Feykir - 16.05.2007, Blaðsíða 5
19/2007 Feykir 5
Samtök sveitafélaga á Norðurlandi Vestra
Hagsmunasamtök sveitavfélaga og
einstaklinganna sem þau byggja
SSNV er skammstöfun sem flestir kannast viö að hafa
heyrt en fæstir geta útskýrt hvaó þýðir. Feyki lá forvitni
á að vita meira og settist niður með Adolfi Berndsen,
formanni stjórnar SSNV.
Adolf Berndsen, formaður stjórnar SSNV.
Adolf, það liggur beinast við
að spyrja hvað þýðir og hvað
erSSNV?
-SSNV er skammstöfun fyrir
Samtök sveitarfélaga á Norður-
landi vestra. I samtökunum
eru öll sveitarfélögin á
vestanverðu Norðurlandi. Þau
eru Siglufjörður, Sveitarfélagið
Skagafjörður, Akrahreppur,
Skagabyggð, Höfðahreppur,
Blönduósbær, Húnavatns-
hreppur og Húnaþing vestra.
Landshlutasamtök sveitarfélaga
starfa skv. sveitarstjórnar-
lögunum, en í 86.gr. þeirra laga
eru ákvæði um að sveitarfélög
geti „stofiiað til staðbundinna
landshlutasamtaka sveitarfelaga
er vinni að hagsmunamálum
íbúa í hverjum landshluta“.
Landshlutasamtökin eru frjáls
samtök sveitarfélaganna og
hafa þau öll sérstakan fram-
kvæmdastjóra og skrifstofú.
Samkomulag er milli Sambands
íslenskra sveitarfélaga og
landshlutasamtakanna um
tiltekna verkaskiptingu milli
þessara aðila í meginatriðum
þannig, að sambandið annast
samskipti við ríkivaldið um
löggjafarmál og þau málefni
er snerta sveitarfélögin í heild,
en landshlutasamtökin fara
með byggðamál og sérstök
hagsmunamál hvers landshluta.
Meginmarkmið SSNV er að
vinna að hagsmunum sveitar-
félaganna og svæðisins í heild
með það að leiðarljósi að styrkja
stöðu Norðurlands vestra,
efla samvinnu og kynningu
sveitarstjórnarmanna, reka
atvinnuþróunarstarfsemi undir
heitinu SSNV atvinnuþróun svo
og að vinna að þeim verkefnum
sem aðildarsveitarfélögin eða
löggjafinn kann að fela samtök-
unum.
Hvað hefur þetta samstarf
verið lengi á þessum nótum?
-Samtökin voru stofnuð árið
1993. Fyrir þann tírna höfðu
sveitarfélögin haft samstarf
um rekstur Iðnþróunarfélags
Norðurlands vestra
(INVEST)og starfaði það félag
sjálfstætt. Árið 2004 var tekin
ákvörðun um að sameina
starfsemi SSNV og INVEST og
tók sú skipulagsbreyting gildi
árið 2005.
Fráárinu 1999hafasamtökin
annast framkvæmd samnings
byggðasamlags um málefni
fatlaðra á Norðurlandi vestra
og félagsmálaráðuneytisins
um rekstur málefna fatlaðra á
starfssvæði samtakana. Sarnn-
ingurinn sem var einstakur á
þeim tíma, hefur reynst vel
og hefur verið endurnýjaður
tvisvar, fyrst árið 2002 og nú
aftur á síðasta ári.
Hverju hefur það áorkað?
-Ekki er um það deilt að
samstarf sveitarfélaganna innan
SSNV hefúr orðið til góðs
þó alltaf séu eðlilega skiptar
skoðanir um hlutina. Þannig
hefúr Atvinnuþróun SSNV
komið mörgum góðum málum
áfram og stutt við bakið á
einstaklingum, sveitarfélögum
og fyrirtækjum. í eðli sínu
er atvinnuþróunarstarfið oft
á tíðum umdeilt og oft ekki
sýnilegt þar sem unnið er að
trúnaðarmálum með fólki. í
dag eru starfandi hjá SSNV 4
atvinnuráðgjafar á jafitmörgum
starfsstöðvum auk nýráðins
framkvæmdastjóra Jóns Óskars
Péturssonar. Við erum þessa
mánuðina að skoða sérstaklega
starf samtakanna ekki síst með
atvinnuþróunina í huga. Við
höfum séð fjrir okkur að breyta
megi áherslum samtakanna
og tengja okkur m.a. betur við
rannsóknar- og skólastarf. Við
viljum einnig auka kynningu á
okkar starfi og þeirri þjónustu
sem samtökin veita og standa
fyrir.
Við eigurn formlega og
óformlega fundi með stjórn-
völdum og alþingismönnum
um hagsmunamál Norðurlands
vesta þar sem lagt er upp með
hagsmunamál íbúanna. Við
höfum beitt okkur mjög á
sviði menntunar, samgöngu-
og atvinnumála og jöfnunar
búsetuskilyrða.
Samningurinn uin málefni
fatlaðra er lýsandi dæmi um
hveiju samstarf sveitarfélaga
getur áorkað. Með samvinnu sín
á milli hefur sveitarfélögnunum
á Norðurlandi vestra tekist að
fá til sín og efla nærþjónustu í
mikilvægum málaflokki og um
leið byggt upp ákveðið módel
sem möguleiki er að nýta við
frekari tilfærslu verkefúa frá
ríki til sveitarfélaga. Nýgerður
menningarsamningur og und-
irbúningur vaxtarsamnings eru
stór verkefni sem samtökin hafa
unnið að. Við höfum líka leitað
leiða til að laða verkefiti inn á
svæðið rná þar nefna hugmyndir
um koltrefjaverksmiðju sem
unnið hefur verið að og línur
fara vonandi að skýrast með.
