Feykir - 10.01.2008, Side 5
01/2008 Feykir 5
dóttir menntamálaráðherra,
kom færandi hendi í febrúar er
hún tilkynnti í heimsókn sinni
í Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra að byggt yrði við
verknámshúsið.
* Enn var tekist á um
skólamálin út að austan í
Skagafirði og að þessu sinni
var tekist á um ráðningu
skólastjóra. Vildu fúlltrúar
minnihlutans meina að illa
hefði verið staðið að ráðningu
Jóns Hilmarssonar skólastjóra
á Hofsósi yfir skólunum út að
austan. Eðlilegra hefði verið
að auglýsa stöðuna lausa til
umsóknar.
* Sveitarfélagið Skagafjörður
og ORF líftækni skrifuðu í
lok febrúar undir samning
um samstarf á sviði líftækni.
Fól samkomulagið í sér að
kannaðir verði kostir þess að
taka upp sameindaræktun og
próteinúmnnslu á afmörkuðu
svæði í Skagafirði.
Mars
* Blönduósbær hélt íbúafúnd
og var hann liður í umleitan
sveitarstjórnarmanna til þess
að konia á auknu íbúalýðræði.
Það var Hulda Ragnheiður
Ámadóttir.starfandibæjarstjóri,
sem stýrði fundinum sem var
vel sóttur.
* Lagt var af stað með vinnu
sem snéri að fjármögnun
6 deilda leikskóla sunnan
Sauðármýrar á Sauðárkróki. I
fjölmiðla.
* Nemendur í Höfðaskóla
sönnuðu hreysti sitt og höfnuðu
í þriðja sæti í undankeppni
Skólahreysti. Var þama um
að ræða keppni rnilli skóla á
Norðurlandi.
* Kúabændur í Skagafirði
héldu sinn aðalfund og þar
kom fram að árið 2006 var
mesta mjólkurframleiðsluár
á landinu til þessa. Það var
kúabúið í Egg sem bar af og
var bæði afurðahæst auk þess
að eiga afúrðahæstu kúnna en
kýrin Búbót var afúrðahæst
með 789 kílóum af verðefiium
og mjólkaði alls 10.692 lítra.
Sannkölluð búbót það.
* Sveitarstjórn Höfðahrepps
skoraði á samgöngunefúd
Alþingis um að korna með
breytingar á samgönguáætlun
með því að setja endurbyggingu
Skagastrandamegar inn á
áætlun auk þess að taka til
endurskoðunar nýja legu
hringvegar norðan Svínavatns.
* Þá ákvað Atvinnumálanefnd
Húnavatnshrepps og aðilar í
ferðaþjónustu í Húnavatns-
hreppaðstillauppframkvæmda-
og kostnaðaráætlun fýrir gerð
reiðvegakorts fyrir Húnavatns-
hrepp.
* Jón Óskar Pétursson,
viðskiptafræðingur á
Hvammstanga, var ráðinn
ffamkvæmdastjóri SSNV úr
hópi sjö umsækjenda.
* Þegar Alþingi fór í frí
fýrir kosningar kom í ljós að
mars voru 150 leikskólapláss
á Sauðárkróki og er gert ráð
fýrir að þeim fjölgi í 190 eftir
byggingu hins nýja leikskóla.
* Guðmundur Þór Guð-
mundsson var kosinn formaður
UMSS.
* Leikfélag Hvammstanga
setti upp Emil í Kattholti og
er skemmst frá því að segja
að sýningin kom sá og sigraði
og hlaut verðskuldaða athygli
Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstri Grænna í Norður-
landskjördæmi vestra hafði
talað manna mest eða í rúmar
25 klukkustundir.
* Mikiðvardeiltumhugsanlega
legu hringvegar norðan
Svínavatns í marsmánuði og
sendu sveitarstjórnir bæði
Blönduósbæjar og Skagastrand-
ar frá sér ályktanir gegn
henni. Á forsíðu Feylds þann
22. rnars greindi þáverandi
samgönguráðherra Sturla
Böðvarsson frá því að ekki væri
á áætlun næstu fjögurra ára að
fara í þær vegbætur.
