hofsósi Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Jón Magnússon verkfræðingur hjá Vegagerðinni skoða aðstæðurí Norðurárdalnum Samgönguráðherra kynnti nýja samgönguáætlun fyrir árið 2007 -2018 Framkvæmdum á Þverár- fjallsvegi ekki flýtt Sturla Böóvarsson, samgönguráðherra, kynnti á mánudag samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verða 381,4 milljarðar króna. Af þeirri upphæð renna 324 milljarðar til vegamála. Hvað Norðvestur svæðið varðar þá er gert ráð fyrir að ljúka vegi í Norðurárdal þann 20. ágúst á þessu ári en ekki er gert ráð fyrir að flýta ffamkvæmdum á Þverárfjallvegi líkt og Byggðarráð Skagafjarðar hafði lagt áherslu á. Þá er Alexandersflugvöllur á Sauðár- króki ekki nefhdur sérstaklega í áætluninni. Sturla Böðvarsson var staddur í Skagafirði í liðinni viku og var hann þá að kynna sér ffamkvæmdir í héraðinu áður en lokahönd yrði lögð á áætlunina. Aðspurður sagði Sturla að vegur yfir Kjöl yrði ekki settur á samgönguáætlun en sér litist vel á hugsanlega einkaffamkvæmd. Samkvæmt samgönguáætl- un á að verja um 42 milljörð- um tfl vegaffamkvæmda á landsbyggðinni, 37 miUjörðum á höfuðborgarsvæðinu og þá verði 38 milljörðum varið til jarðgangagerðar. Einnig er gert ráð fyrir 45 milljörðum til ákveðinna verkefha svo sem breikkun Hringvegarins út ffá Reykjavík og ffamkvæmdum við Sundabraut. Greiðari samgöngur eru taldar mikilvægar og þá stytting leiða á mUIi byggðakjarna til þess að lágmarka ferðatíma. Undir þetta markmið falli fjöldi ffamkvæmda svo sem að stytta leiðir miUi staða með nýffamkvæmdum, gerð jarðganga, breiðari brýr, nýjar hafnir og stækkun flugvalla. Sauðárkrókur Viggó Einarsson útgerðar- maður á Hofsósi og eigandi fyrirtækisins Sjóskips keypti seint á síðasta ári 60 tonna bát frá Hvammstanga. Báturinn hét áður Harpa en heitir nú Óskar og ber einkennisstafina SK 131. „Það er búið að stunda ýmiskonar veiði á þessum bát, rækju, snurvoð og net, en undanfarið hef ég verið að gera hann kláran fýrir línuveiði. Ég var með hann í Siglufirði á dögunum. Var að láta þá hjá JE vélaverkstæði breyta svolitlu, setja nýjan spUbúnað og svo höfum við áhöfnin verið að vinna í honum erum að breyta þannig að við komum fleiri körum fýrir. Við ætlum að kæla aUan afla í ískrapa þá er fiskurinn um mínus eina gráðu þegar hann kernur í land. Þannig teljum við okkur koma með úrvals hráefni að landi. Þannig vflja þeir fá vöruna sem eru að flytja út ferskan fisk með flugi”, sagði Viggó. Gert er ráð fýrir að fjórir verði í áhöfn Byggja á nýjan Það vakti athygli að í atvinnuauglýsingu sveitar- félagsins Skagafjarðar sem birtist í öllum helstu fjólmiólum núna um helgina var tekið fram að hefja ætti byggingu á nýjum leikskóla á Sauðárkróki á árinu 2007. Unr 36 börn eru nú þegar á biðUsta eftir leikskólaplássi, sum hver eru þó yngri en eins árs. I dag eru börn skráð á biðUsta frá 6 mánaða aldri en viðmiðið er að taka þau inn á leikskóla við 18 mánaða aldurinn og eins og staðan er í dag er í járnum að það takist, segir Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafuUtrúi. Viggó Einarsson um borð inýja bátnum. Mynd ÖÞ: bátsins og segir Viggó að stefhan sé að róa með einfalda setningu sem eru 42 balar í róðri. Þá er skUyrðið að róðurinn sé ekki lengri en einn sólarhringur tU að ná línuívilnuninni. Hann segist hafa farið út í þetta til að tryggja stöðugra hráefni og svo verður hann ekki eins háður veðri og áður en gamli báturinn sem hann hefur gert út undanfarin ár er aðeins 12 tonn. Aflinn mun fara að hluta tU í fiskvinnslu Viggós á Hofsósi en eitthvað mun væntanlega fara í vinnslu á Sauðárkróki og á markaði. ÖÞ: Það þótti því Ijóst að ef ætti að laða fleiri íbúa til bæjarins væri brýnt að bregðast við þessari vaxandi eftirspurn eftir leUcskólarýmum. Fyrir eru tveir leikskólar í bænum, Glaðheimar sem tekur 84 börn á þremur deildum og Furu- og Krflakot sem taka 65 börn á þrernur deUdum. Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar vinnur nú að nánari útfærslu á málinu og vænta má ffekari ffétta af því á næstu vikum. VIÐ BONUM OG RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum upZESminrjg Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar . ogsprautun » BOm Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is jj/JtfJbifreiðaþjónusta Sæmundargötu 1b, SauOárkrókur -S: 453 5141

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.