Feykir - 08.05.2008, Side 11
18/2008 Feykir 11
(GUÐMUNDUR VALTÝSSON)
Vísnaþáttur475
Heilir og sælir lesendur góðir. í þeim
djöfuls norðan brunakulda sem ríkt
hefur nú að undanförnu, riíjaðist
ósjálfrátt upp þessi ágætis vísa eftir
Skagfirðinginn snjalla, síðar bónda
á Harrastöðum í Miðdölum, Bjarna
Gíslason:
Þetta hversdagslega líf
lamar sálarkraftinn,
að hafa hvorki vín né víf
að verma á sér kjaftinn.
Annar snjall og kunnur í Skagafirði og
víðar á síðustu öld, Einar Sigurðsson,
sem kenndur var við Reykjarhól,
mun hafa ort svo fallega til Kristjáns
Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróíd:
Margan Kristján gleðurgest
góðsemd hans ei dvíni.
Mér hann hefur manna best
miðlað brennivíni.
Ef ég man rétt mun Bakkus hafa
einhverju sinni glatt menn með nœrveru
sinni í Borgarfirði, eftir nœstu vísu Einars
Beinteinssonar að dœma:
Vín á könnu og kvœðablað
kœti vekurgeði.
Ungum mönnum þykirþað
þarfleg stundargleði.
Fleira geta menn dundað við, sér til
dcegrastyttingar og munu ncestu vísur
ortar af Teiti Hartmann er hatm sat að
tafli við Guðmund lcekni á Eskifirði:
Þig hefur ofraun þessi blekkt
það verð ég að segja.
En skratti varþað lœknislegt
að láta manninn deyja.
Gvendur lœknargigt í hupp
ogglepur elli.
Kerlinguna yngdi hann upp
í einum hvelli.
Varla þarf mikið að kynna hér
norðanlands hinn magnaða hagyrðing
Hallgrím Jónasson kennara. Eitt sinn
mun hann hafa ort svo til stökunnar:
Hún er hvorki dul né dýr
dálítill vafafengur.
Augnabliksins œvintýr
eins og bcerður strengur.
JMögnuð hringhenda kemur hér næst
eftir Hallgrím:
Geld égskuld og ber á bug
best í þuldum stökum.
Meðan kuldinn hjarta oghug
herpir duldum tökum.
Að lokum þessi eftir hinn ágæta
hagyrðing:
Þegar hvorki vífné vín
vermir lundu slaka.
Finnst mér hálfgert hundalíf
heila nótt að vaka.
Þegar undirritaður situr við gerð þessa
þáttar, berast þau tíðindi á okkar ágætu
rás I í ríkisútvarpinu, að núverandi
fjármálaráðherra í ríkisstjórn íslands
njóti stuðnings 8 prósent þjóðarinnar.
EkJd skal undra slíka útkomu og rifjast
upp nokkuð gömul umræða um slíka
pilta sem mig minnir að hafa farið fram
haustið 1974. Var þá sami ættleggur
þar við völdin. Kona í Hafnarfirði, sem
ég man því miður ekki nafn á, mun
hafa ort svo, er hún heyrði þáverandi
fjármálaráðherra mæla fyrir fjárlögum
skömmu fyrir jól og segja að sú mikla
hækkun þeirra, sem hefði orðið milli
ára, mundi ekki snerta venjulegt fólk.
Vegna þessa talsmáta varð eftirfarandi
hugleiðing til:
Svofrábœr að eðli ogfullkomin í sinni list
eru fjármálaráðherrans verk með íslenskri þjóð.
Að kraftaverk þau sem kennd hafa verið við
Krist kallast nú ei nema tœplega miðlungigóð.
Síðan kom Mathiesen fjármálaráðherra
í sjónvarpið og boðaði slæma kreppu.
Mun þá konan i Hafnarfirði hafa ort svo:
Ráðvillt er kirkjan og rislág vor nýárssól
og rausið prestanna drukknar í kaupsýslu-glymnum.
Þá stígur Mathiesen ráðherra uppá stól
ogstartar kreppu oggengishruni á himnum.
Gaman að rifja næst upp eina laglega
eftir Heiðrek Guðmundsson frá Sandi:
Stríðsins ógnum aldrei linnir
eða slokknar hatursbál.
Nema sjálfurfyrst þúfinnir
frið íþinni eigin sál.
Þegar loks varð staðreynd að þaggaðist
niður í kanaútvarpi, orti Magnús
Stefánsson á Fáskrúðsfirði svo:
Komast nú málin loks í lag
lausninni þjóðin fagnar.
Lofa skal þennan dýrðardag
dátanna útvarp þagnar
Næst rifjast upp ágæt limra, sem
mig minnir að sé eftir Hallmund
Kristinsson:
Skotinn í Guðrúnu skapríku
var Skafti sem þrœlaði ífabriku.
Hann reyni hana við
að riddara sið.
