Feykir - 10.01.2008, Side 11
01/2008 Feykir 11
íþróttamaður Skagafjarðar 2007
Þórarinn Eymunds
varð fyrir valinu
Þann 29. desember síðastliðinn voru kunngjörð úrslit í valinu
á íþróttamanni SkagaQarðar. Það reyndist vera Þórarinn
Eymundsson hestamaður úr Hestamannafélaginu Stíganda
sem hlaut heiðurinn rétt eins og árið á undan.
I 2.-3. sæti urðu Dejan
Djuric knattspyrnumaður úr
Tindastóli og Ragnar Frosti
Frostason frjálsíþróttamaður
úr Tindastóli.
Þórarinn vann sér
keppnisrétt á Heimsmeistara-
mótið í hestaíþróttum 2007, á
úrtökumótum sem LH heldur
íyrir HM. Á þeim mótum
vann hann glæsilega bæði
tölt og fimmgang á hestinum
Krafti frá Bringu. Þeir félagar
héldu sigurgöngu sinni áfram
á íslandsmótinu en Þórarinn
er íslandsmeistari í tölti og
fimmgangi. Þetta er annað árið
í röð sem þeir vinna þessa báða
titla og er það einstakt afrek
í sögu hestaíþrótta. Þórarinn
vann svo tvö gull á HM í
Hollandi, í fimmgangi og sem
samanlagður sigurvegari í
fimmgangsgreinum. Einnig
vann hann silfurverðlaun í
tölti.
Ragnar Frosti er einn af okkar
sterkustu ffjálsíþróttamönnum
á landsvísu. Hann er í landsliði
Islands í spretthlaupum og
hefúr verið það um nokkurra
ára skeið. Ragnar Frosti
hefur, þrátt fyrir ungan
aldur, verið ein styrkasta stoð
ffjálsíþróttaliðs UMSS í mörg
ár.
Dejan Djuric er af júgó-
slavneskum uppruna en hefur
veriðbúsetturáíslandisl.fjögur
ár. Hann lék með 3. deildar
liði Tindastóls í fyrrasumar og
var á uppskeruhátíð félagsins
valinn besti leikmaður liðsins.
Lið Tindastóls komst upp í 2.
deild í sumar eftir frækilega
baráttu í gegnum úrslitakeppni
3. deildar.
Tindastóll körfubolti
Drengjaflokkur ósig
raður á heimavelli
Drengjaflokkur Tindastóls í
körfubolta vann á sunnudag
nauman sigur á Val.
Fyrri leikinn sigraði Valur
á sínum heimavelli með 30
stiga mun en Stólastrákar eru
taplausir á sínum heimavelli
og sigruðu leikinn með
78 stigum gegn 77 stigum
gestanna.
Stigaskor Tindastóls: Halli
23, Hreinsi 23, Siggi 14, Einar
Bjarni 11 og Tobbi 7.
íþróttamaður USVH árið 2007
Helga Margrét valin
Helga Margrét Þorsteinsdóttir var á gamlársdag kjörinn
íþróttamaður USVH árið 2007 og hlaut hún 88 stig í kjörinu.
Helga Margrét náði
ffábærum árangri á árinu
2007 og var nærri því að
slá íslandsmetið í sjöþraut
kvenna.
I öðru sæti var Fanney Dögg
Indriðadóttir með 29 stig og
í þriðja sæti var Svavar Örn
Hreiðarsson með 17 stig.
Helga tók á móti farandbikar
og eignarbikar ásamt ávísun
ffá Menningarsjóði Sparisjóðs
Húnaþings og Stranda að
upphæð 50 þúsund krónur
við athöfn sem ffam fór á Café
Siróp á gamlársdag. Við sama
tækifæri var aðildarfélögum
USVH afhent bókin Vormenn
Islands sem er saga UMFÍ í
100 ár. Einnig var efnilegum
íþróttamönnum í héraðinu
afhentur gripur til eignar.
( ÚR ELDHÚSI LESENDA )
Björg Þorgilsdóttir og Magnús Ólafsson
Léttari réttir í janúar
Við hjónakornin frá Sveinsstöðum, sem nú búum á Blönduósi
höfum gaman af að fá gesti í mat. Til að tryggja að allir fái nú
gott að borða sér Björg um það að elda. Hún er m.a. þekkt
fyrir sína matargerð hjá stórum hópi Ameríkana, sem elska að
koma til hennar í mat, en við fáum oft erlenda gesti einkum
í tengslum við hestakaup og hestaferðir. Þar sem jólin er nú
rétt liðin ákváðum við að bjóða upp á nokkra léttari rétti en
geyma stórsteikur úr lambakjöti til seinni tíma. Að lokum er
skorað á dótturina og tengdasoninn, Sigríði Helgu og Einar
Óla Fossdal.
Rœkjuréttur
í forrétt má hafa rækjurétt, sem
ýmist er borinn ffam heitur eða
kaldur.
400 gr. rœkjur
300 gr. majónes
1 msk. Provencale frá Knorr
2 tsk. karrý
1 grcen paprika, söxuð
1 rauð paprika, söxuð
2 bollar soðin hrísgrjón
’á dós maísbaunir.
