Feykir - 18.03.2008, Blaðsíða 11
n/2008 Feykir 11
Kirkjukorinn á Sauðárkróki
Æfingabúðir fyrir
páska og kirkjukvöld
Kirkjukór Sauöárkrókskirkju hefur leitast viö aö halda
æfingarbúóir eina helgi árlega þar sem þau fá Jón Þorsteins-
son, raddþjálfara og kennara hjá Tónskóla Þjóökirkjunnar til
þess fínpússa raddir og samsöng kórsins.
-Hann er algjör kraíta-
verkamaður, ótrúlega flottur.
Við syngjum og syngjum
þessar helgar og lærum
alveg helling og erum fyrir
vikið miklu betri kór á eftir,
segir Guðbjörg Árnadóttir,
formaður kirkjukórsins. ]ón
tekur fyrir raddbeitingu og
segir Guðbjörg að hann vinni
mikið með framburð og
hljóma.
Er inntökupróf í kirkjukór-
inn? -Hver og einn á að fara í
inntökupróf hjá Rögnvaldi og
er það síst til þess að raða fólki
niður á réttar raddir innan
kórsins, svarar Guðbjörg.
Mikið félagsstarf er innan
kórsins er árlega halda þau
mikið Kirkjukvöld þar sem
kórinn er búinn að æfa
upp söngdagskrá sem þetta
eina kvöld á ári er aðallega
veraldleg. Syngur kórinn
þar allt frá Geirmundi til
Bítlanna, frá ættjarðarlögum
upp í slagara. -Við byrjum
alltaf að leggja inn fyrir næsta
kirkjukvöld svo til morguninn
eftir það síðasta. Kórfélagar
koma með sínar hugmyndir
og síðan velur Rögnvaldur,
kórstjóri og organisti, réttu
löginn fyrir kórinn sem hann
síðar útsetur oftar en ekki á
sinn einstaka hátt.
Hvert verður þema kirkju-
kvöldsins þetta árið? -Það
má segja að það verði í ljúfari
kantinum og höfum við fengið
Gissur Pál Gissurarson sem
er eitt mesta tenór efni sem
hefur komið fram síðustu ár.
Þá mun hún Helga Bryndís
sem verið hefur undirleikari
á þessu kvöldi síðustu ár
einnig spila undir þetta árið
og því fáum við Rögnvald
fyrri framan kórinn til þess að
stjórna honum. Til viðbótar
við sönginn er ætíð boðið
upp á ræðumann kvöldsins
og sóknarnefnd hefur séð um
að finna hann. En Guðbjörg
segir að trúlega séu fáir kórar
á landinu heppnari með
sína sóknarnefnd en einmitt
kórinn hér þau séu alltaf
boðin og búin að aðstoða og
greiða götu kórsins.
Kirkjukvöldið er þó ekki
eini stóri viðburðurinn
í félagslífi kórsins þetta
árið því í haust ætla þau
að halda í messuferð til
London. -Við komum til
með að syngja við messu
hjá íslenska söfnuðinum í
London sem heldur til hjá
Sænsku kirkjunni. Þetta
verður Skagfirsk messa því
séra Sigríður mun sjá um
guðþjónustu og við sönginn,
segir Guðbjörg og greinilegt
að mikið er framunda en
hvert skyldu áhugasamir
söngvarar sem langar að skella
sér í kirkjukórinn eiga að
snúa sér? -Best er að tala við
Rögnvald eða bara einhvern
kirkjukórsfélagann eða bara
kíkja á æfingu klukkan átta
á fimmtudagskvöldum en
okkur vantar alltaf fleira gott
fólk í kórinn.
HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKIAUGLÝSIR
Sérfræðikomur í apríl
vika 15 Edward Kiernan, kvensjúkdómalæknir
vika 16 Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir
vika 17 Siguröur Albertsson, alm. skurðlæknir
Tímapantanir í síma 455 4022
Heilbrigðisstofnunin
Sauðárkróki
< ÚR ELDHÚSI LESENDA )
Erla og Stefán kokka
Hættulega góóur aó
hætti Unu frænku
Það eru þau Erla ísafold Sigurðardóttir og Stefán
Ólafsson sem bjóða lesendum Feykis upp á uppskriftir
vikunnar að þessu sinni. Kjúklingarétturinn er vinsæll
á þeirra heimili og hefur slegið f gegn í matarboðum.
Forréttinn fengu þau hjá Unu í KPMG, frænku hans
Stefáns, og er hann að sögn hættulega góður. Þau
Erla og Stefán skora á Erlu Jakobsdóttur og Óla Ben
á Blönduósi að koma uppskriftir að hálfum mánuði
liðnum.
Humarforréttur
FYRIR 6
1,2 kg. stór humar í skel
150gr. hvítlaukssmurostur
200 gr. smjör
4 stk. hvítlauksgeirar,
fíntsaxaðir
14 búntfínt
söxuð steinselja
Safi úrsítrónu
Salt og pipar
Allt brætt saman í potti,
steinselju bætt við í lokin.
Humar settur í eldfast mót og
sósunni hellt yfir humarinn.
í ofn í smástund.
Borið fram m. ristuðu
brauði.
Aðalréttur
Kjúklingapottréttur
FYRIR 6
1 stór kjúklingur
1 haus brokkolí
1 stór púrrulaukur
4 meðalstórar gulrœtur
1 askja sveppir
1 stór rauð paprika
1 stór grœn paprika
1 piparostur (þessi kringlótti)
100 gr. hreinn rjómaostur
‘A lítri rjómi
'A lítri vatn
1 tnatskeið kjötkraftur
Salt og svartur pipar
Steikja kjúkling heilan í ofni
og krydda eftir smekk. Ailt
grænmeti nema brokkolí
steikt saman upp úr olíu,
í botni á stórum potti þar
til það verður mjúkt. Þá
er rjóminn, ostarnir og
vatnið sett út í pottinn og
látið malla þar til ostarnir
hafa bráðnað. Bæta pipar,
salti og kjötkrafti út í.
Þegar kjúklingurinn er
fullsteiktur er hann rifinn
niður og settur út í gumsið
í pottinum. Að lokum er
brokkolíið sett út í og látið
malla í nokkrar mínútur.
Þetta er svo borið fram með
hrísgrjónum, fersku salati
og hvítlauksbrauði.
Kókosbollu-
eftirréttur
Brytjið niður nokkrar teg-
undir af ferskum ávöxtum
og setjið í eldfast mót,
smyrjið 6 kókosbollum yfir.
Bakið í ofni við 200 C þar
til kremið er ljósbrúnt.
Berið fram með þeyttum
rjóma eða vanilluís.