Feykir - 08.05.2008, Qupperneq 7
18/2008 Feykir ~7
)
J
\
Jón Gunnar Einarsson og Guðrún Hjálmtýsdóttir
með börnin sín Einar Hjálmtýr 3 ára og Rögnu Katrínu nýskírða (er núna
rúmiega 6 mánaða)
Jón Gunnar Einarsson slasaðist alvarlega
í mótorkrossslysi
A batavegi en á langt í land
Jón Gunnar Einarsson, ungi
maóurinn sem slasaðist
alvarlega f mótorkrossslysi
er á batavegi en hann hóf
endurhæfingu á Grensás
fyrr í vikunni. Ekki er Ijóst
hversu miklum bata Jón
Gunnar mun ná og Ijóst að
framundan er löng og
ströng endurhæfing.
Jón Gunnar og eiginkona hans
Guðrún Hjálmtýsdóttir eiga
tvö börn, Einar Hjálmtý, 3 ára,
og Rögnu Katrínu rúmlega 6
mánaða auk þess sem að í
september er von á þriðja
barni þeirra. Áður en í ljós
kom að von var á þriðja
barninu hafði Jón Gunnar
ráðgert að fara í nám og sagði
hann því lausu plássi sínu á
frystitogaranum Arnari. Jón
Gunnar er því réttindalaus og
íjölskyldan mun tekjulægri en
gert haíði verið ráð fyrir.
Feykir náði sambandi við
móður Jóns Gunnars,
Þorbjörgu Rögnu Þórðar-
dóttur, sem dvalið hefur hjá
honum frá slysinu auk föður
hans og bróður. Þá hafa systur
hans skipst á að fara suður eins
og þær hafa getað. -Við höfum
notið velvildar Landsspítalans
og fengum íbúð á hans vegum
út apríl mánuð, erum þar
raunar enn en þurfum að fara
ef einhver annar þarf á henni
að halda, segir Þorbjörg.
-Guðrún hefur búið inni á
bróður sínum með börnin en
hún þarf nauðsynlega að fá
íbúð til þess að geta dvalið hér
hjá Jóni Gunnari í sumar en
eins og leiguverð er kljúfa þau
varla þau útgjöld, bætir hún
við.
Þorbjörg segir að Jón Gunnar
hafi hlotið blæðingu í hægra
heilahveli sem valdi því að
vinstri hlið líkama hans er öll
mun máttminni en sú hægri.
Þó hefur hann hreyfigetu í
öllum líkamanum og vonast
menn til þess að með
endurhæfingu komi það allt
saman til baka þó svo að í dag
sé Jón Gunnar í hjólastól.
Andlega hefur Jón Gunnar
komið til baka nema hvað
minni hans er skert og segir
móðir hans að hann muni
ekkert sem gerðist fyrir síðustu
jól. Læknar segi hins vegar að
það sé skiljanlegt og geti og
eigi trúlega eftir að koma til
baka.
En hvað var það sem gerðist?
-Það er ekki alveg vitað. Hann
var með allan öryggisbúnað í
lagi og heldur ekki á mikilli
ferð. Hjálmurinn hans er heill
en læknarnir segja að hann
hafi fengið slink á höfuðið sem
hafi orðið til þess að undist
hafi upp á heilann og þá
hreinlega slokkni á mönnum
en hvernig þetta vildi til veit
enginn, svarar Þorbjörg.
Aðspurð segir hún að Jón
Gunnar hafi það eftir atvikum
gott en sé auðvitað
óþolinmóður og áhyggjufullur
yfir því að vita af Guðrúnu,
eiginkonu sinni, einni með
börnin tvö þetta langt gengin
með það þriðja.
Þeir sem vilja leggja ungu
hjónunum lið geta gert það
með því að leggja inn á
reilcning: 0160-26-61400
Kt:290483-3799.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmm
Fyrirtæki vikunnar
Þessa vikuna standa yfir innritunardagar
í Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir næsta
skólaár. Og með tilliti til alls þess gríðarlega
tónlistaráhuga sem er ríkjandi alsstaðar í
samfélaginu ákvað Feykir að forvitnast um
skólann.
Skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, Sveinn
Sigurbjörnsson, verður fyrir svörum og byrjar að
segja frá því að níu ár eru síðan hann tók við
stjórn skólans þegar Tónlistarskóli Sauðárkróks
og Tónlistarskóli Skagafjarðar sameinuðust
undir merkjum hins síðarnefnda. Hann er nú
starfandi á fimm stöðum ífirðinum með alls 300
nemendur. Á Sauðárkróki eru 148 nemendur, í
Varmahlíð 100 nemendur, á Hofsósi er kennt
í Höfðaborg og þar eru 30 nemendur, 11 á
Hólum og þar er kennt í grunnskólanum og að
endingu eru 11 nemendursem sækja skólann í
Fljótunum. Við skólann starfa 13 kennarar.
Á hvaða hljóðfæri er vinsælast að læra?
-Stærsta deildin er píanódeildin. Það er
mjög vinsælt og gott fyrir krakka að hefja
tónlistarnámið á píanó eða hljómborð. En einnig
er fiðlan hentugt hljóðfæri fyrir byrjendur en í
Suzukídeildinni læra börnin að spila eftir eyranu
og foreldrar geta fylgst með kennslu og æfa með
þeim heima. Fiðludeildin er gríðarlega sterk og
öflugt starf sem fer þar fram. Fleiri hljóðfæri sem
gott er að byrja á eru t.d. trommur. Trommusettin
eru lítil og henta vel fyrir unga krakka og eru
geysilega vinsæl. Svo eru blásturshljóðfæri
svo sem kornet og althorn sem henta vel fyrir
byrjendur. Gítarinn er líka mjög vinsæll.
Hvemig er með blokkflautuna gömlu og góðu?
-Blokkflautan er meira forskólahljóðfæri. í
forskóladeildinni er farið í meiri kynningar á
tónlist með söng og einföldum hljóðfærum
s.s blokkflautu og ásláttarhljóðfærum.
Forskóladeildin er ætluð börnum frá flögurra ára
aldri. Hún er reyndar ekki fjölmenn.
-Svo erum við með almenna deild. Þar gefst
fólki kostur á að koma og læra á hljóðfæri á
sínum forsendum, þeirsem ekki hafa grunnnám
í tónfræðum úr áfangadeildum. Kennt er í 30
mín. á viku og nemendur þurfa ekki að taka
próf nema þeir ætli sér áfram í framhaldsdeild.
Ákveði þau hins vegar að halda áfram og taka
fyrsta stig, taka þau próf í lok annarinnar.
Eru einhverjar hljómsveitir starfandi á vegum
tónlistarskólans?
-Já, við skólann eru starfandi lúðrasveit,
harmonikkusveitir og strengjasveit. Þessar
sveitir spila við hátíðleg tækifæri og á tónleikum.
Nú í lok Sæluviku hélt strengjasveitin tónleika í
félagsheimilinu Héðinsmynni ásamtstrengjasveit
frá Reykjanesbæ. Þeir tónleikar heppnuðust
mjög vel.
En hvernig er með söngdeildina, er einhverra
breytinga að vænta þar?
-Já við fórum f skipulagsbreytingar í söngdeildinni
um áramótin síðustu. Nú verða þær nýjungar
helstar í söngdeildinni að við ætlum að vera
með námskeið í samsöng lítilla hópa svo og kóra
bæði stórra sem smárra. Þarætlum við að bjóða
upp á ýmsa leiðbeinendur í söngtækninni. Svo
verður í boði metnaðarfullt námskeiðaform sem
Helga Rós Indriðadóttir söngkona kemurtil með
að stýra, en við vorum með tvö slík námskeið
í vetur. Þau tókust virkilega vel. Og svo verður
kenndur söngur í einkatímum eins og verið hefur
undanfarin ár.
Tónlistarskóli Skagafjarðar