Feykir


Feykir - 15.11.2007, Qupperneq 4

Feykir - 15.11.2007, Qupperneq 4
4 Feykir 43/2007 Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar 05 C a Foreldrar hittist og ræði málin Reynsla okkar hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra er sú að úti í þjóðfélaginu sé stærsti hluti foreldra fylgjandi því að halda vel utan um börnin sín, veiti þeim hlýju og sýni þeim virðingu. Ef foreldrar hittast og tala saman eru nreiri líkur á því að þeir standi saman um mikilvæg uppeldisleg atriði. Þannig styrkjumst við sem foreldrar. Einnig aukast við það líkur á minnkuðu umburðarlyndi fbreldra gagnvart neikvæðum lífsstíl barna. Við teljum að ein árangursríkasta leiðin sem við höfurn til að vekja vitund foreldra sé að fá þá til að hittast og ræða málin yfir verkefni sem krefst virkrar þátttöku þeirra. Foreldrasáttmálinn er ein- mitt eitt slíkra verkefna og leggur grunn að umræðum á milli foreldra um þau atriði er skipta máli fyrir farsælt uppeldi. Verkefnið er í eðli sínu fon'arnarverkefiri gegn hvers konar neikvæðum lífsstíl hjá bömum og unglingum. Þar sem verkefnið hefur verið vel l<ynnt og góð samstaða foreldra hefur náðst um ákveðna þætti í uppeldinu, er það samdóma álit allra sem að koma, að sáttmálinn skili góðurn árangri. Þeir sem eru í uppreisn við ríkjandi gildi í þjóðfélaginu láta oft mest til sín heyra og er samkomulag foreldra kjörið mótvægi við slíkar raddir. sjá nánar www.heimiliogskoli.is Rannsóknir sýna að því yngri senr börn hefja neyslu áfengis og annarra vímuefha þeim á Blönduósi auglýsin Vélsmiðja Alla ehf. opnaði bílaþjónustu fyrir alla fólksbíla og jeppa, fimmtudaginn 1. nóvember. Nýr starfsmaður Vélsmiðju Alla ehf. er Þorgils Hörður Hallgrímsson bifvélavirki. Erum með nýjustu gerð af bilanagreini. Tímapantanir í síma 452 4824 Erum með ryðfríar ruslatunnufestingar á lager. Smíðum háþrýstislöngur og eigum flestar gerðir af háþrýstifittings á lager. Tökum að okkur allar alhliða vélaviðgerðir og járnsmíðavinnu. Minnum á þjónustu okkar fyrir Vélaver. Nánari upplýsingar á heimsíðu Vélsmiðju Alla, www.velsmidjaalla.is Starfsfólk Uélsmiðju fllla Efstubraut 2 540 Blönduosi Sími: 452-4824 Fax: 452-4825 Gsm: 892-2439 Netfang: alli@velsmidjaalla.is mun hættara er við að það valdi þeim erfiðleikum og hafi neikvæð áhrif á líf þeirra og allrar fjölskyldunnar. Við hvert ár sem byrjunaraldurinn hækkar minnka líkur á misnotkun um 14 %. Foreldrar þurfa að vita hvað er í húfi svo þeir geti rætt við börnin sín og brugðist rétt við. Félagsgerðgrenndarsamfélagsins sem bamið elst upp í og jafningjahópurinn getur líka haft mikil áhrif. Heinrili og skóli - lands- samtök foreldra hafa þróað foreldrasamninginn sem for- varnarverkefni fyrir foreldra. Foreldrasamningurinn hefúr verið endurútgefinn og heitir nú foreldrasáttmáli. Sáttmálinn höíðar til samábyrgðar foreldra um t.d. einelti og reglur urn notkun á tækni eins og tölvuleikjum, internetinu og farsímum. Við teljum að efla þurfi hlutverk foreldra í forvömum og viljum sjá auknum fjármunum veitt til fr æðslu til foreldra þannig að þeir geti síðan frætt sín böm og verið þeim góð fyrirmynd. Bestu leiðina til að ná til forelda teljum við fúndi þar sem foreldrar barna á svipuðum aldri hittast og ræða málin. Jafirframt teljum við að auka þurfi vitund fbreldra um mikilvægi foreldrasamstarfs og ávinninginn af því bæði í skólurn og utan þeirra. Helga Margrét Guðmundsdóttir helgamg@heimiliogskoli.is Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra ( ÁSKORENDAPENNINN ) Frímann Þorsteinsson skrifar Lífshlaupió aö litlu leyti Þessi pistill minn er nú ekki efnismikill enda settur saman með litlum fyrirvara. Ég ætla aðeins að fara svona í gegnum lífshlaup mitt að litlu leyti. Og byrja að seg|a frá því þegarégkem hérfyrst í Skagafjörð. Það mun hafa verið vorið 1940 sem foreldrar mínir, en við áttum heima á Akureyri, fundu upp á því snjallræði að senda mig í sveit þá sex ára gamlan. Ég var lítið hafður með í ráðum hvert ég ætti að fara en líklega hefur pabbi tekið af skarið, hann átti frændfólk hér vestur í Skagafirði. Hann hringdi í þetta frændfólk sitt sem hann þekkti ekkert og þeim samdist um það að ég kæmi hingað í Syðri Brekku. Þetta fór nú bara vel í mig þó það hafi ekki verið mikið rætt enda ég hvorki gamall né gáfulegur. En ég man þó að ég hafði ekkert á móti þessu. Síðan kom brottfarardagurinn og var ég sendur með rútunni sem gekk á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Bílstjórinn var beðinn fyrir mig og beðinn að