Feykir


Feykir - 10.01.2008, Side 7

Feykir - 10.01.2008, Side 7
01/2008 Feykir ~7 í frjálsum íþróttum á árinu og voru fjögur úr þeirra hópi valin í landsliðshópinn sem keppti íyrir Islands hönd í Evrópubikarkeppninni í frjálsum, 2. deild. Þetta voru þau Ragnar Frosti Frostason, Gauti Ásbjörnsson, Linda Björk ValbjörnsdóttirogGuðmundur Hólmar Jónsson. Þá var haldið fimmþrautarmót á Sauðárkróki þar sem Linda Björk Valbjörnsdóttir náði lágmörkum inn í Afrekshóp Frjálsíþróttasambandsins í 300 metra hlaupi og Hilmar Þór Kárason var nálægt þ\'í að setja íslandsmet í 200 metra hlaupi. * Mikið var að gera hjá lögreglunni á Sauðárkróki um þjóðhátíðarhelgina og kom þá helgi upp óvenju rnikið af fíkniefnamálum. Þessa sömu helgi var einnig erilsamt hjá Blönduóslögreglunni og margir teknir fyrir of hraðan akstur sá sem hraðast fór var á 154 km hraða. Þá varð lögreglumaður fyrir árás. * Hafsteinn Sæmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofiiunarinnar á Sauðárkróki. * Gagnaveita Skagafjarðar skrifaði undir samning við Tengil þar sem kveður á um kaup Gagnaveitunnar á þjónustu Tengils vegna ljósleiðaraverkefnisins auk aðkomu að fleiri verkefnum. Mun Tengill sjá um ídrátt ljósleiðara og allar tengingar. * HúsmæðuráVatnsnesihéldu fjöruhlaðborð í Hamarsbúð og komu á fimmta hundrað gesta í mat til húsmæðranna sem buðu upp á rétti byggða á gömlum matarhefðum. * ByggðasafniðáReykjumhélt upp á kvenréttingadaginn með því að bjóða konum í safitið. * Hvöt á Blönduósi hélt Smábæjarleika SAH Afúrða efh og Kjamafæðis og voru leikarnir sóttir af um 700 ungmennum sem léku þar knattspymu í t\'o daga. Sömu helgi var Landsbankamótið haldið á Sauðárkróki en Landsbankamótið er eingöngu ætlað stúlkum. * Leikskólinn Bjarnaból á Skagaströnd hélt upp á 30 ára afmæli sitt og var glatt á hjalla í leikskólanum af því tilefni. * Hólaskóli - Háskólinn á Hólum skrifaði undir sam- komulag við Háskóla íslands um samstarf en skólamir hyggj- ast bjóða sameiginlega upp á nám til BS gráðu í sjávar- og vatnalífffæði ffá og með næsta hausti. Munu nemendur læra bæði í Reykjavík og á Hólum. * Tófa gerði sig heimakomna á Minni Ökrum í Akrahreppi en bóndinn á bænum fann hálft lambshræ úti á túni hjá sér. Það var Gísli Jónsson refaskytta í Miðhúsum sem elti dýrið uppi og felldi. JÚlí * Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar, stjórn SSNV og Höfðahreppur sendu ffá sér ályktanir í byrjun júlí þar sem ffam kom ótti manna sökum fyrirsjáanlegs kvóta- niðurskurðar. Krafistvaraukins framlags ríkisins til framhalds- og háskólamenntunar, átaks til styTktar ferðaþjónustu, sérstaks styTks til sprotaverkefna eflingu Byggðastofnunar og stóraukið ffamlag tU vaxtasamnings Norðurlands vestra, uppsetn- ingu netþjónabúa svo eitthvað sé neffit. * Húnavaka 2007 var haldin og var þar að finna glæsilega dagskrá heila helgi og var vakan vel sótt. * Hreppsnefnd Höfðahrepps samþy'kkti drög að stofhsamn- ingi fyrir sjávarlíffæknisetur en meðal viðfangsefna setursins skyldi vera rannsóknir á lífríki Húnaflóa. * Óskar S. Óskarsson, slökkvi- liðsstjóri á Sauðárkróki, varð bráðkvaddur þann 3. júlí. Blessuð sé minning Óskars