Feykir - 16.05.2007, Blaðsíða 3
19/2007 Feykir 3
Byggóasafn Skagfirðinga
Endurreisn
Tyrfingsstaða
Á myndinni eru f.v: Helgi Sigurðsson, GudnýZoéga og GuðmundurSt. Sigurðarson.
Mánudaginn 14. maí hófst endurreisn Tyrfingsstaóa.
Tekió var ofan af fjárhúsum og tóftin hreinsuð og
undirbúin fyrir torfhleóslunámsskeiö sem fram fer á
vegum Fornverkaskólans, og hefst þann 29. maí n.k.
Húsið var fallið og því
mikið atriði að gefa því gætur
hvernig þakið hafði lagst yfir
allt, hvernig grindaviðirnir
voru og hleðslur í veggjum.
Við hreinsunina unnu
Helgi Sigurðsson torf- og
grjóthleðslumeistari, sem
stýrði ofantöku veggja og
mun kenna á væntanlegu
námsskeiði í vor. Bragi
Skúlason trésmiður skoðaði
grindarefni og hafði eftirlit
með tréverksupptöku, en hann
mun vera með námsskeið í
grindarsmíði þegar haustar.
Guðný Zoéga forn-
leifafræðingur hafði eftirlit
með öllu sem upp var tekið og
kannaði gólf / botn hússins.
Guðmundur Sigurðarson
fornleifafræðinemi var til
aðstoðar í verkinu og Bryndís
Zoéga stýrði skráningum
og ljósmyndaði. Hver hluti
hússins var mældur og
teiknaður.
Með þessari aðgerð er
formlega hafin endurreisn
Tyrfmgsstaða sem hugmyndin
er að unnið verði að næsta
áratug og mun að mestu fara
fram í formi námsskeiða.
Ágúst Þór Bragason, Blönduósi nýr formaóur HNV
Tillaga írisar felld
Á fundi í heilbrigðisnefnd Norðurlands Vestra var felld tillaga
írisar Baldvinsdóttur um að Sveitarfélagið Skagafjörður fái
sæti formanns nefndarinnar fram að ársþingi SSNV í ágúst.
Var tillaga Irisar felld með sér í stöðu formanns og var
þremur atkvæðum gegn kjör hans samþykkt nreð
tveimur. Ágúst Þór Bragason, þremur atkvæðum en tveir
bæjarfulltrúiSjálfstæðismanna sátu hjá við atkvæða-
á Blönduósi gaf einnig kost á greiðsluna.
Feykir
Hafðu samband - Síminn er 455 7176
Við þökkum þeim fjölmörgu
sem lögðu fram vinnu
og studdu flokkinn í
nýafstöðnum kosningum.
Bestu þakkir
til ykkar allra
Frambjóðendur
Framsóknarflokksins
framsokn.is
§) Framsókn
Þakkir
Við þökkum innilega öllum þeim
sem lögðu hönd á plóg
í kosningabaráttu flokksins
og þökkum veittan stuðning.
Samfylking Norðvesturkjördæmi
4^ Samfylkingin