Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 21

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 21
19 Nýr möguleiki til framhaldsnáms fyrir iðjuþjáifa Við Dalhousie University í Halifax, Nova Scotia í Kanada er ráðgert að bjóða upp á framhaldsnám, fyrir iðju- þjálfa sem lokið hafa BS prófi. Barbara O'Shea er námsbrautarstjóri í Dalhousie háskólanum og hefur hún veg og vanda að uppbyggingu framhaldsnámsins. Undirbúningur er nú á lokastigi og ef allt gengur að óskum verður unnt að taka inn nemendur haustið 1998. Um er að ræða hefðbundið mastersnám, en þó óvenjulegt að því leyti að það er byggt upp sem fjamám. Þessi möguleiki á því erindi til Islenskra iðjuþjálfa. Heimsækir ísiand Barbara O'Shea mun að líkindum koma til íslands í haust, par sem hún meðal annars veitir ráðgjöfvið lokaskipulag iðjuþjálfunarbrautar við Háskólann á Akureyri. Hún er brautryðjandi Í Kanada hvað varðar nám í iðjuþjálfun og hefur margra ára reynslu af skipulagningu fjarnáms, þar sem nemendur eru iðjuþjálfar úr ólíku umhverfi, jafnt dreifbýli sem þéttbýli. í bígerð er formlegt samstarf milli Dalhousie University og Háskólans á Akureyri, sem felst til að mynda í því að íslenskum iðjuþjálfum gefst tækifæri til að stunda fjarnám til mastersgráðu. Iðjuþjálfar sem ekki hafa lokið BS prófi, en útskrifast með „diploma" (skírteini) til dæmis frá Norður- löndum, gefst kostur á undirbúningsári sem veitir þeim greiðan aðgang að Masters náminu, svo fremi að tilskilinn árangur hafi náðst. Þar sem námið er byggt upp sem fjarnám, geta nemendur sótt hluta þess í háskóla á heimaslóðum, til dæmis námskeið í aðferðafræði. Það má einnig geta þess að hluti námsins hefur það markmið að skapa Hope Knútsson ásamt Barböru O'Shea, er hún var í kynnisferð í Dalhousie University á síðasta ári. nýjan vettvang fyrir íhlutun iðjuþjálfa. Þetta felst í því að tengja námið tilraunaverkefn- um, sem sett væru á laggirnar á vinnustað viðkomandi iðjuþjálfa eða þar sem ekki er hefð fyrir þjónustu iðjuþjálfa. Barbara hvetur þá íslendinga sem hyggj- ast sækja um, að stunda umrætt fjarnám til þess að mynda hóp, hafa þannig stuðning hvor af öðrum og miðla upplýsingum. í náminu er gert ráð fyrir að nemendur taki tæknina í sínar hendur og nýti sér auk skriflegs efnis, símafundi, tölvupóst og veraldarvefinn. í tenglsum við heimsókn Barböru í haust er áætlað að halda námskeið þar sem fjallað yrði um iðjuþjálfunarnám í Dalhousie háskólanum og fyrirkomulag starfsnáms. Einnig yrði rætt um helstu strauma og stefnur innan iðjuþjálfunar í Kanada í dag og þá fræðasýn sem fagið byggir á. Stjórn IÞÍ mun fylgjast grannt með framþróun þessara mála og miðla upplýs- ingum til félagsmanna eftir föngum. Þóra Leósdóttir, ritnefnd

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.