Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 14

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 14
12 Öldrunarteymið vinnur, eða réttara sagt kemur til með að vinna inni á öldrunarmats- deild. Enn sem komið er, er öldrunarmats- deildin deild án veggja. Sjúklingarnir sem teymið sinnir eru inni á hinum ýmsu deild- um sjúkrahússins allt eftir innlagnarorsök. Þess ber að geta að nú þegar er kominn vísir að öldrunarmatsdeild inni á taugalækninga- deild (sem er ekki í aðalbyggingu spítalans) þar sem sex rúm eru eyrnamerkt öldrunar- matsdeildinni. Með vorinu er stefnt að opn- un 10 rúma deildar inni á sjálfu sjúkrahús- inu. Eins og staðan er í dag fer mikill tími í hlaup á milli deilda. Einnig er mikill fjöldi starfsfólks sem við þurfum að vera í tengsl- um við vegna sjúklinganna. f framtíðinni er stefnt að opnun 20 rúma öldrunarmatsdeildar og verður þá öll starf- semin á sama stað. Verður þá markmið deildarinnar að aldraðir (67 ára og eldri) einstaklingar sem leggjast inn á sjúkrahúsið með fjölþætt vandamál, komi þar inn til mats og endurhæfingar. Á bráðadeildum eru sjúklingar, yfirleitt útskrifaðir strax og vandamálið sem lá til grundvallar innlögn- inni er leyst. Með tilkomu öldrunarmats- deildar er hægt að sinna þessum einstak- lingum betur en áður hefur verið gert. Þannig er kannað hvert vandamálið er, sem í raun olli innlögninni. Sem dæmi má nefna sjúkling sem datt og braut sig. Vandamálið er ekki endilega leyst þó beinið sé gróið. Athuga þarf hvers vegna hann datt? Gleymdi hann lyfjunum? Kannski gleyminn? Byrjandi glöp? Svimi? Annað dæmi er sjúklingur með elliglöp sem kemur inn vegna almenns slappleika. Eftir nokkra daga á sjúkrahúsi er hann hressari og er sendur heim. Sagan endurtek- ur sig æ ofan í æ. Raunveruleg ástæða gæti verið sú að sjúklingurinn ræður ekki lengur við aðstæður sínar og gleymir meðal annars að taka lyfin. Öldrunarteymið hefur það hlutverk að kafa dýpra, hver fagaðili á sínu sviði. Þannig er gert heildrænt mat á einstaklingnum, að- stæðum og möguleikum hans. Allir fagaðil- ar teymisins hafa reynslu á sviði öldrunar- mála. Hlutverk hvers og eins innan öldrunateymisins: Læknir: Gerir læknisfræðilegt mat á ástandi einstaklings, sjúkdómum og lyfjum. Kemur á jafnvægi milli þessara þátta. Samskipti við aðstandendur vega oft þungt í starfi læknis. Hjúkrunarfræðingur: Metur hjúkrunar- þörf, útegar þá aðstoð sem með þarf. Veitir fræðslu og ráðgjöf um hjúkrun aldraðra. Kannar hvort einstaklingurinn er fær um að sinna lyfjatiltekt. Félagsráðgjafi: Veitir ráðgjöf og stuðning við lausn á félagslegum og tilfinningalegum vanda sem upp kann að koma í kjölfar veik- inda. Samræmir þjónustu félags- og heil- brigðiskerfisins. Gætir að fjármálum, sem eru oft í ólestri hjá öldruðum. Sjúkraþjálfari: Metur og þjálfar hreyfigetu, styrk og jafnvægi. Veitir auk þess ýmis konar verkjameðferð s.s. bakstra. Iðjuþjálfi: ADL-mat og þjálfun. Heimilisat- hugun og hjálpartækjaþörf metin. Umsókn- ir um hjálpartæki. Mat á vitrænni starfsemi og glöpum. Hver og einn innan teymisins getur verið í sambandi við aðstandendur, allt eftir að- stæðum hverju sinni. Það er óumflýjanlegt að starfsvið fagaðilanna skarist alltaf eitt- hvað, en með reglulegum teymisfundum og góðri samvinnu gengur þetta allt upp. Sam- an gera fagaðilarnir raunhæfa áætlun í sam- ráði við sjúklinginn og aðstandendur hans. Tekið er fullt tillit til óska og þarfa einstak-

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.