Feykir - 10.01.2008, Síða 9
01/2008 Feykir 9
gengið var frá því að Tengill
tæki að sér rekstur kerfis
Gagnaveitunnar.
* AldísOlga Jóhannesdóttirog
Kristín Guðmundsdóttir sendu
Byggðarráði Húnaþings vestra
erindi þar sem þær óskuðu
eítir styrk til þess að koma af
stað veffniðli sem hafði það
að markmiði að verða jákvæð
frétta og upplýsingaveita f)TÍr
Húnaþing vestra.
* 13 nemendur voru
brautskráðir ffá Hólaskóla,
Háskólanum á Hólurn.
* Kynntar voru hugmyndir að
fyrirhuguðum ffamJcvæmdum
við Sauðárkrókshöfn.
* 25 manns úr Húnavatns-
sýslum og af Ströndum luku
námskeiði á vegum verkefhisins
Vaxtasprotar en þátttakendur
voru allir að vinna að
ákveðnum verkefnum sem lúta
að atvinnusköpun í sveitum.
* Hreppsnefnd Húnavatns-
hrepps tók afstöðu gegn
hugmyndum bæjarstjórnar
Blönduósbæjar um að
skipa nefnd til viðræðna um
sameiningu Blönduósbæjar,
Skagastrandar, Húnavatns-
hrepps og Skagabyggðar.
* Fisk Seafood á Sauðárkróld
hefur í kjölfar kvótasamdráttar
álcveðið að draga sarnan á
Skagaströnd og loka eða
draga verulega úr vinnslunni
þar tímabundið. Var öllum
starfsmönnum vinnslunnar
boðin vinna áfram á Sauðár-
króki og ætlar fyrirtækið að sjá
urn akstur.
* Álftagerðisbræður héldu
upp á 20 ára söngaffnæli sitt
með því að halda vel heppnaða
afmælistónleika í Árgarði.
* Stór hluti árshátíðargesta á
árshátíð Heilbrigðisstofnunari
nnar á Sauðárkróki sem haldin
var í Berlín kom heim með
matareitrun.
* Bæjarráð Blönduósbæjar
tók ákvörðun um að greiða ekld
hvatapeninga á árinu 2007.
* Hanna Björnsdóttir var
ráðinn skattstjóri á Norðurlandi
vestra með aðsetur á Siglufirði.
Nóvember
* Fræðslunefnd Skagafjarðar
samþykkti tillögur þess efnis að
sameina leikskóla á Sauðárkróld
undir eina stjórn. Einnig var
ákvcðið að lækka gjöld þannig
að systkinaafsláttur miðað við
annað barn hækld í 50% og
afsláttur fyrir þriðja barn og
fleiri verði 100%
* Heimasíða Húnavatns-
hrepps fékk mikla andlitslyff-
ingu og var Gunnar Tryggvi
Halldórsson kennari við
Húnavallaskóla ráðinn til þess
að hafa umsjón með síðunni.
* GSM samband komst á
Þverárfjall.
* Sveitarfélagið Skagafjörður
gaf Ungmennafélaginu
Tindastóli eina milljón í
aífnælisgjöf og skyldu þessir
peningar ætlaðir í barna- og
unglingastarf félagsins.
* I tilefni af 60 ára affnæli
Gamla Skóla færði kvenfélagið
Vaka skólanum diykkjarfonta
að gjöf.
* 11% aukning ferðamanna
var á milli ára á tjaldstæðum í
Húnaþingi vestra
* Sundfélagið Húni á
Hvammstanga hlaut viður-
kenningu sem Fyrirmyndar-
félag ISÍ.
* Nemendur í Árskóla
hlutu viðurkenningu fyrir
sína vinnu í tengslum við
Leiðtogabók Alþjóðasambands
Soroptimista.
* Málþing var haldið á Hólum
til heiðurs Sigríði Sigurðardótt-
ur safnstjóra á Byggðasafni
Skagfirðinga en Sigríður hefur
gengt því starfi í 20 ár.
