Feykir


Feykir - 26.02.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 26.02.2009, Blaðsíða 5
08/2009 Feykir 5 Strákarnir í minniboltanum. Körfubolti______________________ Minniboltastrákarnir unnu alla leiki sína ( MITT LIÐ ) Ef öl er böl þá er sandur möl! Strákarnir í Minnibolta 11 ára rúlluðu C-riðli íslandsmótsins upp um síðustu helgi. Þeir unnu alla andstæðinga sína örugglega og stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins. Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur sem færði strákunum sigur í mótinu. Eins og allir vita skapar góður varnarleikur oít möguleika á hraðaupphlaupum og það nýttu strákarnir sérvel. Fyrsti leikurinn var gegn SkaUagrími sem vann sig upp úr D-riðli í síðasta móti. Strákarnir úr Borgarnesi eru með hörkulið og lentu Tindastólsmenn í talsverðum erfiðleikum með þá. Spennustigið var hátt hjá strákunum og sóknarleikurinn ekki mjög góður, en vörnin var traust og baráttan þar. Tindastóll vannleikinn 31-25. NæstileikurvargegnSnæfelli. Tindastóll hafði leikið tvo leiki við þá í vetur, unnið annan og tapað hinum. Það var því allt útlit fyrir hörkuleik gegn þeim og fyrirfram talið að þetta gæti orðið úrslitaleikur mótsins. En strákamir okkar voru ekki á því máli að gera leikinn spenn-andi, því eftir fyrsta leikhlutann var staðan 12-0 og í hálfleik 18-2. Lokatölurnar urðu síðan 39-13. Vamarleikur strákanna var hreint út sagt frábær í þessum leik og kom hann Snæfellingum algjörlega í opna skjöldu. Þriðji leikur liðsins var gegn Fj ölni B og var þar um auðveldan sigur að ræða. Vörnin var áfram mjög sterk sem skilaði fjölda góðra hraðaupphlaupskarfa. Úrslitin urðu 73-20. Síðasti leikurinn var síðan gegn Breiðabliki, en þeir féllu niður úr B-riðli í síðustu umferð. Bæði lið spiluðu sterkar varnir og varð sóknarleikur Tindastóls fálmkenndur í upphafi en liðið hélt sér á floti með góðum varnarleik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 6-6. í öðrum leikhluta skoraði Tindastóll 9-0 og leiddi í hálfleik 15-6. Eftir það skoruðu Blikar aðeins 6 stig og úrslit leiksins 37-12 fyrir Tindastól. Minniboltastrákarnir náðu því markmiði sínu í vetur að vinna sig upp í B-riðil. Þeir náðuþví með góðri æfingasókn og áhuga. Liðið skipa 15 jafnir leikmenn, sem allir geta komið inn á og spilað. Sannarlega leikmenn framtíðarinnar. •I Nafn: Jón Óskar Pétursson. Heimili: Garðavegi 10 Hvammstanga. Starf: Framkvæmdastjóri SSNV. Hvert er uppáhaldsdliðið j þitt í enska boltanum og af hverju? -Mitt lið er Liverpool. Þegar ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum þá hreifst ég af þessum númer 7, Kenny Dalglish. Ógleymanlegur leikmaður. Þetta var í kring um 1980 og þá var Liverpool náttúrulega yfirburðalið á Englandi, Evrópu og jafnvel í heiminum. Það voru fleiri eftirminnilegir leikmenn í liðnu á þessum tíma. Sammy Lee, Alan Kennedy, Alan Hansen, Phil Neal, Bruce Grobbelaar og að ógleymdum luralega framherjanum frá Chester, lan [j Rush. Hef alltaf verið smekk maður þannig að það þarf ekki að koma á óvart að Liverpool hafi orðið fyrir valinu miðað við upptalninguna hér að framan. Held að allir sem eitthvað skynbragð bera á hvað eru góð fótboltalið geti verið sammála um það. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Ég kalla það ekki deilur þegar einhverjir Júnæted eða Nallara aðdáendur eru teknir á beinið, hvað þá fávísir Sjelsímenn. Hver er uppáhaldsleikmaður- i inn fyrr og síðar? Það er erfitt að velja einn út af öllum þeim snillingum sem klæðst hafa rauðu treyjunni. Ég vil því nefna nokkra. Kenny Dalglish var náttúrulega frábær. John IBarnes er annar sem kemur upp í hugann. Frábær á vinstri vængnum. Einnig verð ég að nefna danann pattaralega Jan Mölby, ótrúlegur leikskilningur þar á ferð. Af núverandi leikmönnum er ég mest hrifinn af Fernando Torres. Þá er Steven Gerrard náttúrulega frábær. