Feykir


Feykir - 15.05.2008, Blaðsíða 6

Feykir - 15.05.2008, Blaðsíða 6
6 Feykir 19/2008 Blaðamenn Feykis brugðu sér upp á Nafirnar á Sauðárkróki um Hvítasunnuhelgina til þess að virða fyrir sér lífið sem þar er. Heimsækja bændur og búalið auk þess að skella sér á mótorkrossbrautina. Fyrir þá sem ekki til þekkja þá eru Nafirnar fyrir ofan bæinn en þar má finna golfvöll, fótboltavöll og mótorkrossbraut í nábýli viö frístundabændur sem þar hafa reist sér fjár- eða hesthús og reka þar myndarleg smábú. Lifid á Nöfunum Ásta bakar vöfflur handa glöðum hjólurum. Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar Páll smíðaði fjárhúsin sjálfur og eyðir dágóðum tíma á Nöfunum. Páll Hjálmarsson frá Kambi____ Kindurnar halda í honum lífinu Styrktardagur íbrautinni Páll Hjálmarsson frá Kambi er einn þeirra sem heldur tómstundabú á Nöfunum. Er bædi með hross og fé. Hans útgerð er við vatnsstokkinn, aðrennslisgöngin að Rafstöðinni sem sprakk í fyrra þegar aurflóðið fyllti kjallara húsa í Lindargötunni. Vatnið bunaði úr stokknum rétt fyrir ofan gripahúsin hjá Páli og vekur það upp spurningu hvort húsin hafi farið á kaf. -Nei, það slapp alveg, það kom smávegis inn og flaut upp undir grindur en straumurinn fór allur framhjá húsunum og niður af nöfunum. Páll var búandi á Kambi í Deildardal í tuttugu og sjö ár, fluttist á Krókinn og vann á sláturhúsinu til margra ára. Hversu lengi hefur þú verið með skepnur hér á Nöfunum? -Ég hef verið hérna í tíu ár, vildi hafa eitthvað að gera þegar ég hætti að vinna. Ég er með tvö hross og tuttugu og sjö kindur, eitthvað af gemlingum i þeirri tölu. Það er rúmur helmingurinn borinn, tíu óbornar. Allar kindurnar eru tví- eða þrílembdar nema tvær sem eru einlembdar. Svo er það hún Litla Móra hérna sem er að bera í fyrsta sinn. Hún er mikill karakter, heimtar mikið af mér. Hvað hefur það gefið þér að snúast í kringum búskap- inn? -Það gefur mér mikið. Ég væri líklega dauður ef ég væri ekki að stússast í þessu. Ég varð mér úti um tún og byggði sjálfur upp húsin í rólegheitunum. Hvernig er með félagslífið, hittist fólkið á Nöfunum yfir kaffibolla? -Nei. Það er lítið um það. Maður vill helst vera einn og útaf fyrir sig. Að visu eru sonur minn og tengdadóttir að hjálpa mér þegar á þarf að halda. Annars er félagslífið í lágmarki nema helst þá á haustin í réttunum og við bólusetningar. Hrútur einn mikill vekur áhuga blaðamanns þar sem hann kúldrast í lítilli stíu. -Já, hann er eiginlega í skammarkróknum. Hann var svo grimmur að hann ætlaði að drepa yngri hrútinn þannig að ég varð að setja hann inn. Áttu þér einhver önnur áhugamál? -Já. Ég tefli og spila mildð bridds. Er í Briddsldúbbi Sauðárkróks og svo spila ég einu sinni í viku í heimahúsi. Um daginn var ég að tefla við einn briddsfélaga langt fram á nótt og kvaddi hann með eftirfarandi vorstemningsvísu sem ég samdi: Sjáðu dagsins roða rönd, röðull œgifagur. Sólin gyllir sendna strönd, senn er kotninn dagur I útjaðri Nafanna má finna Vélhjólaklúbb Skaga- fjaróar en klúbburinn hefur byggt á síðustu þremur árum upp glæsilega mótorkrossbraut auk félagsaðstöðu sem sett var saman úr tveimur gámum. Þegar blaðamenn Feykis bar að garði var Iff ogfjörí brautinni enda stóð klúbburinn sl. laugardag fyrir styrktardegi fyrir Jón Gunnar Einarsson frá Skagaströnd sem slasaðist illa á vélhjóli í apnl. Alls söfnuðust um 65 þúsund krónur þann daginn. Félagsmenn KKA voru sérstaklega áberandi í brautinni en braut þeirra á Akureyri er ekld orðin hjólfær eftir veturinn auk þess sem félög þessi hafa mildl vinatengsl sín á milli. Þá komu hjólamenn víða ef á landinu þó svo að veður hafi óneitanlega sett strik í reikninginn. Samstaða er mikil meðal hjólamanna og nánast óhætt að fullyrða en aðra eins samstöðu megi ekki finna í nokkurri annarri íþróttagrein enda hafa mótorkrossmenn viðs vegar um landið þurft að hafa fyrir sínu og byggt brautir sínar í sjálfboðavinnu félagsmanna. Milli þess sem hjólað var bauð Ásta Birna Jónsdóttir köppunum upp á kakó, kaffi og vöfflur og var veitingunum gerð góð skil. Þá buðu kempurnar Gylfi Freyr Guðmundsson og Jóhannes Sveinbjörnsson (Jói Kef) upp á stutt námskeið fyrir þá sem vildu og runnu námskeiðsgjöld ásamt öllum brautargjöldum dagsins i styrktarsjóð Jóns Gunnars. -Við vildum með þessu leggja áherslu á nauðsyn hjólatrygginga og að hjólaiðkendur hafi löglega aðstöðu fyrir íþróttaiðkun sína, því tryggingin á hjólum með rauðum númerum gildir ekki nema innan löglegrar brautar eða svæðis samþykktu af sýslumanni. Þvi miður hafa ekki öll sveitarfélög áttað sig á mikilvægi þess að úthluta þessum ört vaxandi hópi svæði þar sem þeir geta

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.