* Nýtt met var slegið í
sauðfjárslátrun á Blönduósi
þetta haustið en þar var slátrað
92.177 dilkum.
* Hólaútrásin hélt áffam
með samningi á milli
Sjávarútvegsskóla Sameinuðu
þjóðanna og Hólaskóla,
Háskólans á Hólum, en sex
nemendur ffá fyrr nefnda
skólanum munu dvelja við nám
á Hólum næstu sex mánuði.
* BioPol ehf á Skagaströnd
skrifaði undir fimm ára
samstarfssamning við The
Scottish Association for
Marine Sience og Háskólann á
Akureyri um menntun, vísindi
og rannsóknir í sjávarlíftækni.
Samkvæmt yfirlýsingunni
er meðal annars ætlunin
að stunda sameiginlegar
rannsóknir, skiptast á starfsfólki,
rannsóknargögnum og öðrum
upplýsingum.
* Áfúndilandbúnaðarnelhdar
Húnaþings vestra kom fram að
óviðunandi fjöldi línubrjóta
hefði komið ffam þetta
haustið og skoraði nefndin á
Landbúnaðarstofnun að sjá
til þess að viðhald á þessum
girðingum verði aukið og því
betur sinnt.
* 30 nenrendur hófú nám til
skipstjórnarréttinda við FNV í
nóvember og er gert ráð fyrir að
þeir ljúki námi á vorönn 2008.
* Mikið var ffamkvæmt í
Húnavatnshreppi á haust-
dögum. Ljósastaurar voru settir
á hverja heimreið auk þess sem
unnið var við rotþrær. Þá var
steyptur sökkull og gólfþlata á
nýjum leikskóla.
* Sveitarfélaginu Skagafirði
og Austur-Húnavatnssýslu var
ásamt 10 öðrum sveitarfélögum
boðið að vera þáttakandi í
athugun á aðstæðum fyrir
rekstur netþjónabúa í völdum
sveitarfélögum.
* Lögreglan á Sauðárkróki
var fáliðuð undir lok ársins og
vantaði menn í t\'ær stöður.
Lögreglumaður ffá Dalvík kom
og leysti málin tímabundið
en önnur staðan hefur verið
laus síðan í mars en hin síðan í
september.
* Skipulagsstofnun hefur farið
fram á það við Hreppsnefnd
Höfðahrepps að tekin
verði ákvörðun um gerð
aðalskipulagsfyrirsveitarfélagið.
Var sveitarstjóra falið að afla
upplýsinga um ráðgjafa í
skipulagsgerð og leggja tillögur
fyrir næsta fúnd sveitarstjórnar.
* Hólaskóli, Háskólinn
á Hólum, þáði boð um
þátttöku í Evrópusamtökum
háskóla á sviði lífvísinda.
Eitt af meginmarkmiðum
samtakanna er að greiða
götu þáttökuháskóla í
alþjóðlegri samkeppni
háskólasamfélagsins.
* BioPol á Skagaströnd og
Veiðimálastofnun skrifuðu
undir samstarfssamning
um rannsóknir á sviði
sjávarlíffræði, fiskavistfræði,
auðlindanýtingar, sjávarlíffækni
og tengdra sviða. Er með
samningnum sérstaklega
horft til rannsókna á strand og
ósasvæðum við Húnaflóa og í
Skagafirði.
* í Húnavatnshreppi sagði
fjallskilanefnd í Grímstungu- og
Haukagilsheiðum af sér sökum
ósættis um hvernig smölun
skyldi fara fram á þessu svæði.
Desember
* Starfsfólk og börn á Barnabæ
héldu opnunarhátíð nýrrar
viðbyggingar við leikskólann.
Hátíðin var vel sótt og fékk
skólinn margar góðar gjafir.
