Feykir - 18.03.2008, Blaðsíða 4
4 Feykir 11/2008
Valdimar Guðmannsson skrifar
Stöndum vörð um
störf og þjónustu
Á aukaþingi SSNV er
haldiðvaraðLöngumýri
í Skagafirði 7. mars
s.l. kvaddi Héðinn
Sigurðsson annar
fulltrúi Blönduósbæjar
á þinginu sér hljóðs í
lokþess. Þartilkynnti hann
að honum hefði borist þá í
hádeginu staðfesting á að
heilbriðisráðherra væri
búinn að ákveða sameiningu
Heilbrigðisstofnanna á
Blönduósi og Sauðárkróki,
með yfirstjórn þar.
Það vakti athygli mína
hvað Héðinn virtist ánægður
með þessi tíðindi þrátt fyrir að
hann sé formaður Bæjarráðs
Blönduósbæjar, en það fer
einnig með íjtvinnumál
sveitarfélagsins.
Þessi skilaboð komu öllum
á óvart og ekki 'síst okkur
Austur-Húnvetningum.
Þama sjáurn við væntanlega
stór skörð höggvin í stærsta
vinnustað okkar. ■ Þar sem
lieilbrigðisþjónústan færist
hægt og hljótt til Sauðárkróks
á næstu árum. Þetta segi ég
af fenginni reynslu. Þegar
yfirbyggingin er flutt annað
þó jafnvel séu um rótgróin
fyrirtæki/stofnanir að ræða, þá
fækkar störfúnum og fyrst fara
yfirleitt bestu (verðmætustu)
störfin. Þama má nefiia
Rarik, Mjólkurstöðina og
Skagstrending svo dæmi séu
tekin.
Tímasetningin á þessari
ákvörðun komu okkur
Húnvetningum einnig á óvart.
Fyrir örfáum vikum síðan
stóðum við heimamenn saman
að metnaðarfúllum tillögum til
nýskipaðrar Norðvesturnefiid-
ar um verulega eflingu á starf-
semi Heilbrigðisstofhunarinnar
á Blönduósi.
Þessi ákvörðun kom því sem
köld vatnsgusa frá heilbrigðis-
ráðherra á sama tíma og áður
nefndar tillögur eru væntanlega
í málefnalegri skoðun í heil-
brigðisráðuneytinu.
Ég hef talið að það væri
sameiginleg skoðun bæði
heimamanna og stjórnvalda
að Þverárfjallsvegar ætti að
styrkja allt Norðvestursvæðið.
Nú er ég farinn að álíta að
ástæða fyrir lagningu hans sé
sú að stytta fyrir Húnvetninga
að sækja vinnu og þjónustu
til Skagafjarðar þar með talda
læknisþjónustu.
Ég hvet húnvetnska sveitar-
stjórnarmenn til að bregðast
með fúllum þunga gegn þessum
áformum heilbrigðisráðherra.
Vistmönnum, starfstölki á
Heilbrigðisstofnunarinnar á
Blönduósi og öllum Austur-
Húnvetningum til heilla.
Valdimar Guðmannsson.
Bœjarfulltrúi Á-listans
Blönduósi.
MINNING
Kristján Árnason
frá Skálá
fæddur 4. mars 1929 - látinn 4. febrúar 2008
Kristján Árnason skáld frá
Skálá lést 4.febr. s.l.
Kristján var Borgfirðingur
að ætt, fæddur að Skarði í
Lundarreykjadal 14. mars
1929, en ólst upp hjá foreldrum
sínum, Árna Kristjánssyni og
Elínu Kristjánsdóttur, til 17
ára aldurs að Stálpastöðum í
Skorradal.
Þá flutti fjölskyldan að
Kistufelli í Lundarreykjadal,
þar sem Kristján átti heima til
ársins 1975, er leið hans lá til
Skagafjarðar að bænum Skálá í
Sléttuhlíð. Þar byggði hann sér
íbúðarhús og átti heimili síðan
og stundaði smíðar.
Kynni okkar Kristjáns hófúst
ekki að ráði fyrr en fyrir sjö
árum, er hann varð vistmaður á
Dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Okkur varð fljótt vel til vina.
Mál æxluðust þannig, að ég
átti svolítinn þátt í að velja efni
í ljóðabók Kristjáns, sem kom
út síðla árs 2001 og bar heitið
Mér finnst gott að hafa verið
til. Áður hafði Kristján gefið út
ljóðabókina Fjöllin sál og ásýnd
eiga.
Að mörgu var að taka af
góðurn kveðskap og mesti
vandinn að takmarka sig.
Kristján kom víða í ljóðum
sínum og valdi sér margs
konar yrkisefni. Hann hafði
skýra sýn á samtíðina og
féll misvel, það sem var að
gerast, bæði hér heima og úti
í hinum stóra heirni. Sterkasta
einkenni ljóða Kristjáns er þó
að mínum dómi samúð með
þeirn, er minna mega sín, þeim
sem líða og þjást saklausir
fýrir illsku heimsins, ekki síst
börnum, sem hvarvetna verða
fórnarlömb ofbeldisins án þess
að hafa til saka unnið.