Eigi að nota réttinn kaldan er
uppskrift hér lokið. Majónes
og krydd hrært saman, svo er
öðru blandað út í. Þetta er
borið fram með ristuðu brauði,
smjöri og sósu. I sósuna er sett
eftirfarandi:
300gr. majónes
1 msk. hunang
V2 msk. sinnep
Dill eftirsmekk.
Þessi sósa er líka mjög góð með
graflaxi. Ef bera á rækjuréttinn
fram heitan er hann einnig
borinn fram með ristuðu brauði
og sömu sósu. Þá er eftirfarandi
bætt við uppskriftina:
Vt - V2 dós sveppir
1-2 dl. rjóma helltyfir
Ostur.
Soðnu hrísgtjónin sett í eldfast
mót. Majónes og krydd hrært
saman. Rækjum, sveppum,
papriku og maísbaunum bland-
að út í og þetta sett ofan á
hrísgrjónin. Rjómanumhelltyfir
og rifnum osti stráð þar ofan á.
Bakað í oíni við 180 ° C hita þar
til osturinn er farinn að brúnast.
Steiktur lax í ofni
eða á grilli
Það er mjög vinsælt hjá
erlendum ferðamönnum
þegar við bjóðum upp á
snöggsteiktan lax eða silung.
Þegar kynbótasýning íslenskra
hrossa var í fýrsta sinn haldin
í Bandaríkjunum fórum við
nokkrir Húnvetningar þangað
vestur. Þar buðum við í veislu
og var m.a. grillaður silungur,
sem við höfðum meðferðis.
I mörg ár á eftir þekktu
bandarískir hestaáhugamenn
okkur sem fólkið sem bauð upp
á þennan dásamlega fisk þarna
vestur í Tulsa um árið.
Flök,laxeðasilungur. Magn
eftir því hvað margir eru í mat.
Flökin skorin í stykki, sett í
ofnskúfiú, sem smurð er með
matarolíu.
Kryddað með fiskikryddi frá
Knorr og sítrónu.
Bakað í ofni við 180° C
hita í ca. 10 mín. Gott að hafa
skúffuna ofarlega í ofhinum.
Ef þetta er sett á grillið fýlgist
með hvenær flökin fara að
hvítna. Ekki steikja of mikið.
Borið fram með soðnum
kartöflum, tómötum og
agúrkum.
Fiskisúpa að hœtti
Bjargar
Þessi súpa er matarmikil og
ávallt vinsæl hvort sem er innan
fjölskyldunnar eða hjá gestum.
6-800gr. lúða eðaýsa
7 dl. mysa
5 dl. vatn
1 tsk. salt
Sellerí
Blaðlaukur (púrra)
4 gulrœtur
1 laukur meðalstór
70 gr. smjör
1 tsk. karrý
2 msk. hveiti
Ví tsk season all
1 teningur fiskikraftur knorr
1 pl. rjómi
3 eggjarauður
Rœkjur, ca 200gr. og/eða
hörpudiskur og humar.
Sjóðið fiskinn stutta stund í
blöndu af vatni, mysu og salti.
Sellerí, laukur og púrra saxað
niður og gulræturnar skornar
í þunnar sneiðar. Smjörið er
brætt í potti og grænmeti látið
krauma þar í nokkrar mínútur.
Þvi næst fer karrýið saman við.
Hveitinu síðan stráð yfir
grænmetið í pottinum og bakað
upp með fiskisoðinu. Bragðbætt
með fiskikrafti og season all.
Rjómanum hellt saman við og
súpan er hituð að suðu.
Hrærið eggjarauðurnar
saman í skál og jafhið súpunni
út í, varlega í byrjun. Súpunni
hellt aftur yfir í pottinn og allur
fiskurinn settur saman við.
Hitið þannig að fiskurinn verði
vel heitur en súpan má alls ekki
sjóða. Meðsúpunniermjöggott
að hafa gróft brauð og smjör.
Amerískur kjötréttur
Fljótlegur og góður kjötréttur,
ávallt vinsæll á okkar heimili.
1 kg. kjöthakk
1 bolli haframjöl
1 bolli tómatssósa
3A bolli saxaður laukur
2 tsk. salt
2 stk. egg
3á tsk. pipar.
Þetta er allt hrært í hrærivél.
Síðan sett í eldfast mót með loki.
Bakað í ofhi við 180 °C í 1 klst.
Bjóðið með þessu brætt smjör
og setjið blaðlauk eða graslauk
útí.
Ávaxtakaka
Vinsæll eftirréttur er ávaxtakaka,
sem ýmist er borin ffarn heit eða
köld.
2egg
60 gr. sykur
60 gr. hveiti
50 gr. kókosmjöl
‘á tsk. lyftiduft
Egg og sykur þeytt saman og
þurrefnum blandað út í. Þetta er
sett í klemmuform. (springform)
Ofan á þetta fer eftirtalið.
2-3 epli
2bananar
200 gr. döðlur
100 gr. suðusúkkulaði
60 gr. sykur
20-30gr. kókosmjöl.
Ávextir og súkkulaði brytjað.
Öllu blandað saman og sett ofan
á deigið. Bakað við 200 °C í ca. 40
mín. Einnig má bera þetta fram
kalt. Nauðsynlegt að hafa rjóma
með.
Verði ykkur að góðu!