* 23. rnars var haldin mikil
hátíð á Hólum er opnuð var
3.300 fermetra reiðhöll. IJað var
þáverandilandbúnaðarráðherra
Guðni Ágústsson sem bauð til
veislu og var tilefni veislunnar
auk opnunar hússins, stað-
festing laga um Hólaskóla,
Háskólans á Hólurn. Það var
KS sem fór fýrir hópi fjárfesta
við byggingu hallarinnar og
við þetta tilefni gaf Þórólfur
Gíslason, kaupfélagsstjóri,
út þá yfirlýsingú að hann
hygðist fara fýrir hópi fjárfesta
og einkaaðila þegar kæmi að
uppbyggingu menningarhús
við Hóla. Reiðhöllin hlaut
nafitið Brúnastaðir.
* Hólanefnd úthlutaði í f\Tsta
sinn úr sjóði Guðmundar
góða og hlaut Hallgrímur
Eymundsson styrk að þessu
sinni.
* Forsætisráðherra kom
færandi hendi í Skagafjörðinn
í mars en hann skrifaði
undir samning sem tryggði
Vesturfarasetrinu 137 milljónir
tilársins 2011.
* LiljaPálmadóttirogSteinunn
Jónsdóttir vöktu athygli landans
er þær skrifuðu undir lok
marsmánaðar, undir samning
við Sveitarfélagið Skagafjörð
þess efúis að þær hygðust
færa sveitarfélaginu sundlaug
að gjöf og skyldi sundlaugin
vera staðsett á Hofsósi. Mun
sundlaugin sem þegar hefúr
verið hönnuð verða urn 25
metrar á lengd með tilheyrandi
aðstöðu. Sveitarfélagið mun
síðarsjá unr reksturlaugarinnar.
Einnig skuldbatt sveitarfélagið
sig til þess að hraða vinnu við
aðalsldpulag þéttbýlis á Hofsósi
og greiða götu gefenda í þessu
máli.
Apríl
* I byrjun apríl kom Magnús
Stefánsson, þáverandi félags-
málaráðherra, færandi hendi
norður á Skagaströnd þar sem
Reiknistofa atvinnuleysisbóta
opnaði á staðnum. Líney
Árnadóttir forstöðumaður
VinnumálastofhunaráNorður-
landi vestra veitir stofúnni
forstöðu en auk hennar var gert
ráð fýrir sex stöðugildum.
* Grímur Gíslason, heiðurs-
borgari á Blönduósi, lést á 96.
aldursári. Grímur var veður-
athugunarmaður og fféttaritari
útvarps til fjölda ára og með
honum er genginn mikill
heiðursmaður. Blessuð sé
minning Grírns Gíslasonar.
* Hugmyndir um byggingu
sundlaugar á Blönduósi tóku
að þróast og nú var tekist á
um hvort laugin skyldi vera
yfirbyggð eður ei, eða hvort hún
skyldi vera 16 eða 25 metrar. í
ff amhaldi af miklum umræðum
var ákveðið að stofiia starfshóp
urn málið.
* Milljónatjón varð f rnildu
aurflóði á Sauðárkróki um
rniðjan apríl þegar vatnsstokkur
úr Gönguskarðsvirkjun brast
með þeirn afleiðingum að
rnikið magn vatns flæddi niður
Nafirnar með tilheyrandi
aurflóði. Mikil mildi þótti
að ekki urðu slys á fólki
en flóðið varð snemma á
sunnudagsmorgni og því engir
á ferli. Við tók gríðarlega mikið
hreinsunarstarf enda fylltust
kjallarar surnra húsa af vatni og
aur. Eitt þeirra húsa sem varð
illa úti í flóðinu var Villa Nova
eitt elsta og söguffægasta hús
bæjarins.
* Sveitarstj órn í Sveitarfélaginu
Skagafirði ákvað á fúndi
sínum um miðjan apríl að
ffesta sldpulagningu þeirra
svæða sem ætluð höfðu
verið undir Skatastaða- og
Villinganesvirkjanir. Fyrr
hafði legið ffammi tillaga ffá
fulltrúum minnihluta þess efnis
að til þess að flýta fýrir samþykki
aðalskipulags fýrir Skagafjörð
yrði horfið frá þeirri ætlan að
hafa Villinganesvirkjun inni
á tillögu að aðalskipulagi fýrir
sveitarfélagið og að skipulagi
á svæðum sem tengjast
hugmyndum um virkjun við
Skatastaði verði ffestað. Kont
þá meirihlutinn ffam með
tillögu þess efnis að ffesta
skipulagningu þeirra svæði sem
ætluð væru undir Skatastaða
og Villinganesvirkjanir. Var
sú tillaga samþykkt en fulltrúi
vinstri grænna sat hjá.