Hann var málsvari
smælingjanna, fann til með
þeim, sem sæta þungurn
örlögum eða deyja ung, og
um þau orti hann. Mörg bestu
ljóða Kristjáns eru eftirmæli og
afmælisljóð um samferðamenn,
en oft var leitað til hans að
yrkja ljóð á sorgarstundum
eða við önnur tilefni. Tvö slík
ljóð orti hann um foreldra
mína. Þau eru fögur og sönn
eftirmæli, sem mér þykir vænt
um. Kristján var trúr átthögum
sínum í Borgarfirði alla ævi,
um það vitna ljóðin hans.
Bernskustöðvarnar í dölum
Borgarfjarðar og fólkið, sem
hann ólst upp með þar, áttu
sinn trygga sess í hjarta hans,
og um það orti hann fagurlega.
En hann orti líka eftirmæli um
vini sína „út að austan”, þar
sem hann átti orðið sterkar
rætur.
Framtíð manns og heims
og hinstu rök tilverunnar voru
Kristjáni talsvert hugleikin. Oft
barst tal okkar að þeim efnum.
Hin illu öfl í mannheimi voru
honurn umhugsunarefiii,
og hann skelfdist græðgina,
sem ógnar framtíð lífsins á
jörðinni.
Honum var umhugað
unr að bæta heiminn og í þvi
sambandi skiptu fjarlægðir
ekki máli. Á þá vogarskál lagði
hann vissulega sitt lóð, t.d.með
því að taka að sér fósturbarn
á Indlandi eða leggja ofúrlitla
upphæð til hliðar til styrktar
þjáðum börnum í Palestínu.
Hann vissi, að til að bæta
heiminn verður maður að
byrja á sjálfúm sér. Þrátt fýrir
allt sem miður fer, var hann
trúmaður, trúði á Guð og hið
góða í hverri sál. Trúin á Guð
var akkerið í stormviðrum
lífsins. En honurn var ljóst, að
við mennirnir erum enn sem
börn skammt á veg komin á
þroskabraut eilífðarinnar.
I ljóðinu Drottinn allra rnanna
yrkir hann:
-Ofmetnað forðumst,
áfram þó að tniði.
Ennþá við stöndum,
börn á myrku sviði.
Ljósið þitt, Jesús,
lýsi oss daga og nœtur,
lítum til hæða,
rísum glöð áfætur.
Um áratuga skeið átti
Kristján við erfiða vanheilsu
að stríða að völdum
parkinsonsveiki, sem með
árunum lamaði Iíkamsþrek
hans og hindraði tjáningar-
möguleika. Samt átti hann
það til að glettast við karlinn
Parkinson, eins og hann
orðaði það, því off var stutt í
gamansemina hjá Kristjáni, og
mótlætið lét hann ekki beygja
sig. Vanheilsan hindraði hann
ekki í að sinna skáldgáfunni,
og e.t.v. örvaði hún hana að
einhverju leyti. Þegar grið
gáfúst, sat Kristján við tölvuna
og skrifaði ljóð sín á hana,
eða endurskrifaði eldri Ijóð
og breytti þeinr. Eftir Kristján
liggur rnikið af ljóðum, efni í
nokkrar ljóðabækur, einnig
talsvert af óbundnu máli.
Sjálfúr komst hann uppá lagið
með að yrkja á ensku og dönsku
og vann til viðurkenningar
í alþjóðlegri ljóðakeppni á
enskri tungu. Þar átti hann
góðan bakhjarl, sem var vinur
hans, Bandaríkjamaðurinn Bill
Holm, skáld eins og Kristján.
Nú er ljóðasvanurinn á Skálá
hljóður. Skagafjörðurinn
er skáldi fátækari. En ljóð
hans munu lifa og halda á
lofti minningu urn mann,
sem í senn var gott skáld og
óvenjulegur mannvinur. Það
er gott að eiga ljóðin hans
Kristjáns að og geta leitað þar
fanga, sótt til hans visku og
leiðsögn í aðstæðum lífsins.
Þaðan fer enginn bónleiður.
Hvar sem leið Kristjáns
lá, þá var ætíð stutt heim í
Borgarfjörðinn.
Þar vildi hann hvíla liðinn.
-Bjarma slœr á Borgarjjörð,
í blœnutn hrærast stráin.
1 þintt væra, vígða svörð
vil égfærast dáinn.
Útför hans fór ffam
frá Reykholtskirkju 16.
febrúar, en þremur dögum
áður var kveðjuathöfn á
DvalarheimilinuáSauðárkróki.
Hann var lagður til hinstu
hvíldar í kirkjugarðinum í
Lundi í Lundarreykjadal við
hlið foreldra og bróður. Þá var
Kristján frá Kistufelli kominn
heim.
Megi Guð nú láta honum raun
lofa betri. Hvíli hann í Guðs
friði.
ÓlafurÞ. Hallgrítnsson,
Mælifelli.