Það er mikið rætt um nei-
kvæðan hagvöxt, fólksflótta
og almenna hnignun
svæðisins, hvernig metið þið
hjá SSNV stöðuna?
-Við viljum ekki líta svo á að
svæðinufarialmennthnignandi.
Þrátt h'rir að vera vel meðvitaðir
um alvarleika fólksfækkunar
fyrir einstök svæði þá felast
einnig tækifæri í breyttu
búsetumynstri. Tímabundin
áföll kalla á skapandi hugsun og
nýsköpun meðal íbúa, fyrirtækja
og stofúanna á svæðinu
sem miða af því að mæta og
bregðast við breytingum á
atvinnu og búsetuháttum. Við
teljum að við eigum mikið
inni varðandi uppbygginu
menntunnar á svæðinu og
teljum að þar gegni Háskólinn
á Hólum lykilhlutverki í mótun
þekkingarsamfélags sem kalli á
vel menntað fólk til verðmætra
starfa. Þaðhefurmargsannastað
Starfsmenn
SSNV hefur sjö starfsmenn á
launaskrá og eru þeir staðsettlr
á fjórum starfsstöðvum.
Þrír eru á Hvammstanga, einn á
Blönduósi, tveir á Sauðárkróki og
einn á Siglufirði.
Jón Óskar
Pétursson
framkvæmda-
stjóri,
Hvammstanga.
<6 4552510
Gudrun Kloes,
atvinnuráðgjafi,
Hvammstanga.
<6 4552510
Katharina Ruppel
skrifstofu- og
bókhaldsstörf,
Hvammstanga.
<6 4552510
HaukurSuska
Garðarsson,
atvinnuráðgjafi,
Blönduósi.
<6 4554304
Katrin Maria
Andrésdóttir
atvinnuráðgjafi,
Sauðárkróki.
<6 4556043
Gréta Sjöfn
Guðmundsdóttir
verkefnastjóri
málefna fatlaðra,
Sauðárkróki.
<6 4556050
Ómar Hauksson
atvinnuráðgjafi,
Siglufirði.
<6 4605612
->
staðsetning háskóla hefur mikið
að gera með vöxt og sóknarfæri
byggða. í mínum huga þarf
Háskólinn á Hólum að vaxa
verulega frá því sem verið hefúr.
Auka þarf námsframboð og
styrkja undirstöðu skólans.
Nú þegar eru farin að sjást
mörg dæmi um árangur í
mótun þekkingarsamfélags
á Norðurlandi vestra má þar
nefúa samstarf Hólaskóla, Fisk
Seafood, Matís, ráðuneyta og
stofnanna um uppbygginu við
Verið á Sauðárkrók. Verkefni
sem eftir er tekið víða um land.
Hinu er ekki að leyna að þótt
við höfúm fundið stuðning
við mörg mál í samtarfi við
stjórnvöld, finnst okkur ekki
nægjanlega að gert, það er því
verkefni samtakanna í samstarfi
við fyrirtæki, sveitarfélög og
einstaklinga að leita nýrra leiða
til að styrkja landshlutann.
Eftir að hafa litið augum
loforðalista stjórnmálaflokkana
fyrirkosningarnars.l. laugardag
má ætla að bjartari tímar séu
framundan í viðhorfum til
landsbyggðarinnar. Megin
kjarninn í þeim boðskap var
menntun og samgöngur jafn-
framt því að mæta aðstæðum
þeirra byggðarlaga sem stæðu
veikt. Hinu megum við aldrei
gleyma að sterkasta vopn
okkar í þessari baráttu er
kjarkur, frumkvæði og forysta
heimamanna.
Eru einhver spennandi
verkefni í farvatninu sem þú
getur sagt okkur frá?
- Verkefnin eru af margvíslegum
togaogmörgafarspennandi. Ég
vil ekki nefna einstaka verkefiii
umfram önnur þar sem mörg
eru ennþá á frumstigi. Áður
nefndur menningarsamningur
er á sama hátt lýsandi dæmi
um samstarf sveitarfélaganna.
Umsjón með samningi þessum
sem try'ggir á næstu þremur
árum allt að 100 m.kr. til
menningarmála á svæðinu
verður í höndum SSNV og
Menningarráðs SSNV.
Mikilvægur samningur
sem felur m.a í sér að framlag
ríkisins til menningarmála á
Norðurlandi vestra verður um
95 milljónir króna á næstu
þremur árum og mun það
fjármagn vafalítið efla hið
blómlega menningarlíf sem
f)TÍr er á svæðinu.
Vaxtarsamningur fyrir
Norðurland vestra er verkefni
sem unnið hefúr verið að
undanfarin 1-2 ár. Þeir sem
koma að samningnum auk
stjórnvalda eru fjTÍrtæki og
stofúanir auk SSNV. Þessir
aðilar eru sammála um að
framlag ríkisins hafi verið of
lítið, var því óskað eftir frekari
viðræðum við stjórnvöld um
málið. Væntum við þess að þær
viðræður fari fram næstu daga.
Hverjir hafa aðgang að
starfsmönnum SSNV og við
hvers konar verkefni eru þeir
að aðstoða?
-SSNV atvinnuráðgjöf er opin
öllum íbúum, fyrirtækjum
og stofiiunum á Norðurlandi
vestra. Um margvíslega ráð-
gjöf er að ræða m.a aðstoð
við gerð viðskiptaáætlana,
endurskipulagningu í rekstri,
ráðgjöf er snýr að markaðs-
málurn og hvers kyns umsókn-
um i opinbera sjóði jafiit
innlenda sem erlenda. Ég vil
nota þetta tækiæri til þess að
hvetja fólk til þess að kynna sér
starfsemina á vvww.ssnv.is.