S. Óskarssonar. * Júlíus Baldursson á Tjörn í Vatnsnesi rekur eitt stærsta landnámshænsnabú á landinu en á árlegri sýningu á vegum félags íslensku landnámshænunnar hlaut Júlíus verðlaun fýrir fallegustu landnámshænuna og hanann. * TengiU á Sauðárkróki tók yfir rekstur Fjölnetsins og við það fjölgaði starfsmönnum tölvudeildar Tengils úr tveimur ísex. * Séra Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, fór í júlí í ársleyfi ffá störfúm er hann hélt utan til Danmerkur þar sem hann hyggst leggja stund á nám í listasögu. Séra Dalla Þórðardóttir í Miklabæ leysir Gísla af. » I tilefni af 100 ára afrnæli Kvenréttindafélags íslands var afhjúpaður í Haukagili í Vatnsdal minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. * Fulltrúar Sveitafélagsins Skagafjarðar, Sögufélags Skagfirðinga, Leiðbeiningar miðstöðvarinnar, Kaupfélags Skagfirðinga og Akrahrepps undirrituðu samkomulag um fjármögnun á ritun Byggðasögu Skagafjarðar næstu fjögur árin. Við sama tækifæri var greint frá því að Kári Gunnarsson hefði verið ráðinn til að aðstoða Hjalta Pálsson við ritun bókanna. * Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins varð bráðkvaddur í fjallgöngu á Vestfjörðum f sumar. Með Einari er genginn einn litríkasti og merkasti stjórnmálamaður kjördæmisins ef ekki landsins alls. Blessuð sé minning Einars Odds Kristjánssonar. * Helga Margrét Þorsteins- dóttir USVH hafúaði í 5. sæti í sjöþraut á Heimsmeistaramóti ungmenna 17 ára og yngri sem haldið var í Ostarva í Tékklandi júlí. Helga Margrét hlaut 5405 stig. * Þórarinn EyTnundsson og Kraftur ffá Bringu stálu senunni enn einu sinni á Islandsmóti í hestaíþróttum sem haldið var á Dalvík. Urðu þeir félagar tvöfaldir íslandsmeistarar en þeir sigruðu bæði tölt og fimmgang. Var þetta annað árið í röð sem þeir náðu þessunt glæsilegra árangri á stórmóti. * Gauti Ásbjörnsson, UMSS, setti íslandsmet í stangarstökki ungkarla á Sumarleikum HSÞ. Stökk Gauti 4,50 metra og bætti þar með eigið met. * Skagafjarðarrall fór vel fram en þar sigruðu þeir Sigurður Bragi Guðmundsson og Isak Guðjónsson á Mitsubishi Lancer. * Sömu helgi fór ffam glæsileg Mótorkross keppni á Gránumóum, nýrri og glæsilegri mótorkrossbraut Sauðkrækinga. 7 heimamenn kepptu á mótinu en mikill uppgangur er í íþróttinni í Skagafirði. » Helga Margrét Þorsteins- dóttir USVH sló ekki slöku við og á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri fór hún mikinn og náði hún að bæta eigið met í sjöþraut í þremur flokkum og var einungis hársbreidd ffá því að slá íslandsmet kvenna í sjöþraut. Helga Margrét sem var þremur árum yngri en tlestir keppinauta hennar hafiraði í 10. sæti af þeim 26 sem lukum keppni. Ágúst * Búið Sauðá á Vatnsnesi var afúrðahæsta bú landsins árið 2006 samkvæmt yfirliti Bændasamtaka Islands um þau bú sem hafa 100 ær eða fleiri á fóðrum. Á Sauðá voru árið 2006, 356 ær, sem skiluðu 38,2 kílóum af kjöti hver. * Gagnaveita Skagafjarðar samdi í byTjun ágúst við Vinnu- vélarSímonarSkarphéðinssonar ehf urn jarðvinnu í fýrsta áfanga ljósleiðaraverkefnis fýrirtækisins. Áður hafði Gagnaveitan hafúað tilboðum ffá Vinnuvélum Símonar og Stey'pustöð Skagafjarðar