Feykir - 14.08.2008, Page 7
30/2008 Feykir 7
Stefán Skarp og Haraldur Hjálmarsson við Búðir. Snæfellsjökull í baksýn.
Glæsilegt reiðfæri og frábært útsýni.
venjulegum opnum trékloss-
um. Þegar ég opinberaði
undrun mína útskýrði hann
íyrir mér að þetta væri það
besta. Ef það kæmi fyrir að
hann dytti af baki þá festist
hann ekki í ístaðinu og ef hann
blotnaði í fæturna þá væri svo
auðvelt að hella úr klossunum
og þar sem þeir væru opnir þá
væru þeir fljótir að þorna. Mér
fannst þetta vera mjög rökrétt.
Þegar heim var komið tóku
menn fram allar birgðir sem til
voru af sólarvörn og báru á sig,
fóru í sólbað og skelltu sér í
heitu pottana sem voru við
húsin. Aðrir fóru í
skoðunarferðir um nesið og
heimsóttu Búðir, Arnarstapa,
Hellnar og fleiri staði. Einhverjir
fóru í sundlaugina á Lýsuhóli
sem er sérstök að þvi leyti að
vatnið í henni er ölkelduvatn og
enginn klór blandaður saman
við. Er vatnið þess vegna
slímugt og ólystugt fyrir suma
að synda í en án efa heilnæmt.
Um kvöldið var matast og þar
næst gítarinn tekinn fram og
sungið fram á nótt.
Knapar með
klofin andlit
Morguninn eftir var sama
dagskrá, morgunmatur kl. 7.30
og í hnakkinn kl. 9. Nú skyldu
fjörurnar riðnar austur effir og
endað á Ytra-Skógarnesi.
Veðurspáin hljóðaði upp á enn
betra veður þann daginn svo
allar óþarfa flíkur voru skyldar
eftir heima.
Frá Hofi var riðið meðfram
þjóðveginum og niður heim-
reiðina að Tröðum og þar
niður í fjöru. Þarna voru
fjörurnar enn betri en hinar
fyrri. Bæði voru þær meiri og
harðari undir fót. Hrossin
geisluðu af gleði og vilja og
sjóböðin urðu tíðari eftir því
sem á ferðina leið. Skeiðsprettir
voru teknir á hörðum sand-
inum og andlit knapanna var
klofið í tvennt af brosi sem náði
eyrna á milli.
Við Stakkhamra er búið að
koma upp góðri rétt með
öflugum staurum og og
þykkum stálvír á milli í stað
grindverks sem væntanlega
minkarviðhaldréttarinnar. Þar
var staldrað við, hrossin hvíld
og nestið tekið fram. Þaðan var
síðasti spölurinn farinn yfir
fjörur sem náðu einhverja
kílómetra frá landi að sjó.
Þyngdust þær nokkuð þar sem
sandurinn varð gljúpur og
seinfarnari.EníYtra-Skógarnes
náði hópurinn áður en flæddi
að og engin óhöpp komu upp
sem vert er að segja frá. Þaðan
var fólkinu keyrt aftur í Hof en
hrossin urðu eftir og biðu þess
að verða sótt daginn eftir.
Sami háttur var hafður á og
fyrri daginn þ.e. fólk baðaði sig
ýmist í sólinni eða heitu
pottunum. Þríréttaður kvöld-
matur snæddur, söngolían
tekin upp ásamt gítarnum og
tekið til við að spila og syngja
og enn kröftugra en kvöldið
áður.
Morguninn eftir fengu
menn sér morgunmat áður en
lagt var í heimferð og allir
himinlifandi hvernig til tókst
með „stóru ferðina“ þetta árið.
ÚR ELDHÚSI LESENDA)
Sólborg og Einar á Sköróugili
Sprækur foli á spjóti
Að þessu sinni eru það Sólborg Pálsdóttir og Einar
Einarsson á Skörðugili sem bjóða okkur upp á góm-
sætt folaldakjöt og eftirrétt sem hæfir árstíðinni f
uppskriftum vikunnar.
Sólborg og Einar skora á Jón Gíslason og Eline Schrijver
á Hofi í Vatnsdal að koma með næstu uppskrift og láta
það fylgja með að þau séu höfðingjar heim að sækja.
Sprœkurfoli á spjóti
með hnetusósu oggulum
hrísgrjónum
FYRIR 4 MATGRANNA
EÐA 3 SVANGA
Folald á spjóti
800 gr. gottfolaldakjöt
(lundir eða file)
soyasósa
hvítlaukur
Skerið kjötið í stóra teninga
og leggið þá í skál. Hellið
soyasósunni yfir svo rétt
fljóti yfir kjötið. Hvítlauks-
aðdáendur ættu að skutla
2-3 niðursöxuðum hvítlauks-
rifjum í skálina. Öllu blandað
saman og látið liggja í sósunni
í a.m.k. 4 tíma. Að því loknu
eru teningarnir þræddir upp
á grillteina með uppáhalds
grænmeti hvers og eins.
Paprika, laukur, sveppir,
blaðlaukur og kúrbítur henta
t.d. mjög vel á teininn. Skellt á
grillið ef vindstigin eru undir
10 m á sek. og hitastigið er yfir
frostmarki, annars bara undir
grillið í ofninum. Gott að
pensla með marineringunni
við og við á steikingartíma.
Hnetusósa
Skvetta af matarolíu
1 laukur, saxaður í litla bita
3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 tsk. rifin engiferrót
1 ‘A dl. vatn
‘A dl. soyasósa
4 msk. gróft hnetusmjör
2 msk. púðursykur
Salt, pipar og
sítrónusafi eftirsmekk
Skellið olíu í pott ásamt lauki,
hvítlauki og engiferrót. Steikið
þar til laukurinn er farinn að
mýkjast. Þá er vatni, soyasósu,
hnetusmjöri og púðursykri
bætt út í. Látið malla í smá
stund. Bragðbætið með
sítrónusafa, salti og pipar.
Þynna má sósuna með vatni
ef þurfa þykir.
Gulu hrísgrjónin
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
1 rauð paprika söxuð
3 dl. hrísgrjón
7-10 dl. vatn
1 kjúklinga- eða
grœnmetisteningur
1 tsk. túrmerik
2 tsk. karrý
Salt ogpipar eftir smekk
Steinselja niðursöxuð
Laukur, hvítlaukur og
paprika er steikt á pönnu
þar til laukurinn er orðinn
mjúkur. Takið grænmetið af
pönnunni og geymið. Steikið
því næst hrísgrjónin í svolitla
stund og kryddið. Bætið
steikta grænmetinu, vatninu
og grænmetisteningnum út í.
Sjóðið þar til hrísgrjónin eru
tilbúin. Gæti þurft að bæta við
vatni á suðutímanum. Saxaðri
steinselju stráð yfir áður en
rétturinn er borinn fram.
Þessa rétti er gott að bera
fram með fersku salati og
ofnsteiktum kartöflum.
Bláber ogjarðarber
með sérrýrjóma
Nú er rétti tíminn til að hafa
eftirréttina einfalda, t.d. ný-
tínd biáber með vænni slettu
af rjóma. Til tilbreytingar má
þó bæta við gróft söxuðum
jarðaberjum og hafa með því
himneskan sérrýrjóma.
Serrýrjómi
200-250 gr. makkarónu-
kökur
Vi 1. rjómi
1 dl. sérrý
Makkarónurnar settar í skál
og sérrýinu hellt yfir. Þegar
sérrýið hefur mýkt upp
makkarónurnar eru þær
stappaðar. Rjóminn þeyttur
og blandaður saman við
makkarónu-sérrý-stöppuna.