Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 4
2 Iðjuþjálfi óskast til starfa Á Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins er staða iðjuþjálfa laus til umsóknar frá og með 5. ágúst. Um er að ræða 50% starf með möguleika á hærra starfshlutfalli síðar. Starfið felur í sér fjölbreytt viðfangsefni sem meðal annars byggjast á þverfaglegri teymisvinnu vegna hreyfihamlaðra barna. Það samanstendur af greiningu, þjálfun og ráðgjöf, auk þátttöku í uppbyggingu á þjónustu fyrir hreyfihömluð börn og ungmenni hér á landi. Reynsla í starfi eða sérmenntun á þessu sviði er æskileg. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er í fararbroddi hvað snertir þekkingu á fötlununum og þjónustuþörf fatlaðra barna og ungmenna. Þar starfa 33 fagmenn sem eru sérfræðingar á ýmsum sviðum. Höfuðáherla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. Um þessar mundir stendur yfir endurskipulagning á starfsemi stöðvarinnar, með það að markmiði að auka gæði þjónustu við fötluð börn, fjölskyldur þeirra og fagmenn sem þeim tengjast. Nánari upplýsingar veita Stefán Hreiðarsson forstöðumaður, Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi Þel -gærupokar í hjólastóla Höfum hafiö framleiðslu á þessum frábæru Þel-gærupokum í hjólastóla. Þrjár stæröir: S M L Sérsaumum ef óskaö er Tryggingastofnun ríkisins hefur tekiö þátt í kaupunum fyrir fatlaöa. Saumastofan Þel Strandgötu 11 • 600 Akureyri Sími 462 6788 • 853 5829

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.