Feykir - 04.12.2008, Side 5
46/2008 Feykir 5
Framúrkeyrsla RÚV
Svæðisútvarpið
blásið af
Ríkisútvarpið hefur
endurskoöað rekstrar-
áætlun sfna fyrir næsta ár
og í kjölfarið var tekin
ákvörðun um að hætta
svæðisbundnum útsend-
ingum RÚV á Akureyri,
Egilsstöðum og á ísafirði.
Fyrr í haust skar RÚV,
nkisútvarp allra lands-
manna, einnig niður og var
þá fækkað á starfsstöðv-
unum úti á landi.
Alls hefur Ríkisútvarpið
sagt upp 21 starfsmanni auk
þess að rifta samningu við 23
verktaka. Allt í allt hverfa 45
starfsmenn frá RÚV.
Fréttasvið erþað langstærsta
en undir það heyra fréttastofur
útvarps og sjónvarps,
íþróttadeild, textavarp, vefur
RÚV og svæðisstöðvarnar, auk
morgunþátta og síðdegisþáttar
Rásar 2. 15 manns verða látnir
fara af þessum sviðum. Þremur
starfsmönnum verður sagt upp
á Akureyr i. Einum tæknimanni,
einum fréttamanni og einum
dagskrárgerðamanni. Að sögn
Óðins Jónssonar, fréttastjóra,
er hugmyndin sú að þeir
starfsmenn sem eftir verið skili
meiri fréttum en áður inn í
fréttatíma útvarps og sjón-
varps.
Húnaþing vestra
Breyting á
aðalskipulagi
Sveitarstjórn Húnaþings
vestra samþykkti á fundi
sfnum 9. október 2008 að
auglýsa til kynningar
breytingar á aðalskipulagi
Húnaþings vestra 2002-
2014 samkv. 1. málsgrein
18. gr. Skipulags og
byggingarlaga nr. 73/1997
með síðari breytingum.
Breytingin nær til hluta
jarðarinnar Bessastaða á
Heggstaðanesi. Landnotkun er
breytt úr landbúnaðarsvæði í
iðnaðarsvæði þar sem
fyrirhugað er að setja upp
sendistöð fyrir tal- og
gagnaviðskipti við flugvélar.
Ennfremur er gerð breyting á
tengivegi til samræmis við legu
hans í landi Bessastaða.
Jafnframt er auglýst deili-
skipulag sem nær yfir
iðnaðarsvæðið skv. 25.gr.
skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997.
Samkvæmt deiliskipulaginu
fylgir aðkomuvegur að stöðvar-
húsi að mestu núverandi
vegslóða og þá er einbreiður
vegslóði milli loftneta.
Stöðvarbygging er allt að 200
m2ogalltað 12 loftnet ábilinu
18-40máhæð. Fjárheldgirðing
verður umhverfis svæðið.
Skipulagsuppdrættir og
greinargerðir munu liggja til
sýnis á skrifstofu Húnaþings
vestra, Hvammstangabraut 5 á
Hvammstanga og hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166,
Reykjavík frá 23. nóvember
2008 til 21. desember 2008.
Þeim sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera
athugasemdir við breytingar-
tiOöguna. Athugasemdum skal
skila til skrifstofu Húnaþings
vestra fyrir 5. janúar 2009 og
skulu þær vera skriflegar. Þeir
sem ekki gera athugasemdir
við breytingartillöguna innan
tilskilins frests teljast samþykk-
ir henni.
Húshitunarkostnaður á Hofsósi
Lækkar umtalsvert
Húshitunarkostnaður fbúa
Hofsósi og nágrenni sem
tengst heftur hitaveitu
Skagafjarðarveitna, lækkar
verulega og verður jafnvel
þrisvar sinnum ódýrari, sé
stofnkostnaður ekki með
talinn.
Skagafjarðarveitur greiddu
hluta hitaveituvæðingarinnar
með yfirdráttarláni, enda
átti niðurgreiðslustyrkur
ríkisins að koma þar á móti.
Niðurgreiðslusjóðurinn
fyrir árið 2008 er hins vegar
uppurinn.
Fótbolti Hvöt
Hvatarmenn
unnu Hauka
létt
Leikmenn meistaraflokks
Hvatar hófu þátttöku sfna
í íslandsmótinu í Futsal um
helgina er þeir öttu kappi
við lið Hauka úr Hafnarfirði
og var leikið í Hafnarfirði.
