Feykir


Feykir - 23.08.2007, Side 3

Feykir - 23.08.2007, Side 3
31/2007 Feykir 3 Umhverfísverðlaun Skagafjarðar 2007 Þau eru til fyrirmyndar Þau veittu umhverfisverðlaunum Skagafjarðar 2007 viðtöku. mynd ÖÞ A landbúnaðarsýningunni Sveitasæla 2007 voru afhent verðlaun fyrir fallegt umhverfi í Skagafirði. Sveitarfélagið Skagafjörður veitir verðlaunin en Soroptimistaklúbburinn skipar dómnefnd. Ingibjörg Sigfusdóttir formaður fjáröflunarnefndar klúbbsins k)omti verðlauna- hafana auk þess sem Þórdís Friðjónsdóttir, flutti ávarp fjTÍr hönd sveitafélagsins og afhenti verðlaunin. Verðlaun hlutu; Hólaskóli, Háskólinn á Hólum var sú stofnun sem fékk viðurkenningu fjTÍr umhverfi sitt. Ártún var valin fallegasta gatan á Sauðárkrók, Daufá, snyrtilegasta býlið með hefð- bundinn búskap. Þar búa Efernía Valgeirsdóttir og Egill Örlygsson. Engihlíð, sn>Tti- legasta býlið, þar sem ekki er um hefðbundinn búskap að ræða. Þar býr Oddný Angan- týsdóttir. Hótel Tindastóll fékk fýrirtækjaverðlaunin og garður Jónu Gísladóttur í Úthlíð í Varmahlíð var valinn fallegasti garðurinn. Ákall frá Selasetrinu Sjálfboða- liðar óskast Laugardaginn 25. ágúst, frá kl. 12:00 - 16:00, mun Selasetur íslands standa fyrir selatalningu við Vatnsnes. Markmið dagsins er stórt, þ.e. að telja heildarfjölda sela við Vatnsnes. Sjálfboðaliðar munu ganga fjörur frá Miðfjarðarósi og að Sigríðarstaðaósi. Áhuga- sömum er bent á að skrá sig fýrir kl. 18:00 föstudaginn 24. ágúst. Mæting í Selasetrið kl. 11:00 á laugardag. Kakó, kleinur, viðurkenningarskjöl ogskoðunarferð um Selasetrið í boði að talningu lokinni. Skráning og allar frekari upplýsingar í síma 451 2345 eða á tölvupóstfangið selasetur@selasetur.is. Mannlíf Fjölmenni á flottri sýningu Fjöldi fólks var við opnun sýningarinnar. Hérmá sjá m.a. þá bræður Aage Michelsen og Kristinn Michelsen. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Úr myndaalbúmi Michelsenfjölskyldunnar, laugardaginn 18. ágúst síðastliðinn. Fram kernur á heimasíðu ánægjulegt hafi verið hversu Héraðsskjalasafirsins að einkar margir úr fjölskyldunni sáu sér fært að koma norður heiðar. Þará meðal voru þrír eftirlifandi synir Jörgen Frank Michelsen og Guðrúnar Pálsdóttur, þeir bræður Franch, Kristinn og Aage. Alls komu um 150 manns á sýninguna fýrsta daginn og hefur verið góð aðsókn aðra daga. Myndirnar eru frá árunum í kringum 1940 ogþeir sem muna þá tíma höfðu um rnikið að spjalla á opnuninni. Þá er ekki spurning að sýningin ætti að veita yngra fólkinu skemmtilega innsýn í líf og störf Króksara á þessum árurn. Sýningin verður opin virka daga frá 13:00 - 17:00 og næstu helgi frá 14:00 - 17:00. smáauglýsingar... o Hvolpur fæst gefíns Fimm vikna gamall tikarhvolpur fæst gefins.Þetta er blendingur.foreldrar mjög Ijúfir og góðir. Upplýsingarísíma 4671054. Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is BOLFISKVINNSLA : FLÖKUN : LAUSFRYSTING : PÖKKUN : ÞURRKUN Framtíöaratvinna FISK Seafood hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út 4 togara og rekur landvinnslur á Sauöárkróki, Skagaströnd og Grundarfiröi. Fólk vantar til starfa í landvinnsluna á Sauöárkróki til hefðbundinna fiskvinnslustarfa. Vinnutíminn er frá kl. 07,00 - 15,30 Einnig vantar starfsmann i þrif seinni part dags. Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 og á staónum. Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er 455 7176 FJOLBREYTT TILBOÐ OG FRÍÐINDI í GEGNUM NETKLÚBB GOLFKORTSINS Sæktu urii Golfkortið á www.golfkort.is l KAUPÞING Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur sunnudaginn 26. ágúst kl. 17:00. Foreldrar eru hvattirtil að mæta. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 27. ágúst kl. 08:00. Skólameistari FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI UMF. TINDASTOLL Ungt fólk á öllum aldri í svaka stuði!

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.