Feykir


Feykir - 15.05.2008, Blaðsíða 11

Feykir - 15.05.2008, Blaðsíða 11
19/2008 Feylclr 11 Arni Birgir kokkar________________ Léttsteiktar lunda- bringur með malti Árni Birgir Ragnarsson á Sauðárkróki býður lesendum Feykis upp á uppskriftir vikunnar að þessu sinni. Árni skorar á Rósu Dóru Viðarsdóttur og Halldór Þorstein Gestsson, eða Dóra Híu, Laugatúni 6 að koma með næstu uppskriftir. Hluti veislugesta á ársþinginu. Vel heppnað ársþing á Bakkaflöt og Steinsstöðum Gleði og gaman á bandalagsþingi FORRÉTTUR Smálúðu-sashimi 400 gr. fersksmálúða 10 gr. svört sesamfrœ lÁ dl. sesamolía 1 dl. ólífuolía 20 gr. ferskt kóríander 50 gr. ristaðarfuruhnetur Sjávarsalt Aðferð: Smálúðan er hreinsuð og skorin í þunnar sneiðar og raðað á disk. Ólífúolía, sesamolía og sesamfræ sett í pott og hitað þar til volgt, u.þ.b.40°C. Olían má alls ekki verða of heit því þá eldast lúðan of mikið. Olíunni er svo hellt yfir fiskinn. Ristuðum fúruhnetum og kóríander stráð yfir ásamt dálitlu sjávarsalti. AÐALRÉTTUR Léttsteiktar lundabringur með malti og bláberjasósu 6 lundar, úrbeinaðir frá skipinu Salt ogpipar 30 gr. smjör til steikingar Ferskt blóðberg (ekki nauðsynlegt) 2 bollar maltöl eða maltbjór 1 bolli rjómi 1á bolli bláber, helst islensk 1 tsk. anda- eða nautakraftur 20 gr. smjör Mikilvægt er að hreinsa alla fitu af lundanum sem ogþær himnur sem hægt er að plokka af áður en hafist er handa við eldamennskuna. Þá eru lundabringurnar kryddaðar með salti, pipar og blóðbergi, sem er pillað af greinunum. Pannan hituð vel. Smjörinu er skellt á pönnuna og bringurnar steiktar á henni í u.þ.b. 50 sek. á hvorri hlið. Bringurnar eru teknar af pönnunni og maltinu hellt út á pönnuna og það soðið niður um helming.Þetta kemur með sætuna í sósuna. Þá er rjómanum bætt út í maltið og leyft að sjóða niður um helming. Sósan er krydduð með anda- eða nautakraftinum. Þegar sósan er komin í þá þykkt sem þykir heppileg, er lunda- bringunum bætt út í ásamt smjöri og bláberjum. Leyfið þessu að sjóða í um 1 mín. við meðalhita og veltið pönnunni svolítið til svo þetta blandist vel. Gott er að skreyta diskinn með blóðberginu. AÐALRÉTTUR TVÖ Sterkur karrý kjúklingur 1 kjúklingur 1 peli rjómi Kryddlögur: 3 dl. tómatsósa 3 tsk. karrý 3 tsk. pipar 1 tsk. salt Kjúklingurinn er skorinn í bita, velt upp úr kryddleginum og settur í eldfast mót. Sett í 200°C heitan ofn og eldað í 30 mín. Kjúklingurinn er borin fram með hrísgrjónum og rjóminn sem hellt var yfir, er sósan sem er sett á hrísgrjónin. EFTLRRÉTTUR Pönnukökur með ís oggrand mariner Búið til pönnukökur úr venjulegu pönnukökudegi, nema hafið deigið þykkt svo þær verði þykkar. Setjið 2-3 kúlur af ís í hverja pönnuköku. Leggið saman í hálfmána og setjið á disk. Hellið grand mariner yfir. Verði ykkur að góðu! Bandalag íslenskra leik- félaga hétt sinn