Feykir


Feykir - 01.11.2007, Qupperneq 7

Feykir - 01.11.2007, Qupperneq 7
41/2007 Feykir ~7 eyðublaði og leiðbeiningum til umsækjenda og auðvitað skýrum úthlutunarreglum. Eins vorurn við búin að ákveða að úthluta nokkrum verðmiðum, svo við þyrftum ekki að eyða miklum tíma í að ræða um nákvæmlega hversu mikið hver og einn ætti að fá. Ég held að það hafi flýtt mikið fýrir. Þetta eru verkefnastyrkir þannig að það þarf að koma skýrt fram í umsókn hvert verkefnið er og í hverju kostnaðurinn við það liggur. Svo voru umsóknirnar það vel unnar og útfærðar að vinnan okkar varð auðveld og fá vafamál komu upp. I þetta sinn voru umsóknir heldur ekki það margar, en ég á von á að breytist í ff amtíðinni og því er ekki víst að við verðum svona fljót næst, segir Guðrún. Ég tók eftir því að dreifrngin á styrkjunum var mjög góð. Var það meðvitað? -Nei, það kom bara skemmtilega á óvart að sú skyldi verða raunin. Ég beindi blinda auganu að því hvaðan umsóknirnar kæmu en horfði fyrst og ffemst á hvort þær uppfylltu skilyrðin þegar við vorum að úthluta. Þegar ég sá dreifinguna var ég náttúrlega ánægð, en ég hafði á reyndar á tilfinningunni fyrirffam að hún yrði ekki vandamál enda eru engar menningarlegar eyðimerkur á Norðurlandi vestra. Spennandi tímar framundan Er þessi úthlutun eina hlutverk menningarráðs? - Nei, okkar hlutverk er að efla menningarstarf hér heima í héraði, við eigum að vera það afl sem hjálpar aðilum í menningargeiranum hér heima að komast í samstarf og fá stuðning frá stærri sjóðum heldur en okkar bæði innanlands og utan. Ætíi megi ekki líta á okkur sem atvinnuþróunarfélag menningarmála því það er yfirlýst markmið í þessum menningarsamningum og þeirri stefnu sem lá til grundvallar og tengist líka ákveðinni byggðastefnu að færa forræði þessa málaflokk meira heim í hérað og fjölga um leið störfum. Eru þeir einstaklingar sem nú voru að hljóta styrki að stefna að því að gera menninguna að sínu aðalstarfi? -Sumir hafa menningu þegar að atvinnu. Þeir sem voru að fá styrk í tónlist eru oftar en ekki að vinna við tónlistarkennslu eða með kórunum við undirleik eða sem stjórnendur. Eins þeir sem starfa við varðveislu á sögu og menningarverðmætum. Aðrir eru áhugamenn, sem hafa þó oftar en ekki samstarf við fagfólk á einhverju sviði. Fyrirtæki í menningartengdri ferðaþjónustu leita til dæmis liðsinnis safna og annarra fræðasetra og því er það einkennandi fyrir styrkina að það er ákveðið samspil í gangi milli atvinnu- og áhugamennsku, svarar Guðrún. Saman í leik og starfi Hvað með önnur áhugamál? —Jú, maður verður að hafa fleira en vinnuna sér til skemmtunar. Ég er komin af áhugafólki í marga ættliði, sérstaklega á handverki og myndlist en uppgötvaði svo hvað það er gaman að leika. Við hjónin höldum reyndar á hverju ári að nú höfum við engan tíma til þess að starfa með leikfélaginu, en þegar kvisast út að þar standi eitthvað til tekur bakterían öll völd. Svo erum við mæðgurnar í kvenfélagi Hólahrepps sem er með virkari kvenfélögum sem ég hef spurnir afog Handverksfélaginu Fléttunni en þar hef ég reyndar verið löt undanfarið. Guðrún, ertu nokkurn tímann heima? -Við erum þrátt fyrir allt mjög heimakær og þar sem Helgi er listakokkur er maturinn mikið atriði þegar við viljum hafa það gott hér heima við. Krakkarnir eru líka vel liðtæk í eldamennsku og bakstri en ég er meira í uppvaskinu. Við lesum líka mikið og ég er svo mikið barn í mér að mér finnst barna- og unglingabækur skemmtilegar þannig að oft hefur öll fjölskyldan verið að lesa sömu bækurnar. Svo er auðvitað ekki hægt annað en smitast af áhuga á hestamennsku hér á Hólum þar sem maður vinnur með færustu atvinnumönnum í greininni. Það verður þó að