Feykir


Feykir - 01.11.2007, Side 8

Feykir - 01.11.2007, Side 8
8 Feykir 41/2007 Landsbyggðin hefur löngum verið gagnrýnd fyrir vegasjoppuhamborgara, pylsu með öllu og tilheyrandi. Þessari ímynd langaði þeim félögum Birni Þór Kristjánssyni og Lárusi B. Jónssyni að breyta og tókst svona líka Ijómandi vel upp með opnun veitingastaðarins Potturinn og Pannan. Fyrirtæki vikunnar - Potturinn og Pannan Hér er fullt af tækifærum Það er ekkert sem minnir á gamalt lagerhúsnæði þegar gengið er inn á veitingastaðinn, enginn íburður en þó allt stílhreint og snyrtilegt. í einu horni staðarins er lítill kofi með blómaskreyttu þaki, skemmtilegri útfærslu á barnahorni hefur blaðamaður varla séð. Lítill kofi settur upp í einu horninu og á þakið er sett blómum prýtt gervigras. Þá er líka á staðnum sérstakt salerni fyrir fatlaða, skiptiaðstöðu og börn en þar inni er lítið klósett. Þegar blaðamann ber að garði er verið að undirbúa hádegismatinn. Salatbarinn er klár og ilrnur af heimabökuðu brauði fyllir húsið. -Við kappkostum að bjóða upp á staðgóðan mat í hádeginu á sama verði og hamborgara og franskar. Eins held ég að við séunt eini staðurinn á leiðinni Akureyri - Reykjavík sem bíður upp á salatbar, segir Björn Þór, einn eigenda. En hvernig skyldi opnun staðarins vera tilkomin? -Ég var að hætta á sjónurn eftir 25 ár og vantaði eitthvað skemmtilegt að gera. Eftir að hafa velt fyrir mér tækifærum í heimabyggð, séð að þetta húsnæði gat verið á Iausu og horft á lóðina og hversu skemmtileg hún er að ógleymdri þörfmni fyrir veitingastað á leiðinni milli Akure)Tar og Reykjavíkur ákvað ég að slá til. Við ætluðum í fyrstu að byggja upp veitingaaðstöðu uppi á Hveravöllum en ákváðum að líta okkur aðeins nær, svona til þess að byrja með enda er hitt tlóknara í framkvæmd svarar Björn Þór. -Ég fékk til þess að byrja með svolítið svona þú ert ofvirkur eða klikkaður augnaráð en hlutirnir ganga ekki upp nema maður hugsi þetta öðruvísi það er bara þannig. Síðan fékk ég Lárus í Krák til liðs við mig auk þess sem frændi rninn Þórir Björn Ríkarðsson, eigandi á Pottinum og Pönnunni í Reykjavík, sló til og er með í þessu. Hann kann þetta allt saman og með þetta bakland hef ég sloppið við vitleysurnar, bætir hann við. Hvað ertu að bjóða gestum? -Við erum nteð sérrétta matseðil þar sem við reynum að halda verði í lágmarki auk þess að vera með sérstakan barnamatseðil. Markhópur okkar eru allir sent fara um veginn og heimafólk, eins erum við að bjóða útivinnandi fóiki upp á þann kost að fá rétt dagsins, súpu og salatbar fyrir rúnta 1300 krónur. Hvernig hefur staðnum verið tekið?-Sumarið fleytti okkurvel af stað og því erum við bjartsýnir á að lifa veturinn af og geta tekið glaðir á móti næsta sumri. Eins gerunt við út veisluþjónustu þar sem við bæðu bjóðum upp á að halda veislur hér og eins förum við út með matinn ef þess er óskað. Heimafólk kom mér líka ánægjulega á óvart og hefúr verið duglegt að fara út að borða með fjölskylduna. Það er auðvitað það sem hjálpar manni að halda þessu gangandi. Hvað ertu með marga starfsmenn? -Þetta er nú örlítið afstæð spurning, svarar Björn og brosir. -Ég er með tjóra starfsmenn fasta og síðan íhlaupafólk unt helgar. Síðan er það mun meira á sumrin. I ágúst borgaði ég 18 starfsmönnum laun en þeir voru auðvitað ekki allir í fastri vinnu, bætir hann við. Björn Þór er ekki aðeins rnaður hugmynda heldur hefur hann sannað að hann er líka maður framkvæmda og það er því ekki hægt að yfirgefa staðinn án þess að spyrja hann aðeins út í hvort hann sé eitthvað annað að bauka. -Það er farið að gera góðlátlegt grín af mér hjá SSNV því mér er alltaf að detta eitthvað í hug. Stærsta verkefnið núna er uppbyggingin á Hveravöllum en þar fer hátt í 50 þúsund manns í gegn yfir árið og því erunt við að reyna að byggja þar upp þjónustu við þetta fólk. Ég er á því að þessi neikvæða umræða sem verið hefur hér á svæðinu eigi ekki rétt á sér. Það er margt jákvætt í spilunum hérna. Það þarf bara aðeins að velta hlutunum öðru vísi fýrir sér og brydda upp á nýju með því að hugsa öðru vísi en áður. Hér er fullt af tækifærum við þurfum bara að nýta þau, segir Björn Þór að lokum. Af heimasíðu Tindastóls Tindastóll 100 ára - stórhuga framtíðarsýn Síðast liðinn laugardag bauð afmælisnefnd Tindastóls til kaffisamsætis á Mælifelli í tilefni 100 ára afmælis félagsins. Fjölmargir voru heiðraðir af því tilefni og þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Af því tilefni voru veitt starfsmerki, silfurmerki og gullmerki. Tveir félagar voru sæmdir heiðursmerki Tindastóls en það voru þeir Stefán Pedersen og Stefán Guðmundsson. Gréta Sjöfn Guðmunds- dóttir forseti sveitarstjórnar færði félaginu eina milljón króna að gjöf frá sveitarfélag- inu, Kristján Snorrason færði félaginu 200.000 frá Sparisjóði Skagafjarðar og Sjóvá til ritunar sögu félagsins og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri afhenti félaginu tvær milljónir sem nota skal til undirbúnings vegna uppbyggingar íþrótta- mannvirkja á Sauðárkróki. Gunnar Þór Gestsson for- maður Tindastóls kynnti stórhuga framtíðarsýn um uPpbyggingu íþróttamannvirkja á Sauðárkróki m.a. stórt íjölnota íþróttahús með löglegum knatt- spyrnuvelli og ævin- týrabað við Sund- laug Sauðárkróks. Fyrstu hug- myndir eru urn staðsetningu hússins uppá Nöfunum beint fyrir ofan núverandi aðalleikvang, eða kannski væri réttara að segja ofaní Nöfunum þar senr húsið verður samkvæmt fyrstu hugmyndum að mestu niðurgrafið. Það skal tekið fram að þetta eru hugntyndir og allt á byrjunarstigi en þó Iét Kaup- félag Skagfirðinga fjármuni í að vinna hugmyndina áfram og sagði Þórólfur Gíslason Kaupfélagsstjóri að kaupfél- agið ntyndi ekki láta sitt eftir liggja við að vinna áfram að þessu málefni. Meðfylgjandi eru útfærðar myndir af staðsetningu mann- virkisins sem og ævintýrabaðs sem einnig eru hugmyndir unr að reisa. Sá sem hefur teiknað þetta er Króksari, sonur Halla Malla og Rósamundu og heitir Fannar Valur Haraldsson arkitekt. Hægt er að skoða teikningar af mannvirkjunum á heimasíðu Tindastóls.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.