Þau rœkta nú tómat ogpapriku.
Gott að enda með þessari ágætu vísu
eftir Þingeyinginn Baldur Baldvinsson:
Vísa sem að verður til
um vorið eða fossinn
þarf að veita öllum yl
eins ogfyrsti kossinn.
Verið þar
með scel að sinni.
Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( ÚR ELDHÚSl LESENDA)
Bankið rifin með hendinni og
skerið fáeinar raufar í fitukantinn
svo að þær verpist ekki við
steikingu. Veltið þeim upp úr
hveiti, blönduðu salti og pipar
og steikið í 6-8 mín. á hvorri
hlið. Færið rifin yfir í eldfast
mót, setjið vatn á pönnuna til að
búa til soð úr safanum og hellið í
mótið. Skerið sveppina í sneiðar
og steikið í 1-2 msk. af smjöri í
ca. 1 mín við háan hita. Lækkið
hitann, stráið 1 msk. af hveiti og
hrærið sítrónusafa eða hvítvíni
og 1 dl. af rjóma saman við.
Látið þetta sjóða létt í 2-3 min.
Hrærið saman eggjarauðurnar
og restina af rjómanum og
blandið í sveppajafninginn,
sem nú má ekki sjóða lengur.
Bragðbætið með salti og pipar.
Hellið jafningnum yfir rifin og
stráið þunnu ostlagi yfir. Bakist
í 10 mín. við ca. 250C° fer eftir
ofnum. Stráið fínskorinni
steinselju yfir og berið fram með
soðnum kartöflum og salati.
Það er líka rosalega gott og gera
kartöflugratín.
EFTIRRÉTTIR
Marengsterta
(1 stór botn eða 2 litlir)
• 4 eggjahvítur
• 200gr. flórsykur
• 100gr. súkkulaði
• 1 bolli döðiur
Stífþeytið eggjahvítur og
flórsykur. Brytjið súkkulaði og
döðlur í frekar smáa bita og setjið
út í marengsinn. Bakist við 150°
í ca. 30 mín. Fer eftir ofnum.
• 5 kókosbollur
• 5 borgarar
• 13 konfekt rommflöskur
(eða 6fl. + rommessen)
• Ca. 34 rjómi
(Lítil terta)
3 kókosbollur, 3 borgarar, 7-8
flöskur eða 3 fl.+rommesses +
rjómi. Rjóminn er stífþeyttur og
út í hann eru allt gúmmúlaðið
kramið og hrært varlega saman.
Svo er þessu smurt á botnana
og látið standa í helst nokkra
klukkutíma til að bleyta aðeins
upp í marengsinum. Þetta er
algert sælgæti svo það tekur því
ekki að búa til litlu útgáfuna því
þá er hún strax búinn.
Takkfyrir okkur
og verði ykkur að góðu!
Magnea Jóna og Halldór Bjartmar kokka
Svínarif að hætti
svínabænda
Það eru svínabændurnir Magnea Jóna Pálmadóttir og
Halldór Bjartmar Halldórsson sem bjóða lesendum
Feykis upp á uppskriftir vikunnar og að sjálfsögðu elda
þau aðalréttinn úr íslensku svíni. Þau skora á foreldra
Magneu, hjónin Pálma og Ásu í Garðakoti og munu
uppskriftir þeirra birtast að hálfum mánuði liðnum.
AÐALRÉTTUR
Hrísgrjónaréttur
• 2 bollar soðin hrísgrjón
• 200 gr. Rcekjur
• 1 grcen paprika
• 1 rauð paprika
• ‘A dós Ananas
• 1 msk. Provencale
kryddið frá KNORR
• 2-4 tsk. karrí
• Ristað brauð
Sjóðið hrísgrjónin og setjið
karríið saman við áður en
þau kólna svo þau taki í sig
litinn. Stundum kaupi ég líka
karríhrísgrjón og sýð þau og
bæti út í venjulegu hrísgrjónin,
það er rosalega gott líka.
Saxið paprikurnar í litla bita
og setjið út í hrísgrjónin ásamt
ananasnum og rækjunum.
Kryddið síðan eftir smekk,
oft er ekki nóg 1 msk. af
provencale-kryddinu, bara
smakka til. Sumum þykir
líka gott að setja svolítið
hvítlauksduft. Berið fram með
sinnepsósu og ristuðu brauði.
• 4 msk. scett sinnep
• 3 msk. hunang
• 150 gr. majónes,
eða lOOgr. sýrðurrjómi
• 50gr. majónes
Ofnbökuð svínarif
• 4 þykk rif
• Hveiti, salt, pipar og smjör
• 250-500gr. sveppir
(líkagott að hafa brokkotí)
• 2 msk. sítrónusafi eða
hvítvín
• 1 dl. kjötsoð
• 2 dl. rjómi
• i-2 eggjarauður
• 3 msk. rifinn ostur
• Steinselja