Feykir - 10.01.2008, Qupperneq 6
6 Feyklr 01/2008
* Karsten Rummelhoff bakari
hjá Sauðárkróksbakaríi hafnaði
í öðru sæti í brauðsamkeppni
Kornax fyrir svokallað
Króksbrauð.
* SAH Afurðir ehf héldu
sinn fyrsta aðalfund síðan
félagið var stofhað en félagið
er í eigu Sölufélags Austur-
Húnvetninga, Kjarnafæðis,
starfsmanna og bænda. Voru
rekstartekjur SAH afúrða ehf
917 milljónir króna og skilaði
reksturinn 3,8 milljónum í
hagnað eftir fjármagnsliði og
skatta.
* Þá skilaði Sölufélag Austur-
Húnvetninga einnig hagnaði og
var hagnaður af rekstri þess 3,6
milljónir króna.
* Þegar tveir dagar voru í
alþingiskosningar stefhdi í
mjög spennandi kosningar en
athygli vakti að Frjálslyndir
höfðu tapað miklu fylgi og voru
ekki með mann inni samkvæmt
könnunum. Þarna leit einnig
út fyrir að slagurinn um síðasta
þingsætið yrði á milli Herdísar
Sæmundardóttir og Ingibjargar
Ingu Guðmundsdóttur.
* Húsnæðisverð í Skagafirði
hækkaði um tíu til fimmtán
% á milli ára og var hreyfing á
húsnæðismarkaði á fyrri hluta
ársins góð.
* Á Blönduósi var haldið
málþing undir vinnuheitinu
Bjargráð í byggðamálum.
Var þingið vel sótt og hið
fjörugasta.
* Stór flugslysaæfmg var
haldin á Alexandersflugvelli
en á æfingunni var sett á svið
flugslys þar sem 30 farþegar og 2
flugmenn slösuðust mismikið.
Fengu viðbragðsaðilar í
Skagafirði góða einkunn út úr
þessari æfingu en önnur svipuð
æfing var haldin hér 6 árum
áður.
* Úti á Skaga tóku menn
sig til og hafist var handa við
endurbætur á gömlu kirkjunni
í Ketu. Ketukirkja var vígð árið
1896 og var farin að láta verulega
á sjá.
* Eftir að kosið hafði verið
til Alþingis kom í ljós að
einungis einn alþingismaður
kjördæmisins í dag hefði
einnig verið fúlltrúi hins gamla
Norðurlandskjördæmis vestra.
Eftirspennandikosninganóttþar
sem þriðji rnaður Samfylkingar,
þriðji maður sjálfstæðismanna
og annar maður framsóknar
skiptust á að vera inni urðu
úrslitin þau að sjálfstæðismenn
voru sigurvegarar í þessi
kjördæmi með þrjá þingmenn,
því næst kom Samfylking með
t\'o menn og framsókn, Vinstri
grænir og ffjálslyndir náðu allir
einum manni inn auk þess sem
Kristinn H. Gunnarsson fór inn
sem uppbótarmaður.
* Engin kona náði kjöri í
kjördæminu og talning sóttist
seint sökum þess hversu
víðfermt það er.
* Ágúst Þór Bragason á
Blönduósi var kjörinn nýr
formaður í heilbrigðisnefiid
Norðurlands vestra og var felld
tillaga írisar Baldvinsdóttur um
að Sveitarfélagið Skagafjörður
fengi formannssætið.
* Þegar ársreikningur Húna-
vatnshrepps fyrir árið 2006
var gerður upp kom í ljós að
sveitarfélagið hafið verið rekið
með hagnaði. En rekstrarhagn-
aður sveitarsjóðs nam um 30,6
milljónum króna.
* Sveitarstjórn Húnaþings
vestra samþykkti að taka þátt í
stofnun hlutafélags sem hafi það
að markmiði að koma á nýrri
atvinnustarfsemi í húsnæði
Laugarbakkaskóla. Samþykkti
sveitarstjórn að leggja ffam 2
milljónir króna sem hlutafé að
því tilskyldu að hlutafé félagsins
verði að lágmarki 10 milljónir
króna.