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei því miður hefur það ekki tekist ennþá en það er á stefnuskránni. Hins vegar komst ég ansi nálægt því árið 2005 en þá var ég staddur í Belgíu þegar Liverpool heimsótti Anderlecht í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. Fékk því miður ekki miða á leikinn en komst í um 100 metra nálægð við Liverpool liðið. Veit ekki hvort nærvera mín hafði áhrif en Liverpool vann leikinn. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, já treyju, húfu ogtrefil. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Viktor Ingi sonur minn sem er 10 ára er harður stuðningsmaður, jafnvel harðari en kallinn. Dóttir mín Vala Björk sem er 4 ára er búin að eignast búning og styður okkurfeðga. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei maður gerir ekki svoleiðis. Uppáhalds málsháttur? Ef öl er böl þá ersandurmöl! ( ÁSKORENDAPENNINN ) X ■ ■ 111,11111 ■ ———— Kristján Gíslason skrifar úr Kópavogi Alltaf snjór og sól Þegar maður hugsar norður á Krók og fer að rifja upp góða tíma finnst mér eins og það hafi alltaf verið alveg kafsnjór á veturna og blíðskaparveður allt sumarið. Auðvitað var þetta ekki svona en þetta sýnir hversu fallega maður minnist fjarðarins. Nú eru komin ein 13 ársíðan égflutti burt en maður fer samt alltaf „heim“ á Krók eins oft og maður getur. Það sem sýnir kannski helst hversu gott fólk býr í Skagafirði er, að hápunkturinn í skemmtanalífinu hjá manni hér fyrir sunnan erað hitta Skagfirðinga á Skagfirðingakvöldi sem haldið er einu sinni á ári. Svo skemmtilega vill til að Skagfirðingakvöldið í ár verður einmitt haldið þann. 7. mars n.k. Slæmir strákar og listrænn ágreiningur í nýlegum áskorenda- pistli Helgu Stefáns, skrifaði hún meðal annars um „listrænan ágreining" við Bad Boys. Mér finnst fallegt af henni að kalla þetta því nafni. í mínu slaþpa minni er þetta ekki alveg svoleiðis. Þærvinkonur(Helga og Guðrún Oddsdóttir) voru þúnar að standa sig með mikilli prýði og hresstu svo sannarlega upp á sviðsframkomu og ímynd bandsins. Það sem gerðist hinsvegar var einfaldlega það að undirritaður komst yfir erfiðasta hjallan í mútunum ogvar því tilbúinn að taka við hljóðnemanum. Mér finnst því upplagt að nota tækifærið og biðja þær stöllur afsökunar á þessu. Þarna stóðum við félagar algjörlega undir nafni. Þær komu reyndar sterkar inn skömmu síðar með fjöllistahópinn ARG! sem var reyndar meira í orði en á borði. Geirmundur hefur aldrei verið spreyjaður á Búnaðarbankann! Ein af fjölmörgum sögum sem koma upp í hugann frá Gaggaárunum er sagan af stóra Medium málinu. Þannigvarað íbænum varstarfandi frábær hljómsveit sem hétMedium. fhenni voru ekki minni menn en Óskar Páll Sveins, Palli Friðriks, Himmi Valla og Siggi Ásbjörns heitinn. Að sjálfsögðu var keppikeflið að verða stærri en hljómsveit Geirmundar. Unnu þeir félagar ötult markaðsstarf t.d. með því að útbúa límmiða hjá SÁST og dreifa á íbúa bæjarins. Hápunkturinn var þó líklega, að þegar bærinn vaknaði af vænum blundi einn sunnudagsmorgunn, var búið að spreyja Medium lógói í rauðum litá öll helstu kennileiti Króksins s.s. Faxa, Kjörbúðina og Búnaðarbankann. Úr þessu varð lögreglumál og mikið fjaðrafok. Himma Valla fannst þetta hinsvegar alls ekki slæmt mál og fannst herferðin hafa skilað sér fullkomnlega. Hann lét hafa eftir sér í viðtali við Kristján B. Jónasson í skólablaðinu að þeir væru miklu frægari en Geirmundur. Geiri hafði allavega aldrei verið sþreyjaður á Búnaðarbankann! Að iokum iangar mig til að skora á Atla Björn Þorbjörnsson að taka við pennanum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.