Feykir


Feykir - 01.11.2007, Síða 4

Feykir - 01.11.2007, Síða 4
4 Feykir 41/2007 Ægir Ásbjörnsson hannaði útlit á sviði og lýsingu á tónleikum Megasar „Heiður að vinna með Megasi” Megas hélt á dögunum stærstu tónleika sem hann hefur haldiö en tónleikarnir fóru fram í Laugardalshöll á dögunum. Þaö væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þaö aö Króksarinn Ægir Ábjörnsson sá um sviðsmynd og lýsingu. -Þetta kom til af því að ég var þriðja árið í röð að sjá um Ijós á Bræðslutónleikunum sem eru haldnir á Borgarfirði eystri helgina fyrir Verslun- armannahelgi ár hvert. Þetta sumarið sá ég um umgjörðina alla, það er bæði ljósin og sviðið. Megas var að spila á þessum tónleikum og honum og hans fólki leist það vel á þetta að þeir ákváðu að fá nrig til þess að vinna fyrir sig Laugardalshöll, útskýrir Ægir aðspurður unr hvernig þetta konr allt til. Kári Sturluson, umboðs- maður Megasar talaði við Ægi strax eftir tónleikana í sumar og síðan höfðu þeir aftur samband sex vikum fyrir tónleika og staðfestu ósk sína unr að Ægir kæmi. Umgjörð Ægis vakti tölu- verða athygli, þótti einföld en áhrifamikil. Á vísi.is var henni lýst svona; -Umgjörðin var mjög falleg og gaf þeim hátíðlegan blæ. Sviðsmyndin var einföld (eitt tré og ljósasería) og lýsingin var látlaus en áhrifamikil. En hvaðan skyldi hugmyndin hafa komið? -Hún var má Jólahlaðborð 7. desember 2007 Blönduósi Forréttir 2 tegundir af síld. Graflax, reyktur lax, fiskipaté og sveitapaté Brauð: laufabrauð, rúgbrauð, ristað brauð. Kjötréttir: Fyllt “flæske steik”, kalkúnn, hangkikjöt, hamborgarahryggur. Meðlæti: Rauðvínssósa, grænar baunir, jólasalat, rauðkál, hvítar kartöflur í jafning, sykurbrúnaðar kartöflur. Desert: “Ris a la Mande”, mokka frómas, kaffi og konfekt. Verð: 3.980,- á mann. Borðapantanir í síma 453 5060 UfíjNN^? POTTUfílNN OG PRNÉBHB^M -------"í' NORÐURLANDSVEGI4 BLÖNDUÓSI segja einfölduð frá Borgar- firði. Svipað konsept en einfaldað og haft stílhreinna. Exton útvegaði öll ljós og mannskap í þetta verkefni og í raun og veru var ég búinn að gera plan sem þeir voru með í höndunum og voru byrjaðir að vinna þegar ég fór suður. Ég sá síðan um að stilla allt inn velja liti og þess háttar. Þurfti því ekki að vinna þessa hörðu vinnu. Síðan hafði ég hauk í horni í mági mínum honum Jóni Þóri Bjarnasyni sem aðstoðaði nrig við þetta allt saman. Ertu Megasar aðdáandi? -Já, ég hef alltaf fílað hann og á einhverjar sjö, átta plötur með honum. Hefur þetta útvegað þér einhver önnur verkefni? -Nei, ekki enn sem komið er enda myndi það ekki gerast alveg strax. Það er ekki oft sem tónleikahaldarar leggja svona mikla áherslu á leikhústilfinninguna eins og þarna var gert þannig að ég geri ekki ráð fyrir að það gerist endilega. Þetta var svona eitthvað sem maður tók af því að maður vildi prófa þetta. Kannski bara forvitni að vinna í svona stóru húsi og eins er það heiður að vinna með Megasi. Ég geri ekki ráð fyrir að fara að vinna mikið fyrir sunnan enda hef ég engan tíma í það. En auðvitað er rnjög skemmtilegt að fá að ráða útliti á heilum tónleikum þannig að ég hugsa að ef rétta tilboðið bærist myndi ég slá til á nýjan leik.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.