* Á síðasta aðalfúndi KS
ákvað stjórn félagsins að færa
félagi eldri borgara 10 milljónir
að gjöf til uppbyggingar að á
félags- og tómstundaaðstöðu
fýrir eldri borgara í Skagafirði.
* Séra Guðbjörg Jóhannes-
dóttir, sóknarprestur við
Sauðárkrókskirkju, sagði
starfi sínu lausu undir lok
aprílmánaðar með þriggja
mánaða uppsagnaffesti. Ástæða
uppsagnar Guðbjargar voru
fýrirhugaðir búferlaflutningar
fjölskyldunnar.
* Aðalfúndur Kaupfélags
Skagfirðinga var haldinn í
lok apríl og þar kom ffarn að
árið 2006 hafði verið besta
rekstrarár í sögu Kaupfélagsins.
Var rekstrarhagnaður samstæði
Kaupfélags Skagfirðinga 3.574
milljónir króna í samanburði
Hð 1.002 milljónir árið 2005.
Þá hækkaði veltufé félagsins
um milljarð á milli ára. Var
bókfært eigið fé samstæðunnar
urn 10 milljarðar króna í árslok
2006. Var ákveðið á fúndinum
að leggja 35 milljónir króna til
Menningarsjóðs félagsins.
* Jón Eiríksson, oft nefndur
Jón Drangeyjarjarl, var
útnefndur Ferðaffömuður
ársins 2007 af Samtökum
ferðaþjónustunnar.
Maí '
* 1 byrjun maí samþykkti
Félags- og tómstundanefnd
Sveitarfélagsins Skagafjarðar að
réttast væri að sameina starfsemi
íþróttahúss, sundlaugar og
íþróttavallar undir stjórn eins
forstöðumanns. Var því öllum
þrernur forstöðumönnum
mannvirkjanna sagt upp
störfúm og störfin þrjú auglýst
sem ein staða. Þrír sóttu um
starfið en á haustmánuðum
var horfið ffá fýrri áætlunum,
án þess að nefiidin hefði komið
saman og enginn hinna þriggja
umsækjenda ráðinn. Þá var
forstöðumaður íþróttavallar
endurráðinn og er hann einnig
yfir íþróttahúsi. Forstöðumaður
sundlaugar hélt áfrarn starfi þar
til hann sagði sjálfur upp starfi
sínu á haustmánuðum. Olli
þessi gjörningur pirringi meðal
starfsmanna sem ekki náðist að
leysa að fullu fýrr en rétt fýrir
áramótin 2007 - 2008.
» Starfsbraut FNV fékk 3.
verðlaun í stuttmyndakeppni
starfsbrauta ffamhaldsskólanna
senr haldin var í Háskólabíói.
Myndina gerðu þrír nentendur
þau Steinunn Ósk Indriðadóttir,
Eðvarð Sigurjónsson og Tinna
Rut Sigurbjörnsdóttir. Myndin
hét Gilitrutt.
* Heilbrigðisstofnunin á
Sauðárlcróki hélt upp á 100
ára afmæli sitt með miklum
glæsibrag. Opnuð var sýningin
100 ár í heilbrigði, auk þess sem
gefiðvarútveglegtafmælisrit. Þá
var haldin glæsileg afmælishátíð
þann 6. maí.
* Mikið var rætt um
veginn í Hegranesi í upphafi
maímánaðar en þá ultu tveir
flutningabílar í einni og sörnu
vikunni. Vegurinn er rnjór og
vegkantar rnjúkir og í báðurn
tilvikum gaf vegkanturinn
sig undan þunga bílanna.
Óttuðust bændur að næst yrði
það mjólkur- eða olíubíllinn
sem þarna færi á hliðina. Hjá
Vegagerðinni vildu menn ekki
kannast við að þessi vegur
væri meiri slysagildra en aðrir
og sögðu menn þar á bæ að
þennan veg yrði að keyra eftir
aðstæðum eins og svo marga
aðra hér á landi.