Feykir


Feykir - 04.12.2008, Blaðsíða 7

Feykir - 04.12.2008, Blaðsíða 7
46/2008 Feykir 7 Það var líf og fjör á árshátíð Húnavallaskóla Árshátíó Húnavallaskóla var haldin fyrir fullu húsi sl. föstudag. Nemendur höfóu undirbúió skemmtiatriói sem voru í höndum unglingadeildar. Hápunktur kvöldsins var aó öórum ólöstuóum frábær uppfærsla 10. bekkjar á söngleiknum Grease. Glanni alæpur & klístraöur söngleikur Skemmtunin hófst eftir mjaltir og fréttir eða um hálf níu og lauk ekki fyrr en eftir vel heppnaðan dansleik sem stóð til klukkan eitt eftir miðnætti. Skemmtidagskrá kvöldsins var tvískipt. Fyrir hlé Fyrir hlé voru tónlistaratriði, stúlkur í áttunda og níunda bekk dönsuðu línudans með miklum glæsibrag og nemendur þessara bekkja sýndu leikritið „Glanni Glæpur kemur í Latabæ“ í leikstjórn Jóhönnu Jóhannsdóttur umsjón- arkennara. Var þetta allt mjög vel heppnað. Eftir hié var síðan hápunktur kvöldsins sem var uppfærsla 10. bekkjar á styttri útgáfu af söngleiknum Grease. Sýningin var glæsileg og stóðu nemendur sig framúrskarandi vel bæði í leik- og söngatriðum. JóhannaFriðrikaSæmundsdóttir, leikkona á mildnn heiður skilinn og það er með ólíkindum hversu mildu hún kom í verk með krökkunum á 10 dögum. Þetta er fimmta árið í röð sem settur hefur verið upp söngleikur á árshátíð skólans og hafa þessar skemmtanir verið vel sóttar og hlotið góða dóma. Hljómsveitin „Svartir Sauðir“ hélt síðan uppi fjörinu á dansleíknum sem fylgdi á eftir og var frammistaða drengjanna sem hljómsveitina sldpa með miklum ágætum. Foreldrar nemenda í tíunda bekk stóðu fyrir kaffihlaðborði og gátu þeir fullorðnu setið að veitingum og spjallað við náungann á meðan þeir yngri skemmtu sér á ballinu. Allur ágóði af árshátíðinni rennur í ferðasjóð nemenda tíunda bekkjar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.