Feykir


Feykir - 15.05.2008, Blaðsíða 1

Feykir - 15.05.2008, Blaðsíða 1
Sufkfóá'Nöfunum Sauðárkrókur Menningarhús norðan Arskóla Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt með tveimur atkvæðum meirihlutans að væntanlegt menningarhús á Sauðárkróki nsi norðan nýrrar viðbyggingar við Árskóla með tengibyggingu milli skóla og menningarhúss. Var sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með menntamálaráðherra vegna aðkomu nkisins að byggingu hússins. Samkvæmt tillögu meirihlutans á að tryggja sem besta nýtingu beggja bygginga og skapa um leið skóla- og menningarstarfi bestu fáanlega aðstöðu. í greinargerð sem íylgdi tillögunni kemur fram að samkvæmt samningi við Menntamálráðuneytið hafi verið gert ráð fyrir 60 mkr. framlagi frá ríkinu tO endurbóta á Miðgarði og tæplega 220 mkr. framlagi til menningarhúss á Sauðárkróki. Jafnframt segir að fyrir nokkrum árum hafi verið unnin tillaga að viðbyggingu við skólann sem m.a. gerði ráð fyrir byggingu hátíðarsalar og kennsluálmu. Síðar hafi komið upp hugmynd um hvort skynsamlegt gæti verið að byggja nýtt menningarhús tengt Árskóla og ná fram samnýtingu á húsnæði menningarhússins og skólabyggingunni. Var hugmyndin borin undir forsvarsmenn helstu stofnanna sem töldu skynsamlegt að skoða hana vandlega. Hönnuðir að Árskóla voru því fengnir til að koma með grófa hugmynd að því með hvaða hætti þessi starfsemi gæti farið saman. Gert er ráð fyrir tónlistarskólanum í húsinu en með því verður búið að ná starfsemi Árskóla og tónlistarskólans undir eitt þak. Páll Dagbjartsson greiddi atkvæði á móti hugmyndinni og mun hann gera grein fýrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins á næsta sveitarstjómarfúndi. Þá óskaði Bjami Jónsson bókað að hann hefði vissar efasemdir um málið eins og það væri undirbúið og ffamsett. Hann telji að sýna þurfi raunsæi gagnvart fjárhagslegri getu sveitarfélagsins til að ráðast í nýjar stórar ffamkvæmdir af þessu tagi og skuldbindingar þeirra vegna á meðan aðrar brýnar ffamkvæmdir bíða. Austur Húnavatnssýsla_____ Sveftarstjómir taka undir með Samstöðu Sveitarstjórnir á Blöndu- ósi, Húnavatnshreppi og á Skagaströnd taka undir þau sjónarmið stéttarfélagsins Sam- stöðu að gæta þurfi sérstaklega að hags- munum héraðsins ef af fyrirhugaðri sameiningu heilbrigðisstofnanna á Blönduósi og Sauðár- króki verður. Stéttarfélagið Samstaða sendi ályktun sína til umfjöllunar til allra sveitarstjóma á svæðinu. Ágúst Þór Bragason og Valdimar Guðmannsson, bæj arfúlltrúar á Blönduósi, bóka að þeir óttist að fyrirhuguð sameining veiki starfsemi HSB og því sé réttast að ffesta sam- einingunni og taka upp samráð við heimamenn um ffamtíð hennar. Hreppsnefnd Húnavatns- hrepps segir að með sam- einingu skerðist sjálfstæði stofnunarinnar á Blöndu- ósi og möguleiki hennar til að styrkjast og eflast. Óskar hreppsnefndin eftir fúndi með vinnuhópi ráðuneytis sem skipaður var til þess a vinna að sameiningunni í samvinnu við heima- menn. Varmahlíð Póstútibúi lokað? íslandspóstur hefur sagt upp samningi við samstarfsaðila sinn í Varmahlíð og sótt um leyfi til Póst- ogfjarskiptastofnunar til þess að loka útibúi íslandspósts f Varmahlíð. Á kynningarfúndi íslandspósts sem haldinn var á Sauðár- króki kom fram að fyrirtækið myndi leita allra leiða til þess að auka hagnað og hag- ræðingu auk þess sem markmið fyrirtæk-isins sé að veita 95% lands- manna fúllnægjandi póstþjónustu. -Mér finnst þessi gjörningur algjörlega taktlaus í ljósi þess að íslandspóstur er fýrirtæki í 100% eigu ríkisins og ætlað að veita landsmönnum öllum góða þjónustu. Skora ég því á samgönguráðherra að sjá til þess að þessar fyriráætlanir verði dregnar tfl baka, segir Bjarni Jónsson, sveitar- stjórnarfulltrúi VG í Skagafirði. -Við viljum meina að ekki verði um skerta þjónustu að ræða þvi allt í kringum Varma-hlíð njóta íbúar þjón-ustu Landpósta sem eru nokkurs konar pósthús á hjólum, segir ÁgústaHrund Steinars- dóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningar- deildar íslandspósts. Ixus 70 241111 ra Ixus 75 27.4ÖOm/vsk QIOITAU IXUS75 —ICTenfltl! eHp— TÖLVUDEILD TENGILS BORGAHFLOT 27 SAUÐÁRKRÓKI t 455 7900 VIÐ B0NUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum (oXS^o] Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 848 7007 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir hjólbardavidgerðir réttingar ogsprautun f IRM||R Sauóárkrókur-S:4535 /41

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.