Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Síða 25

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Síða 25
----------- 23 --------- Fountain House fréttir Undirritaðar fóru síðastliðið haust í náms- ferð til Norðurlandanna og Krítar og skoðuðu þá ýmsa staði þar sem unnið er að því að brúa bilið á milli geðdeildar og samfélgasins. Einn þeirra staða sem stóð upp úr var Fountain House í Gautaborg. Okkur fannst mjög lærdómsríkt að kynnast þeim leiðum sem þar eru farnar til að hjálpa fólki til að komast út á almennan vinnu- markað. Fountain House var fyrst stofnað í New York árið 1940 og hefur smátt og smátt breiðst út um allan heim. í stutt máli varð árangur ferðarinnar sá að stofnaður hefur verið starfshópur um Fountain House á Islandi. í þessum hóp eru auk okkar aðstandendur, sjúklingar og fagfólk. Hópurinn hittist einu sinni til tvisvar í mánuði í húsnæði Geðhjálpar. Allir eru velkomnir til starfa í þessum hóp. Alþjóðleg ráðstefna Fountain House verður haldin í Gautaborg í lok júli næstkomandi. og þangað fer að minnsta kosti 4 manna nefnd. Eftir það ættum við að vera í stakk búnar til að skrifa grein um Fountain House í blaðið okkar Anna Guðrún Arnardóttir Yfiriðjuþálfi á Kleppi Anna Valdemarsdóttir iðjuþjálfi á Kleppi Báðar starfandi síðan 1989 ágeðdeild LSP

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.