* Vel heppnuð Sæluvika var
haldin í Skagafirði en meðal
þeirra atburða sem í þeirri viku
báru hæst var sýning Óperu
Skagafjarðar á La Traviata en
uppfærslan náði landsathygli og
í ffamhaldinu ferðaðist óperan
nreð verkið um landið.
* Hreppsnefird Höfðahrepps
samþykkti á fúndi sínum í
byrjun maí að láta gera könnun
samhliða alþingiskosningum á
viðhorfi íbúa sveitarfélagsins til
þess að breyta nafni staðarins úr
Höfðahreppi \'fir í Sveitarfélagið
Skagaströnd. Var þessi tillaga
sveitarstjórnar samþykkt nteð
meirihluta atkvæða og fóru
nafnaskiptin ffam síðar á árinu.
* Höfðahreppur samþykkti í
maí ársreikning sveitarfélagsins
og var niðurstaða hans sú
besta í sögu sveitarfélagsins.
Sýndi rekstrarniðurstaða
samstæðunnar 67,2 milljóna
jákvæða niðurstöðu.
* Þegar niðurstöður rekstrar-
reiknings ársins 2006 voru
lagar fyrir síðari umræðu
Sveitarstjórnar Skagafjarðar
kont í ljós að niðurstöður
reikningsins voru jákvæðari en
áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
Allir flokkar vildu eigna sér hina
góðu niðurstöðu og sagði Páll
Dagbjartsson að hún staðfesti
ábyrga Ijármálastjórn meirihluta
V G ogsjálfstæðismannaá síðasta
kjörtímabili. Gunnar Bragi
Sveinsson benti hins vegar á að
þetta væri fyrsti ársreikningur
ffá nýjum meirihluta og væri
það vilji þeirra að stuðla að
hallalausum rekstri sveitasjóðs
strax á næsta ári.
* Á árlegum Skeifúdegi á
Hólum var það Sonja Líndal
Þórisdóttir sem bar sigur úr
bítum en Sonja var á hryssunni
Dagrós sem er í eigu Sonju og
móður hennar Elínar Líndal.
* Húnavaka, hið glæsilega rit
Ungmennasambands Austur-
Húnvetninga kom út í 47. sinn
á árinu og að venju var það
Stefán Á Jónsson sem ritstýrði.
* Brautskráning fór ffam
ffá FNV en að þessu sinni
brauðskráðust 75 nemendur
ffá skólanum. 40 nýstúdentar,
1 nemandi af starfsbraut,
2 iðnnemar, 5 húsasntiðir,
7 rafvirkjar, 6 vélsmiðir, I
sjúkraliði 1 af uppeldisbraut, 1
af vélstjórnarbraut 2. stigs og 7
af vélstjórnarbraut 1. stigs.
* Þegar ný ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar
leit dagsins ljós í maí kom
í ljós að Einar Kristinn
Guðfinnsson myndi stýra
ráðuneyti sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytum. Hins
vegar var samgönguráðuneytið
flutt yfir til Samfylkingar og
því missti Sturla Böðvarsson
þann stól og var kosinn forseti
Alþingis.
* 8. bekkur Höfðaskóla á
Skagaströnd sigraði Evrópu-
keppni meðal reyklausra 7. - 8.
bekkja. Fengu krakkarnir að
launum Danmerkurferð fyrir
allan bekkinn. Var þetta í annað
sinn sem Höfðaskóli vinnur
þessa samkeppni en það gerði
hann líka fyrir 6 árum.
* Hólaskóli, Háskólinn á
Hólum úrskrifaði í fyrsta sinn
nemendur eftir að skólinn varð
háskóli og að því tilefni vígði
Skúli Skúlason, rektor, nýja
rektorskápu sem vakti mikla
athygli. Var þetta í fyrsta sinn sem
skólinn útskrifaði nemendur
með BA próf. Brautskráðir voru
nemendur með effirfarandir
gráður; 28 hestaffæðingar og
leiðbeinendur, 15 tamninga-
menn, 14 þjálfarar og reið-
kennarar, 1 nemandi með
diplómagráðu í ferðamálaffæði
og 9 nemendur með BA gráðu
í ferðamálafræði.