* 1 Blönduhlíð í Skagafirði
fögnuðu heimamenn útgáfu
fjórða bindis Byggðasögu
Skagafjarðar en bindið er
tileinkað Akrahreppi.
* Undirritaður varsamningur
á milli áhugahóps unr gerð
minnisvarða um ferjumanninn
Jón Ósmann og Ragnhildar
Stefánsdóttur m)ndhögg\'ara
um gerð styttu í fullri stærð af
ferjumanninum Jóni Ósmann.
* Börnin á Skagaströnd héldu
áfram að láta að sér kveða en í
þetta sinn komu þau til bjargar
er ákveðið var að taka niður
jólatré bæjarins sem þótti
fúll horað. Söfnuðu börnin
undirskriftum og stóðu vörð
um tréð sem var flutt á annan
stað í bænum. Til gamans má
segja frá því að hið nýja volduga
tré bæjarins fór illa í veðrum yfir
hátíðarnaren hið horaða jólatré
stendur stolt á sínum stað fyrri
framan kirkjuna. Þá gengu
börnin á fund sveitarstjóra og
fengu hann til þess að kaupa af
þeim vinabönd, eitt fyrir hvern
íbúa sveitarfélagins, ágóðann
ætla þau að gefa til Rauða
krossins.
* Kvenfélagið Framtíðin í
Fljótum gaf íbúum ullarteppi til
þess að hafa í bílunr sínum og
geta þannig hlúð að slösuðum
ef á þarf að halda.
* Anna Sigríður Stefánsdóttir
var áskrifandi númer 1000 hjá
Feyki.
* Farskólinn miðstöð
símenntunar á Norðurlandi
hélt upp á 15 ára afmæli sitt í
desember.
* Riða greindist í fúllorðinni
á ffá bænum Kambshóli í
Húnaþingi vestra en 280 fjár
eru á bænum og lá ekkert annað
fyrir en farga fénu. Bóndinn
á bænum vildi þó fá að láta
á það reyna að láta féð lifa.
Sökum tíðra riðusmita hefúr
héraðsdýralæknir farið fram
á að skipt verði um jarðveg í
almenningum og einstökum
dilkum í Valdarásrétt f)TÍr næsta
haust.
* Skagfirskir unglingar stóðu
sig best Islendinga í öllum
þáttum sem athugaðir voru í
svokallaðri pisa könnun. Þá
komu skólar á Norðurlandi
vestra almennt vel út. Pisa er
alþjóðlegt samræmt próf sem
þriðja hvert ár er lagt fyrir 15
ára nemendur í öllum OECD
ríkjum auk annarra ríkja. Er
í könnuninni lögð sérstök
áhersla á lesskilning, stærðffæði
og náttúruffæði.
* Húsffeyjurnar á Vatnsnesi
gáfú l,5milljónirtilviðbyggingar
við Hamarsbúð. Byggðaráð
samþykkti að vísa erindinu til
gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
* Byggðarráð Húnaþings
vestra samþykkti að taka lán
hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
að fjárhæð 15.750.000 til 10
ára. Upphæðina á að nota til
að fjármagna viðhald hafnar,
skólabúða og ffamkvæmda við
sjóvöm.
* Forsætisráðherra mælti fyrir
frumvarpi til laga þess efnis að
Hólaskóli, Háskólinn á Hólunt,
færist ffá landbúnaðarráðuneyti
til menntamálaráðuneytis. Þá
var skipaður starfshópur til að
koma með tillögur um framtíð
og skipan skólahalds á Hólum
og um málefni Hólastaðar.
* Bæjarstjórn Blönduósbæjar
óskaði á fundi sínum
eftir afstöðu aðildarfélaga
Héraðsnefndar A - Hún. um
málaflokka sem verið hafa á
forræðihéraðsnefndarinnar. Var
óskað eftir svörum unr rekstur
tónlistaskóla, skólaþjónustu og
rekstur héraðskjalasafns.