á grundvelli þess að bæði tilboðin þóttu of há. * Miklir þurrkar hrjáðu bændur í sumar sem varð til þess að tún sólbrunnu illa og gáfú ekki uppskeru sem skyldi. Höfðu menn því áhyggjur af heyskorti í vetur. * Þegar Skattstjóraembættin á landinu gáfu út lista yfir hæstu útsvarsgreiðendur á hverjum stað kom í ljós að íbúar á Norðurlandi vestra voru vart hálfdrættingar miðað við önnur svæði. Sá sem hér var hæstur kæmist ekki einu sinni á topp 10 lista í Norðurlandi eystra og yTðisjötti í Vesturlandsumdæmi og áttundi á Vestfjörðum. Milli hans og skattakonungs Reykjavíkur voru litlar 382.999.654 milljónir króna. » Undraparið Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu komu sáu og sigruðu á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi í byrjun ágúst. Þórarinn og Kraftur sigruðu örugglega í fimmgangi auk þess að vera heimsmeistarar í fimmgangsgreinum. Þarna lauk farsælu samstarfi þeirra félaga því Þórarinn varð að skilja Kraft eftir á erlendri grundu og var hesturinn seldur til Svíþjóðar. » Menningarráð Norður- lands vestra réð Ingiberg Guðmundsson í starf menn- ingarfulltrúa Norðurlands vestra. Var Ingibergur ráðinn úr hópi 11 umsækjenda en starfstöð hans er á Skagaströnd. » Aðalfúndur stofnfjáreigenda Sparisjóðs Skagafjarðar var haldinn í ágúst og tókust þar hart á fýlkingar meðal stofúfjáreigenda. Á fundinum varsamþy'kkt með 78% greiddra atkvæðaaðsameinasparisjóðinn Sparisjóði Siglu-fjarðar. Mikil óánægja var með niðurstöðu fúndarins og meint vinnubrögð stjórnar í aðdraganda hans og kærði einn fúndarmanna niðurstöðu fúndarins til Fjármálaeftirlits ríkisins sem enn hefúr ekki komist að niðurstöðu í málinu. Á meðan má segja að Sparisjóður Skagafjarðar sé gísl eigenda sinna og þar er lítið hægt að aðhafast þar til málið verður útkljáð. Búist varvið niðurstöðu fýrir jól en hún barst ekki. » Hólahátíð tókst vel þrátt fýrir að slæmt veður hafi sett strik í reikninginn. Ýmislegt var á dagskrá sem bæði var ætluð andlegri og líkamlegri hlið líkamans. Aðal ræðumaður HólahátíðarvarlngibjörgSólrún Gísldóttir, utanríkisráðherra. » Króksmótið var að venju haldið aðra helgina í ágúst en mótið hafði aldrei verið jafh stórt og það var þetta árið en alls mættu rúnrlega eitt þúsund börn til mótsins. » Landbúnaðarsýningin Sveita- sæla var haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum og tókst sýningin í alla staði mjög vel. Að sögn sý'ningarhald-ara tvöfaldaðist gestafjöldi á milli ára en þar komu saman helstu seljendur landbúnaðarfýrirtækja auk helstu framleiðanda í Skaga- firði. * Kántrý'dagar voru haldnir á Skagaströnd undir lok ágúst og skemmtu heimamenn og gestir sér konunglega á hátíðinni sem fórvelfram. Bærinnvarfagurlega skreyttur og uppákomur hér og hvar í bænum. * Hvöt sigraði glæsilega í C- riðli 3. deildar í knattspyrnu karla og tryggði sigurinn þeim sterka stöðu inn í úrslitakeppnina. Tindastóll sem lengi vel leiddi C-riðilinn endaði í öðru sæti. * Sumarslátrun hjá SAH afurðum ehf fór vel af stað og var meðal fallþungi skrokka í slátrúninni um 15 kíló. Hátt á þriðja þúsund lamba var slátrað

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.