áriega aóalfund í Skagafirði sfðastliðna helgi, en hann fór fram í Lýtingsstaðahreppi nánar tittekið í Árgarði. Gestimir komu alls staðar að af landinu og óhætt að segja að það var mikill leikur i fólki. Á laugardagskvöldið var hátíðarkvöldverður á Bakkaflöt þar sem boðið var upp á ljúffengan þriggja rétta kvöldverð að hætti hússins og eins og alltaf sló skagfirska hráefnið í gegn hjá gestum. Undir borðhaldi tilkynnti Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri val Þjóð- leikhússins á athyglisverðustu áhugasýningu leikársins en það var Halaleikhópurinn með sýninguna Gaukslireiðrið sem fékk þá viðurkenningu. Að því loknu mælti Herdís Þorvaldsdóttir, móðir Tinnu, nokkur orð um hvernig leikstarfið var á fyrstu árum Þjóðleikhússins, sem þá fór í leikferðir um landið og voru þær oít á tíðum nokkuð ævintýralegar. Rúsínan í pylsuendanum var svo leynigesturinn Geirmundur Valtýsson sem tryllti lýðinn undir lok borð- haldsins með nokkrum vel völdum lögum. Fundurinn gekk annars vel fýrir sig, var formaðurinn Þorgeir Tryggvason bæði ánægður með afrakstur fundarins sjálfs, sem og aðstæður allar og móttökur. ( GRUNNSKÓLINN Á BLÖNDUÓSI Ástarbréfasamkeppni ' unglingadeild A dögunum stóð yfir skemmtileg keppni meðal nemenda í unglingadeild Grunnskólans á Blönduósi. Nemendur skrifúðu ástarbréf undir dulnefni á íslenskuvef skólans og máttu þau velja hvort þau væru strákur að skrifa til stelpu eða stelpa að skrifa til stráks. Síðan voru bréfin birt á vefnum þar sem kosið var um flottasta bréfið. Það var síðan Berglind íslenskukennari sem veitti verðlaun og viðurkenning- arskjal til handa sigurvegaran- um, Kristins Justiniano Snjólfssonar nemanda í 9. bekk sem skrifaði undir dulnefninu Haukur Ingi Jónasson. Gaman er að segja frá því að fjölmörg og eldheit ástarbréf litlu dagsins ljós í þessari keppni og ljóst að nóg er af hæfileikaríkum unglingum í skólanum. Vinningsbréfið var til Ástrósar. EJsfu Asétás P&jot éyj hu^sa U/y> esy/a, fiá huyjSa éj usa p/zV -faj/ecya hros cx) hirtu Ajarta. PÚ i ö>r/yjU/yj /yiíau/yi U/yfV&fÚr /yiyj) /yjeé> ö/Ju fiínu hfjarta. f-Qj OjS-t Ve-tiii Sá/in p/'/7, f/qaV' a//t er froSiii. iM Sá/in hún et /ífceé> /ytin, hú/i Vfl/yin Se/yi fú froSir. e-Ftir Hó/t iTó-'Wc/'. Petta fa//e.cya JjáÁ /yiiafr /y;i<j á f>ic) einU Ste/y/Una Sem écj e/sja / feSSU/yj hei/yji écj c)a°ti a/c/rei /ifrA án f>in. Bara cá Sjá f iq anda faer /y?ic) ti/ oá anda hrcÁar cx) hrohar fanni^ éa cysti affi staáist aA jyssa ficj. A hverju/yj einasta deaj hucjSa éc) um ást /y?ina ti/ fin hún eyést CX) a/fst /y)eÁ hVerju/y? decj. f) vi/ CÁ fú vitir CÁ éc) <)Ceti effi /ifcÁ einn da<) i /if /y?inu án feSS CÁ vita CÁ fú Sért /y?ér VÁ h/Á.PÚ ert ástin cxj ráSm í /íf /y?inu. £q e/sfa />íq af ö//u hýjarta Astrcós /y?in Á

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.