Feykir - 18.03.2008, Blaðsíða 3
n/2008 Feykir 3
Fljótin
Hefiir verið tvo
vetur á útigangi
Nu i vikunni fannst veturgamall hrútur á Tungudal í Rjótum
þegar Jón bóndi á Þrasastöðum fór í dalinn á snjósleða.
Hrútur reyndist vera frá bænum Sandfelli skammt fyrir ofan
Hofsós.
Hann var langt kominn
með að ganga úti sinn annan
vetur. Við smölun í Unadal í
haust var hann með fjórum
öðrurn útigangskindum sem
náðust en hann var skilinn eftir
uppgefinn.
Þegar hans var leitað í nokkur
skipti um haustið fannst hvorki
tangur né tetur af honum og var
talið líklegast að hann hefði
drepist. Nú er annað komið í Ijós
sem sýnir enn einu sinni hvað
kindur sem verða einar geta
ranglað um ijöllin og jainvel lent
á ólíklegustu stöðum.
Þá heimtist fyrir nokkrum
dögum veturgömul ær með
lambi ffá bænum Melstað í
Óslandshlíð. Þessar kindur
komu saman við féð á Efra-Ási
í Hjaltadal sem var gefið úti
skammt ffá fjárhúsunum.
Talið er nær fullvíst að gimbrin
hafihaldiðsigíKolbeinsdalnum
í vetur. Hún og lambið voru í
mjög þokkalegum holdum
enda hefúr veturinn verið
snjóléttur og því hagstæður
útgangsfé til þessa. ÖÞ:
Margar hendur vinna létt verk
Samstarfsaðilar óskast!
Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir sem ætla að
vinna að verkefnum á sviði umhverfis- eða ferðamála í sumar.
►
►
Við bjóðum fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára sem starfa hjá
okkur á sumrin. Hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja okkar en um
árabil hafa þeir sinnt umhverfismálum og bætt aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða
um land. Við viljum eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og c
umhverfisbótum ásamtt.d. stígagerð og stikun gönguleiða.
Við bjóðum fram vinnuframlag unglinganna og flokkstjórn yfir þeim.
Við óskum eftirað samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni,
samkvæmt nánari lýsingu á umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu
Landsvirkjunar, www.lv.is.
Nánari upplýsingar veita: Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi og Ragnheiöur Ólafsdóttir
umhverfisstjóri í síma 515 9000 - thorsteinn@lv.is og ragnheidur@lv.is.
Umsóknum skal skila í síðasta
lagi 4.apríl með vefumsókn á
www.lv.is
Landsvirkjun