Futsal er ákveðin tegund
innanhúss knattspyrnu
en reglur eru öðruvísi
en í heíðbundnum bolta
og knötturinn sjálfúr er
bæði minni og þyngri en
venjulegur knöttur.
Hvatarmenn mættu með
mjög ákveðnir til leiks og
tóku Haukana í kennslustund
í Futsal og urðu lokatölur í
leiknum 16-8.
Frjálsar íþróttir
UMSS gerði
þaðgottá
Silfurleikum
IR
Metþátttaka var á
Silfurleikum ÍR, sem fram
fóru í Laugardalshöllinni í
Reykjavfk, laugardaginn
22. nóvember.
Mótið, sem er fyrir börn
og unglinga 16 ára og yngri,
var nú haldið í 13. sinn.
UMSS sendi 15 keppendur
á mótið sem stóðu sig
frábærlega. MiHa athygli
vöktu þær Gunnhildur Dís
Gunnarsdóttir og Fríða Isabel
Friðriksdóttir, sem kepptu
í flokki 9-10 ára hnáta, en
þær sigruðu í öllum fjórum
greinunum í sínum flokki og
tvöfalt í tveimur greinum.
Besti árangur Skagfirð-
inganna:
Flokkur 8 ára og yngri:
Sæþór Hinriksson sigraði í 60m hlaupi,
varð Í2. sæti i langstökki og 3. Í400m.
Flokkur 9-10 ára:
Friða Isabel Friðriksdóttir sigraði í 60m
og 600m og varð Í2. sæti í langstökki.
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir sigraði
í langstökki og kúluvarpi og varð 2. í
60m.
Flokkur 13-14 ára:
Kolbjörg Katla Hinriksdóttir varð i 3. sæti
i800mhlaupi.
Flokkur 15-16 ára:
Unda Björk Valbjörnsdóttir sigraði í 60m
grind og 800m og varð í 3. sæti Í60m.
Guðjón Ingimundarson varð í 2. sæti í
60m grindahtaupi.
Vignir Gunnarsson varð í 3. sæti í
þrístökki
Halldór er efst til hægri með forláta derhúfu.
Fyrr skipti ég um
kyn en félag
Nafn: Halldór Sigfússon.
Heimili: Búsettur á Hvamms-
tanga.
Starf: Þjónustufulltrúi í
Sparisjóðnum á Hvammstanga
Hvert er uppáhaldsliðið
þitt í enska boltanum og af
hverju? Liverpool, ég fór að
fylgjast með enska boltanum
árið 1985 og þá var Liverpool
besta og skemmtilegasta liðið
og valið því auðvelt.
Hefur þú einhvern tímann
lent í deilum vegna aðdáunar
þinnar á umræddu liði? Já
það hefur komið fyrir og m.a.
hafa húsgögn brotnað þegar
verst lét.
Hver er uppáhaldsleik-
maðurinn fyrr og síðar? Það
er argentínski snillingurinn
Maradona en af leikmönnum
Liverpooi þá eru það John
Barnes, Robbie Fowler og
Jan Molby. Af núverandi
leikmönnum liðsins eru það
Gerrard og Carragher.
Hefur þú farið á leik með
liðinu þínu? Ég hef þrisvarfarið
á Anfield og alltaf séð mína
menn vinna. Fyrst árið 1999
í frægum 3-2 sigurleik gegn
Everton þarsem Fowlerskoraði
tvö mörk og fagnaði öðru með
því að sniffa endalínuna. Síðar
sama ár sá ég Liverpool leggja
Chelsea með marki frá David
Thompson. Svo fór ég í haust
og sá mína menn sigra Man
Utd 2-1.
Áttu einhvern hlut sem
tengist liðinu? Ég á tvo
Liverpoolbúninga, nokkra
trefla og nokkra dvd-diska
með liðinu m.a. úrslitaleikinn
ógleymanlega í Istanbul árið
2005.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í
stuðningi við liðið? Það hefur
lítið reynt á það enda enginn
áhugi fyrir fótbolta.
Hefur þú einhvern tímann
skipt um uppáhalds félag?
Nei aldrei, fyrr skipti ég um kyn
og það er ekki á dagsskrá.
LIVERPOOL
Ferskur á netinu
Hafðu samband - Síminn er 455 7176