Feykir


Feykir - 18.03.2008, Blaðsíða 8

Feykir - 18.03.2008, Blaðsíða 8
8 Feykir 11/2008 öflugt matvælahérað. Tengist þetta eitthvað verkefninu Beint fr á býli? -Þegar að talað er um heimasölu og heimavinnslu landbúnaðarafurða er átt við milliliðalausa sölu ffá bónda til neytenda. Verkefnið Matarkistan Skagafjörður er fyrir öll matvælafyrirtæki í Skagafirði, allt frá einstökum bændum og upp í stór matvælafyrirtæki. Bæði verkefnin byggja þó á þessum vaxandi áhuga fólks á því að vilja vita um uppruna þeirra matvæla sem þeir neyta sem og að kynnast staðbundnum mat og matarvenjum. Eru einhverjir hér í Skagafirði að selja vörur sínar beint af býli í dag? -Nei ekki í dag, en ég veit að það er áhugi fýrir því. Beint frá býli er mikið tækifæri fýrir bændur að auka tekjur og atvinnu. Ég sé alveg fýrir mér Matarkistuna og þá aðila sem hafa áhuga á að vera í Beint frá býli geti unnið saman að því að efla matarferðamennsku á svæðinu. Hverjir eru aðilar að matarkistu verkefninu? -Kjötafurðastöðin, Mjólkursam- lagið, Sauðárkróksbakarí, Rækju- vinnslan Dögun, Fisk-Seafood, Hólalax, Hótel Tindastóll, Ólafshús, Kaffi Krókur, Áskaffi, Veitingastofan Sólvík, Lónkot, Undir Byrðunni, Hótel Varmahlíð, KS Varmahlíð, Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup og Hólaskóli Háskólinn á Hólum Hvernig hefur gengið að markaðssetja þetta konsept fyrir ferðaþjónustuaðilum, stukku þeir beint um borð eða hafa þeir verið að tínast inn? -Það má segja að ferðaþjónustu- aðilar séu óbeint allir aðilar að verkefhinu því eins og áður segir þá skiptir svona verkefni miklu máli fýrir ímynd svæðisins sem áfangastaður ferðamanna. Það mættu þó gjarnan vera fleiri ferðaþjónustuaðilar sem væru virkir þátttakendur en ég veit um aðila sem hafa áhuga á að gerast þátttakendur þar á meðal er fyrirtæki sem vinnur með þurrkað skagfirskt kjöt. Nú ert þú ráðin í fullt starf í kringum verkefnið hvert hefur verið ákveðið að stefria með það? -Helstu markmið Matarkistu SkagafjarðareraðgeraSkagafjörðað aðlaðandi og spennandi áfangastað fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda. Með því móti rennum við styrkari stoðum undir rekstur ferðaþjónustufýrirtækja um leið og við eflum ímynd héraðsins sem öflugs matvælahéraðs. Við viljum leggja mikla áherslu á gæði og fjölbreytni skagfirskra matvæla. Einnig verður lögð áhersla á að stuðla að nýjungum í framreiðslu ogaðsafnaogverndavinnuaðferðir og hefðir í matargerð. Síðast en ekki síst að efla samstarf innan og utan héraðs.Við munum halda áfram að taka þátt í sýningum og reyna að fá fleiri þátttakendur í verkefhið. Verkefnið hefur verið í einhverri útrás og tekið þátt í sýningum, telur þú að það hafi skilað okkur einhverju? -Við höfum tekið þátt í land- búnaðarsýningunni SveitaSælu 2007, MATUR-INN 2007 á Akureyri og síðan Matur og list (Ny nordisk mat) 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík. Þessar sýningar hafa að ég tel haft mikil áhrif. Við höfum fengið góða umfjöllun og óhætt að segja að hráefhið okkar hafi slegið í gegn, tala nú ekki um þegar er búið að matreiða það á girnilegan hátt fyrir sýningargesti. Við höfum einnig kynnt Matarkistuna fýrir öðrum svæð- um á íslandi sem hafa áhuga á að efla matarferðaþjónustu og vekja athygli á mat úr héraði. Ég hugsa að mörgum hér sé alls ekki kunnugt um hversu mikið brautryðjendastarf hefúr verið unnið með Matarkistuverkefninu svo eftir hefur verið tekið af framámönnum í ferðaþjónustu um allt land. Það hefur verið virkilega gaman að fá að taka þátt í því starfi, draumurinn er náttúrulega að ná að búa til matarslóða um ísland þar sem ferðamenn geti keyrt hringinn í kringum ísland og kynnst sérstöðu hvers svæðis í tengslum við mat. Eitthvað að lokum? -Fáið ykkur bita úr Matarkistu Skagafjarðar, segir Guðrún og hlær... Hesta um fjöllun Feykis Umsjón: Eyþór 848-2725 og Guðný 898-2597 KS deildin Mette og Bragi sigur- vegarar i tölti Annað kvöldið í KS deildinni var síðast liðið miðvikudagskvöld en þetta kvöld var keppt í tölti. Sigurvegarar kvöldsins voru þau Mette Manseth á Braga frá Hólum. Feykir hafði samband við Mette og bað hana að segja okkur frá Braga og eins hennar fyrstu kynnum af hestinum. Bragi er frá Hólum í Hjaltadal undan Gusti frá Hóli í Eyjarijarðarsveit og Birtu frá Hólum. Bragi var á 1. vetri þegar Mette kom til starfa sem reiðkennari á Hólum og tók hún strax eftir trippinu og fór að hafa auga með honum. Bragi er frumtaminn á Hólum, af nemanda við skólann og varð hann þá strax mjúkur og hágengur. Að loknu ffumtamningarferli var Bragi áfram við skólann og þá sem þjálfúnarhestur. Þegar Bragi var 5 vetra byrjaði Mette að þjálfa hann og voru þeirra fýrstu kynni jákvæð og skemmtileg. Fyrsta mót þeirra saman var Bautatöltið á Akureyri þegar Bragi er á 7. vetri. Strax i annarri keppni þeirra sigruðu þau í Gæðatölti sem haldið var í reiðhöllinni Svaðastöðum. Effir það eru sigrarnir orðnir margir . Bragi er nú 9 vetra og segir Mette að þau hafi tekið stefnuna á Landsmótið á Hellu í sumar, eins Islandsmótið og fjórgang og B flokk gæðinga. Framtíð Braga er að öllum líkindum sú að verða kennari upprennandi fagfólks sem nemur við skólann á Hólum. Feykir óskar Mette til hamingju með sigurinn í Tölti. Landsmót hestamanna á Hellu Miðasala hafin Landsmót hestamanna verður haldið við Hellu dagana 30. júní - 6. Júlí. Á Landsmótinu f ár koma um 1.000- 1.200 af glæsilegustu hrossum landsins fram og eru keppendur yfir 500 manns á öllum aldri. Þegar bestu knapar og hross landsins koma saman er óhætt að fullyrða að framundan sé stórbrotin veisla. Að venju munu hestamenn að sjálfsögðu taka laufléttan snúning við undirleik hljómlistarmanna og kyrja háum rómi í brekkusöng á fallegum sumardegi. Miðasalan á 18. Landsmót hestamanna er hafin og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða í forsölu fýrir 1. maí n.k. en eftir það hækkar miðaverðið. Að auki verður hægt innan tíðar að versla miða á völdum stöðvum N1 fýrir þá sem ekki eiga þess kost að versla í gegnum netið. Allar nánari upplýsingar um landsmót og tilhögun miðasölu er að finna á heimasíðu Landsmóts hestamanna: www.landsmot. is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.