skilja mig eftir á Miklabæ. Ekki vissi ég nú hvar hann var í veröldinni en ég vissi að Skagafjörður var langt í burtu frá Akureyri. Á þeim tíma var þetta um þriggja tíma ferð með rútunni. Þegar bíllinn kom ÍBIönduhlíðvar stoppað hjá Miklabæ þar sem ég fór út og fékk mitt dót. Var þá búið að tala við séra Láms Ámason og Guðrúnu Bjömsdóttur og vom þau beðin að geyma mig í tvo þrjá daga því það stóð þannig á ferðum mjólkurbílsins sem þá fór ekki alla daga en átti að ferja mig afganginn af leiðinni. Þetta sumarvar mjólkurbíllinn staðsettur út á Ytri Brekkum og fór hann snemma morguns þaðan og fram í Siífrastaði. Þar snéri hann við ogtók brúsa ogfarþega á leiðinni. Siöan var haldið til baka út að Gmndatúnsbrúnni og farið vestur yfir það var engin leið hér út að austan og farið síðan þá leið á Sauðárkrók. Ég var einmitt tekinn með þama, frændi minn Sigurður greip mig með á Miklabæ að kvöldi dags og ég fór með honum út í Syðri Brekku. Kom hingað frekar seint að kveldi og ég man að það var eitt sem ég tók eftir sem hann Sigurður frændi minn tók með sér, keypt út á Sauðárkrók en það var á þeim tíma sem hægt var að kaupa Svartfugl á Sauðárkróki sem hafði verið snaraður í Drangey. Þetta var heljarmikil kippa sem hann kom með þarna og fljótlega varfariðíþað aðsvíða þetta. Kvenfólkið á bænum plokkaði og sveið. Ég man að ég fór út í heimagang og einhvers staðar var mér holað niður. Síðan um morguninn þegar ég fór út, var náttúrulega forvitinn enda kominn í nýja veröld, þá blöstu við mér á hlaðinu níu heimagangar. Þeim var náttúmlega öllum gefið af tveimur ungum stúlkum sem þó vom eldri en ég og gengu í þetta verk að gefa. Ég var látinn hafa pela en ég réð ekki við að halda við tvo pela. Þetta gekk allt ágætlega og ég man það að mér likaði vel aðvera héma. Hérvar ágætis fólk sem reyndist mérvel. Ég hafði gaman af því að vera héma og ég hafði verið svolítið farinn að spá í skepnur norður á Akureyri en einn kunningi minn átti hesta og ég var stundum að fara með honum og þótti það ágæt tilbreyting. Svo var það nú hér að ég ætlaði að sýna mína hestamennsku og færa til hesta hér heima. Það var gamall hvítur hestur sem hét Úlfur og varbammeðfærin. Ég settist á bak og það var allt í lagi en hesturinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram að bíta svo það varð nú að teyma hann fyrir mig svo ég kæmist nú loksins á leiðarenda. Um sumarið var ég svona að hnoðast í hestum eins og öðru, kúasmali var ég og fóm frænkur mínar með mér og kenndu mér á þetta. Égvarsmá saman að komast upp á lagið með það að koma hesti úr sporunum. Ég man að þegar ég fór um haustið gat ég nú hleypt klámum héma síðasta spölinn heim að bænum og ekki varmaðuraðtala um neinn hnakk þá. Síðan næsta sumar kom ég hér, sumarið 1941 og þá á sama hátt, var skilinn eftir á Miklabæ og þá var ég sóttur á hesti, var þá orðin það vanur að ég gat setið á hesti hér út eftir. Hafði með hest með reiðingi til þess að taka þetta litla dót mitt. Það var nú ekki mikið en samt svolítið. Héma hef ég nú eiginlega að mestu leyti verið síðan og hef kunnað því prýðisvel. Ég kann ákaflega vel við Skagfirðinga þeir hafa flestir ef ekki allir reynst mér ágætir, grannar og vinirog hvaðeina. Þetta féll allt í Ijúfa löð, ég hef aldrei fengið neina heimþrá eða leiðindi í þessi rúmu sextíu ár enda hættur að hugsa heim. Auðvitað skrapp ég stundum norður á Akureyri oghitti mittfólk en kom alltaf aftur og hef verið hér síðan. Nú er ég einn hér í sæmilega stóm húsi. Kannski verður nú breyting á því bráðum og ég fer úr þessu húsi og á annan stað. En mér hefur oft verið minnisstætt að hugsa þetta ferðalag að égskyldi vera sendur hér í sveit til frændfólks míns sem þekkti ekki pabba og það má segja að þetta hafi verið einhvers konar óvissuferð. Var líklega mín fyrsta óvissuferð. Það kannski hjálpaði mér að ég var strákur á Akureyri og hafði alltaf langað að komast í bíltúra en þeir voru nú ekki í boði og þama fékk ég loksins alvöru bíltúr og annan um haustið. Égfór reyndar ekki nema tvisvar á milli. Þegar ég kom hér í síðara sinnið þá talaði faðir minn umað égfengi að vera hér lengur og það var samþykkt. Ég man að ég fékk síðan bókasendingu frá mínu fólki þegar ég var átta ára gamall og á ég sumt af þeim bókum enn. Varorðin sæmilega læs þá og gat því haft gaman af bókunum og hef síðan þá litið mikið í bækur. En hér ervið hæfi að láta staðar numið og þakka ég fyrir. Skora ég á Agnarí Miklabæ að koma með næsta pistil.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.