* Fíkniefiiahundurinn Freyja,
sem starfar hjá Blönduós-
lögreglunni, stóð sig vel á árinu
og var dugleg að finna eftir ekki
síst sem falin voru í bifreiðum
sem leið áttu í gegnum
Húnavatnssýslurnar.
* Gunnar Bragi Sveinson
lagðist stutta stund undir
feld undir lok maímánaðar
og íhugaði að bjóða sig
ffam sem varaformaður
Framsóknarflokksins. Ekki lá
Gunnar Bragi lengi undir feldi
og ekkert varð af framboði hans
til varaformanns að þessu sinni.
Júní
* Helga Margrét Þorsteins-
dóttir úr USVH varð íslands-
meistari í sjöþraut kvenna
á Meistaramóti íslands í
fjölþrautum frjálsíþrótta.
Sigraði Helga Margrét með
5285 stigum og var aðeins 119
stigum frá íslandsmetinu, sem
í ljósi þess að Helga Margrét er
aðeins 16 ára gömul, ótrúlegur
árangur.
* Lánasjóður sveitarfélaga
ákvað á fúndi sínum að greiða
arð til hluthafa sinna á næstu
fjórum árum. Ekki hafði verið
gert ráð fyrir þessum peningum
í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga
og í Skagafirði tóku rnenn fénu
fagnandi og ákváðu að þeim
liluta arðgreiðslunnar sem
kæmi til greiðslu á þessu ári yrði
varið til kaupa á húsnæðinu að
Sæmundargötu 7 annars vegar
og hins vegar yrði komið upp
mötuneytisaðstöðu í Árskóla.
* Listasetrið að Bæ á Höfða-
strönd opnaði með pompi og
prakt í byrjun júní. Listasetrinu
er ætlað að hýsa tímabundið
listamenn og voru fyrstu gest-
irnir væntanlegir á setrið strax í
fyrstu viku opnunnar þess.
* Annar áfangi Selaseturs
íslands á Hvammstanga var
opnaður sunnudaginn 3. júní
og var hið glæsilega Selasetur
vel sótt síðasta sumar og
laðaði marga ferðamenn til
Hvammstanga.
* Atv'innu og ferðamálanefird
Skagafjarðar lagði til við
sjávarúrvegsráðuneytið að allur
byggðakvóti Skagfirðinga færi
til Hofsós eða urn 222 tonn.
Var úthlutunin þó bundin þeim
skilyrðum að löndun og vinnsla
fisksins yrði í höndum fyrirtækja
með lögheimili í byggðarlaginu
Hofsósi.
* Lambe)TÍ í Lýtingsstaða-
hreppi afhenti í júní hús númer
27, en húsin eru öll byggð
á verkstæði fyrirtækisins og
síðan flutt á áfangastað í heilu
lagi þannig að aðeins á eftir að
tengja það við vatn og rafmagn.
* Potturinn og pannan
opnaði útibú á Blönduósi í
kringum þjóðhátíðarhelgina í
sumar en að staðnum standa
athafnamennirnir Björn Þór
Kristjánsson, sem sér um allan
daglegan rekstur og Lárus B.
Jónsson. Það er skemmst ffá
því að segja að staðnum var vel
tekið og fúllt út úr dyrum svo til
allt sumarið.
* Gagnaveita Skagafjarðar fór
af stað með framkvæmdir sínar
í júnímánuði en Gagnaveitan
var stofnum síðla árs 2006.
Tilgangur Gagnaveitunnar
er að leggja ljósleiðara inn á
hvert heimili á Sauðárkróki
og taka þátt í uppbyggingu á
háhraðatenginum í dreifbýli
Skagaljarðar.
* Mikil knattsp)Tnuhátíð var
haldin í Skagafirði þann 16.
júní en þá hélt knattspymudeild
félagsins upp á 100 ára afmæli
sitt með glæsilegri hátíð í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
* Ungmenni á Norðurlandi
vestra náðu góðum árangri