viðurkennast að ég verð líklega seint í hópi frambærilegustu knapa hér á staðnum en það er margt sem maður kynnist af því að hafa þessa fræðinga í kringum sig, sérstaklega þar sem ég var lengi fastráðin byrjandi á námskeiðum þar sem nemendur hrossabrautar æfðu kennslutaktana. Annars eigum við hauk í horni þar sem Jón Garðarsson í Neðra-Ási er en hjá honum hafa hrossin okkar góða vist og við höfum lært mikið af honum, sem og ferðafélögunum í hestaferðum. Við njótum þess að vera í samfélagi þar sem hestamennska blómstrar og það er eitt af þeim áhugamálum sem sameina alla fjölskylduna. Það er stór hluti af lífsgæðunum hér að maður er ekki bara í hlutverki neytandans heldur getur líka verið gerandi í menningunni. Menningarráð Norðuriands vestra_ Menningarstyrkir 2007 Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði í fyrsta sinn menningarstyrkjum við athöfn í Hóladómkirkju föstudaginn 26. okt. sl. Það var með undirritun þriggjaáramenningarsamnings milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og ráðu- neyta mennta- og ferðamála fyrr á þessu ári að grundvöilur skapaðist til þess að veita verkefitasþTki til þeirra ein- staklinga, felaga eða fyrirtækja sem sinna menningarstarfi á svæðinu. í framhaldi af samningnum var menningar- fulltrúi ráðinn til starfa og auglýst eftir styrkumsóknum. Ráðinu bárust alls 50 umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 50 milljónum í styrki. Fjörutíu og ein umsókn hlaut styrk og alls var úthlutað 17.650 þús. kr. Hæstu styrkir nárnu einni milljón króna en þeir lægstu voru eitt hundrað þúsund. Þau verkefni senr hlutu styrkvoru mjögfjölbreytt, s.s. frumsamið leikrit, tónleik- ar, sögusýningar, varðveisla menningararfsins, ráðstefitur og útgáfustarfsenri. í ávarpi formanns Menn- ingarráðs, Guðrúnar Helga- dóttur, kom ffam að þessi úthlutun markaði mildlvægan áfanga í menningarstarfi á Norðurlandi vestra og greini- legt væri að á Norðurlandi vestra starfaði öflugur hópur fólks að listum, fræðum og menningartengdri ferðaþjón- ustu. Guðrún telur að ein helsta atvinnuháttabrey'ting samtím- ans sé að ntikilvægið færist ffá ffamleiðslu efnislegra gæða í fostu formi yfir í framleiðslu á gæðum sent ekki er beint hægt að festa hönd á. Má þar nefna hluti eins og góð þjónusta, tilkomumikil leiksýning, hrífandi mynd, ljóð sent snertir tilfinningar, ímynd vöru og lag sem vekur minningar. Við athöfnina sungu fjórar söngkonur úr Húnaþingi vestra við undirleik Guð- mundar Helgasonar, Sólveig S. Einarsdóttir lék á orgel og Þórhallur Barðason söng. Sigríður Sigurðardóttir, safn- stjóri Byggðasafns Skagfirð- inga tók til máls fyrir hönd styrkhafa og þakkaði veitta styrki sem hún sagði án efa verða til eflingar menningarlífi á svæðinu. Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að hafa tvær úthlutanir á næsta ári nteð umsóknarfresti tii 15. marsog 15. september. Eftirtaldir umsækjendur hlutu styrk að upphæð ein milljón: Áhugahópur um styttu af ferjumanninum - Gerö bronsstyttu af Jóni Ósmann. Sveitasetrið Gauksmýri- Hrafnaþing, uppsetning sýningar um islenska hrafninn. Grettistak- Útgáfa bókar með myndum Halldórs Péturssonar af atburðum í Grettis sögu. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga - Gerð stafræns Ijósmyndasafns. Karlakórinn Heimir- Dagskrá um Stefán íslandi. Ópera Skagafjarðar- La T raviata - tónleikar - upptaka - myndband. Spákonuarfur- Gerð leikþáttar um Þórdísi spákonu o.fl. Textílsetur íslands, Blönduósi- Norrænt textílþing og sýning. Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákvcðið að hatá tvær úthlutanir á næsta ári með umsóknarfresti til 15. mars og 15. september.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.